Trump gæti leyst Huawei-stýru úr haldi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. desember 2018 08:00 Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei. Fréttablaðið/EPA Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Bandaríkin fara fram á framsal hennar en málið hefur haft slæm áhrif á samband Bandaríkjanna og Kanada við risann í austri. Samkvæmt Reuters þarf Meng nú að vera með ökklaband og þá þurftu fimm vinir hennar að ábyrgjast að hún myndi ekki flýja með veði í húsum sínum. Dómari í Kanada á eftir að úrskurða um framsalið. Komist hann að því að málið gegn Meng sé nógu sterkt mun hún verða send til Bandaríkjanna þar sem hún á væntanlega ákæru í vændum og mögulega allt að þrjátíu ára fangelsisdóm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið í samtali við Reuters. Sagði að ef það þjónaði þjóðarhagsmunum eða stuðlaði að nýjum viðskiptasamningi við Kína myndi hann taka fram fyrir hendur dómsmálaráðuneytisins í málinu. Lu Kang, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi að handtakan hefði verið stór mistök. „Við höfum tjáð Bandaríkjunum og Kanada að við lítum þannig á málið og förum fram á að ríkin leiðrétti þetta þegar í stað og leysi Meng Wanzhou úr haldi,“ sagði Lu og bætti því við að það væri jákvætt ef forseti Bandaríkjanna beitti sér fyrir lausn fjármálastjórans. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, var látin laus gegn tryggingu í Kanada í gær. Ellefu dagar eru nú liðnir frá því hún var handtekin, að beiðni Bandaríkjamanna, grunuð um að hafa afvegaleitt banka um ítök Huawei í Íran og þar með þá í hættu á því að brjóta gegn viðskiptaþvingunum. Bandaríkin fara fram á framsal hennar en málið hefur haft slæm áhrif á samband Bandaríkjanna og Kanada við risann í austri. Samkvæmt Reuters þarf Meng nú að vera með ökklaband og þá þurftu fimm vinir hennar að ábyrgjast að hún myndi ekki flýja með veði í húsum sínum. Dómari í Kanada á eftir að úrskurða um framsalið. Komist hann að því að málið gegn Meng sé nógu sterkt mun hún verða send til Bandaríkjanna þar sem hún á væntanlega ákæru í vændum og mögulega allt að þrjátíu ára fangelsisdóm. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði sig um málið í samtali við Reuters. Sagði að ef það þjónaði þjóðarhagsmunum eða stuðlaði að nýjum viðskiptasamningi við Kína myndi hann taka fram fyrir hendur dómsmálaráðuneytisins í málinu. Lu Kang, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði á blaðamannafundi að handtakan hefði verið stór mistök. „Við höfum tjáð Bandaríkjunum og Kanada að við lítum þannig á málið og förum fram á að ríkin leiðrétti þetta þegar í stað og leysi Meng Wanzhou úr haldi,“ sagði Lu og bætti því við að það væri jákvætt ef forseti Bandaríkjanna beitti sér fyrir lausn fjármálastjórans.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kína Norður-Ameríka Tengdar fréttir Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00 Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag. 11. desember 2018 07:00
Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15
Kína handtekur kanadískan diplómata Yfirvöld í Kína vildu ekki svara fyrirspurnum miðilsins um málið. 12. desember 2018 07:00