Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. desember 2018 08:00 Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei. Fréttablaðið/EPA Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Bandaríkin fara fram á framsal hennar en málið hefur haft slæm áhrif á samband Bandaríkjanna og Kanada við risann í austri. Samkvæmt Reuters þarf Meng nú að vera með ökklaband og þá þurftu fimm vinir hennar að ábyrgjast að hún myndi ekki flýja með veði í húsum sínum. Dómari í Kanada á eftir að úrskurða um framsalið. Komist hann að því að málið gegn Meng sé nógu sterkt mun hún verða send til Bandaríkjanna þar sem hún á væntanlega ákæru í vændum og mögulega allt að þrjátíu ára fangelsisdóm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið í samtali við Reuters. Sagði að ef það þjónaði þjóðarhagsmunum eða stuðlaði að nýjum viðskiptasamningi við Kína myndi hann taka fram fyrir hendur dómsmálaráðuneytisins í málinu. Lu Kang, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi að handtakan hefði verið stór mistök. „Við höfum tjáð Bandaríkjunum og Kanada að við lítum þannig á málið og förum fram á að ríkin leiðrétti þetta þegar í stað og leysi Meng Wanzhou úr haldi,“ sagði Lu og bætti því við að það væri jákvætt ef forseti Bandaríkjanna beitti sér fyrir lausn fjármálastjórans. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Bandaríkin fara fram á framsal hennar en málið hefur haft slæm áhrif á samband Bandaríkjanna og Kanada við risann í austri. Samkvæmt Reuters þarf Meng nú að vera með ökklaband og þá þurftu fimm vinir hennar að ábyrgjast að hún myndi ekki flýja með veði í húsum sínum. Dómari í Kanada á eftir að úrskurða um framsalið. Komist hann að því að málið gegn Meng sé nógu sterkt mun hún verða send til Bandaríkjanna þar sem hún á væntanlega ákæru í vændum og mögulega allt að þrjátíu ára fangelsisdóm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið í samtali við Reuters. Sagði að ef það þjónaði þjóðarhagsmunum eða stuðlaði að nýjum viðskiptasamningi við Kína myndi hann taka fram fyrir hendur dómsmálaráðuneytisins í málinu. Lu Kang, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi að handtakan hefði verið stór mistök. „Við höfum tjáð Bandaríkjunum og Kanada að við lítum þannig á málið og förum fram á að ríkin leiðrétti þetta þegar í stað og leysi Meng Wanzhou úr haldi,“ sagði Lu og bætti því við að það væri jákvætt ef forseti Bandaríkjanna beitti sér fyrir lausn fjármálastjórans.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00
Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15
Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00