Engin viðurlög en gengið út frá því að hlutverk Alþingis sé virt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. desember 2018 11:56 Steingrímur J. Sigfússon þingforseti segir mikilvægt að þeir sem boðaðir séu fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis svari kallinu. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis segir að almennt sé treyst á að menn bregðist vel við fundarboði hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. Sjaldgæft sé að það sé ekki gert. Formaður og þingmaður Miðflokksins svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum nefndarinnar. Ekkert verður af opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem hefjast átti klukkan tíu í morgun vegna þess að hvortki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins né Gunnar Bragi Sveinssson þingmaður flokksins svöruðu ítekuðum fundarboðum nefndarinnar. Á opna fundinum átti að ræða fund þeirra Sigmundar Davíðs, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna Benediktssonar um áhuga Gunnars Braga á því að gegna sendiherrastöðu. Á upptökunum af samræðum þingmanna á Klaustur Bar heyrast Gunnar Bragi og Sigmundur halda því fram að Gunnar Bragi hafi fengið vilyrði fyrir því að hann fengi sendiherrastöðu í skiptum fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í utanríkisráðherratíð sinni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir sjaldgæft að fundarboð nefnda sé ekki virt. Hann minnir á að Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð eru kallaðir fyrir nefndina sem fyrrverandi ráðherrar.Gunnar Bragi skipaði Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra og tjáði þingmönnum á Klausturbar að hann teldi sig eiga inni greiða á móti. Síðan hefur hann sagt þau orð sína hafa verið lygi.Vísir„Það er alveg ljóst að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er sá aðili sem er samkvæmt lögum lykilaðili í eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdavaldinu. Það er sérstaklega kveðið á um að nefndin skuli hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur með framkvæmdavaldinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er í mjög sterkri stöðu,“ segir Steingrímur. Það sé alveg ljóst að það taki bæði til starfandi ráðherra og fyrrverandi ráðherra vegna þeirra embættisathafna sem nefndin hefur ákveðið að skoða. Í þessu samhengi skipti ekki máli að um þingmenn sé að ræða. „Við göngum almennt út frá því að menn bregðist vel við og verði við slíku þegar nefndin óskar eftir að fá þá á sinn fund. Vonandi tekst að koma á þessum fundi í framhaldinu þótt það hafi ekki gengið í fyrstu atrennu,“ segir Steingrímur. Auðvitað geti einhverjar aðstæður hindrað einstaka fundi.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelm„En við göngum almennt út frá því að menn taki þetta hlutverk Alþingis alvarlega og virði það. Þessi ákvæði voru öll sömul styrkt mikið í framhaldi af rannsóknarskýrslu Alþingis, talsvert lagt í það að styrkja Alþingi hvað varðar þennan eftirlitssþátt.“ Auðvitað sé mikilvægur hluti af því að menn mæti fyrir nefndina óski hún eftir því og hafi gilt tilefni til. Hann reiknar með því að nefndin haldi áfram að reyna að ná í Gunnar Braga og Sigmund Davíð, það sé þó ekki í hans höndum enda nefndin óháð í sínum störfum. Hann segir engin viðurlög við því að mæta ekki, ekki í beinum skilningi. „En það er auðvitað alveg ljóst að það má beita þrýstingi í þeim efnum ef þess þarf. En það eru ekki bein viðurlög eða refsiákvæði, enda almennt ekki þörf fyrir slíkt.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Forseti Alþingis segir að almennt sé treyst á að menn bregðist vel við fundarboði hjá stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis. Sjaldgæft sé að það sé ekki gert. Formaður og þingmaður Miðflokksins svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum nefndarinnar. Ekkert verður af opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sem hefjast átti klukkan tíu í morgun vegna þess að hvortki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins né Gunnar Bragi Sveinssson þingmaður flokksins svöruðu ítekuðum fundarboðum nefndarinnar. Á opna fundinum átti að ræða fund þeirra Sigmundar Davíðs, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Bjarna Benediktssonar um áhuga Gunnars Braga á því að gegna sendiherrastöðu. Á upptökunum af samræðum þingmanna á Klaustur Bar heyrast Gunnar Bragi og Sigmundur halda því fram að Gunnar Bragi hafi fengið vilyrði fyrir því að hann fengi sendiherrastöðu í skiptum fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde sendiherra í Bandaríkjunum í utanríkisráðherratíð sinni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir sjaldgæft að fundarboð nefnda sé ekki virt. Hann minnir á að Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð eru kallaðir fyrir nefndina sem fyrrverandi ráðherrar.Gunnar Bragi skipaði Árna Þór Sigurðsson og Geir Haarde sendiherra og tjáði þingmönnum á Klausturbar að hann teldi sig eiga inni greiða á móti. Síðan hefur hann sagt þau orð sína hafa verið lygi.Vísir„Það er alveg ljóst að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er sá aðili sem er samkvæmt lögum lykilaðili í eftirlitshlutverki Alþingis með framkvæmdavaldinu. Það er sérstaklega kveðið á um að nefndin skuli hafa frumkvæði að því að kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur með framkvæmdavaldinu. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er í mjög sterkri stöðu,“ segir Steingrímur. Það sé alveg ljóst að það taki bæði til starfandi ráðherra og fyrrverandi ráðherra vegna þeirra embættisathafna sem nefndin hefur ákveðið að skoða. Í þessu samhengi skipti ekki máli að um þingmenn sé að ræða. „Við göngum almennt út frá því að menn bregðist vel við og verði við slíku þegar nefndin óskar eftir að fá þá á sinn fund. Vonandi tekst að koma á þessum fundi í framhaldinu þótt það hafi ekki gengið í fyrstu atrennu,“ segir Steingrímur. Auðvitað geti einhverjar aðstæður hindrað einstaka fundi.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/vilhelm„En við göngum almennt út frá því að menn taki þetta hlutverk Alþingis alvarlega og virði það. Þessi ákvæði voru öll sömul styrkt mikið í framhaldi af rannsóknarskýrslu Alþingis, talsvert lagt í það að styrkja Alþingi hvað varðar þennan eftirlitssþátt.“ Auðvitað sé mikilvægur hluti af því að menn mæti fyrir nefndina óski hún eftir því og hafi gilt tilefni til. Hann reiknar með því að nefndin haldi áfram að reyna að ná í Gunnar Braga og Sigmund Davíð, það sé þó ekki í hans höndum enda nefndin óháð í sínum störfum. Hann segir engin viðurlög við því að mæta ekki, ekki í beinum skilningi. „En það er auðvitað alveg ljóst að það má beita þrýstingi í þeim efnum ef þess þarf. En það eru ekki bein viðurlög eða refsiákvæði, enda almennt ekki þörf fyrir slíkt.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira