Laxeldisfyrirtæki sýknað af kröfu málsóknarfélags Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2018 22:35 Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir. Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Laxa fiskeldi ehf. og Matvælastofnun af kröfu Náttúruverndar 2 málsóknarfélags um að ógilt verði rekstrarleyfi sem Fiskistofa veitti. Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Stofnfélagar málsóknarfélagsins eru Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Árhvammi, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Hofsá og Sunnudalsás, Veiðifélag Selár, Fremri-Nýpum, Vopnafirði sem fer með veiðirétt landeigenda við Selá, Veiðifélag Breiðdælinga, Heydölum, Breiðdalsvík, sem fer með veiðirétt landeigenda við Breiðdalsá, og Veiðifélag Vesturdalsár, Hamrahlíð 24, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Vesturdalsá. Félagið heldur því fram að ef starfsemi Laxa fiskeldis ehf. byggð á rekstarleyfinu, laxeldi í sjókvíum, nái fram að ganga sé innan fárra ára svo gott sem vissa fyrir eyðingu villtra laxastofna í ám á Íslandi, þar með töldum þeim laxveiðiám sem eru í eigu aðila sem stofnuðu félagið.Ríkið hafi heimild til að setja lög og reglur um auðlindanýtingu Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á rök málsóknarfélagsins, þar með talið að annmarkar á leyfinu leiði til þess að það verði ógilt eða að fella bera það úr gildi því það var útrunnið. Þá taldi dómurinn að ekki hafi verið sýnt fram á neina annmarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar sem geta leitt til þess að rekstrarleyfið verði ógilt. Málsóknarfélagið hélt því fram að lagaheimild skorti til að afhenda Löxum fiskeldi afnot af því hafsvæði þar sem starfsemin fari fram. Um er að ræða hafsvæði utan netlaga en innan landhelgi Íslands. Héraðsdómur Reykjaness benti á að samkvæmt lögum um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins er íslenska ríkið eigandi svæðisins. Svæðið sé á forráðasvæði íslenska ríkisins samkvæmt lögum um landhelgi, efnahagslögsögu og hefur ríkið því heimild til að setja lög og reglur um nýtingu auðlinda, eins og gert hefur verið með lögum um fiskeldi. Var því þessari málsástæðu málsóknarfélagsins hafnað.Ekkert sýndi fram á verulega fjárhagslega hagsmuni starfsmanns Þá vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaður Matvælastofnunar hafi verið vanhæfur til meðferðar á rekstrarleyfi Laxa fiskeldis og það valdi ógildingu rekstrarleyfisins. Vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaðurinn hafi átt persónulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af málinu þar sem hann hafi starfað að hluta sjálfstætt vegna þjónustu á laxeldisfyrirtæki, það er með því að selja bóluefni til eldisfyrirtækja. Héraðsdómur Reykjaness sagði starfsmanninn ekki hafa komið að útgáfu rekstrarleyfisins, heldur veitti fyrir hönd Matvælastofnunar umsögn til Skipulagsstofnunar og var umsögnin aðeins ein af mörgum. Þá taldi Héraðsdómur Reykjaness að ekkert lægi fyrir um að fjárhagslegir hagsmunir starfsmannsins hafi verið svo verulegir að aðkoma hans að undirbúningi málsins geti leitt til þess að rekstrarleyfið yrði ógilt. Var kröfu málsóknarfélagsins því hafnað en dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Laxa fiskeldi ehf. og Matvælastofnun af kröfu Náttúruverndar 2 málsóknarfélags um að ógilt verði rekstrarleyfi sem Fiskistofa veitti. Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Stofnfélagar málsóknarfélagsins eru Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Árhvammi, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Hofsá og Sunnudalsás, Veiðifélag Selár, Fremri-Nýpum, Vopnafirði sem fer með veiðirétt landeigenda við Selá, Veiðifélag Breiðdælinga, Heydölum, Breiðdalsvík, sem fer með veiðirétt landeigenda við Breiðdalsá, og Veiðifélag Vesturdalsár, Hamrahlíð 24, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Vesturdalsá. Félagið heldur því fram að ef starfsemi Laxa fiskeldis ehf. byggð á rekstarleyfinu, laxeldi í sjókvíum, nái fram að ganga sé innan fárra ára svo gott sem vissa fyrir eyðingu villtra laxastofna í ám á Íslandi, þar með töldum þeim laxveiðiám sem eru í eigu aðila sem stofnuðu félagið.Ríkið hafi heimild til að setja lög og reglur um auðlindanýtingu Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á rök málsóknarfélagsins, þar með talið að annmarkar á leyfinu leiði til þess að það verði ógilt eða að fella bera það úr gildi því það var útrunnið. Þá taldi dómurinn að ekki hafi verið sýnt fram á neina annmarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar sem geta leitt til þess að rekstrarleyfið verði ógilt. Málsóknarfélagið hélt því fram að lagaheimild skorti til að afhenda Löxum fiskeldi afnot af því hafsvæði þar sem starfsemin fari fram. Um er að ræða hafsvæði utan netlaga en innan landhelgi Íslands. Héraðsdómur Reykjaness benti á að samkvæmt lögum um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins er íslenska ríkið eigandi svæðisins. Svæðið sé á forráðasvæði íslenska ríkisins samkvæmt lögum um landhelgi, efnahagslögsögu og hefur ríkið því heimild til að setja lög og reglur um nýtingu auðlinda, eins og gert hefur verið með lögum um fiskeldi. Var því þessari málsástæðu málsóknarfélagsins hafnað.Ekkert sýndi fram á verulega fjárhagslega hagsmuni starfsmanns Þá vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaður Matvælastofnunar hafi verið vanhæfur til meðferðar á rekstrarleyfi Laxa fiskeldis og það valdi ógildingu rekstrarleyfisins. Vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaðurinn hafi átt persónulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af málinu þar sem hann hafi starfað að hluta sjálfstætt vegna þjónustu á laxeldisfyrirtæki, það er með því að selja bóluefni til eldisfyrirtækja. Héraðsdómur Reykjaness sagði starfsmanninn ekki hafa komið að útgáfu rekstrarleyfisins, heldur veitti fyrir hönd Matvælastofnunar umsögn til Skipulagsstofnunar og var umsögnin aðeins ein af mörgum. Þá taldi Héraðsdómur Reykjaness að ekkert lægi fyrir um að fjárhagslegir hagsmunir starfsmannsins hafi verið svo verulegir að aðkoma hans að undirbúningi málsins geti leitt til þess að rekstrarleyfið yrði ógilt. Var kröfu málsóknarfélagsins því hafnað en dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00