Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 10:10 Þrátt fyrir ungan aldur hefur Greta Thunberg látið verulega að sér kveða í umræðunni um loftslagsmál. Vísir/EPA Fimmtán ára gömul stúlka frá Svíþjóð sem er í skólaverkfalli til að knýja á um aðgerðir í loftslagsmálum lét fulltrúa ríkja heims heyra það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í fyrradag. Sagði hún þá óttast að grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða og að þeir væru að stela framtíð barna. Greta Thunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Verkfall Thunberg hefur vakið heimsathygli og var henni í kjölfarið boðið að taka til máls á COP24-loftslagsráðstefnu SÞ í Katowice í Póllandi sem á að ljúka í dag. „Ég bjóst við að það væri meira um aðgerðir og minna um tal, þetta er aðallega bara spjall. Þetta er magnað tækifæri en ef þetta heldur áfram eins og núna munum við aldrei ná neinum árangri,“ hafði vefsíðan Grist eftir Thunberg í síðustu viku. Í ávarpi sem Thunberg hélt á miðvikudagskvöld fordæmdi hún aðgerðaleysi ríkja heims gegn yfirvofandi loftslagsvá. „Þið talið bara um endalausan grænan hagvöxt vegna þess að þið eruð of hrædd við að vera óvinsæl. Þið talið bara um að halda áfram með sömu vondu hugmyndirnar sem komu okkur í þessi vandræði jafnvel þó að það skynsamlegasta væri að taka í neyðarhemilinn. Þið eruð ekki nógu þroskuð til að segja hlutina eins og þeir eru. Þið skiljið meira að segja þær byrðar eftir fyrir okkur börnin,“ sagði Thunberg. Sagði hún að verið væri að fórna siðmenningu manna fyrir gróða örfárra einstaklinga og lífhvolfi jarðar væri fórnað svo að auðugt fólk í löndum eins og Svíþjóð gæti áfram lifað í vellystingum. Þægindi fárra væru keypt með þjáningum margra. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði hún.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ávarp Thunberg á myndbandi bandarísku vefsíðunnar Democracy Now! Evrópa Loftslagsmál Norðurlönd Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 „Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Fimmtán ára gömul stúlka frá Svíþjóð sem er í skólaverkfalli til að knýja á um aðgerðir í loftslagsmálum lét fulltrúa ríkja heims heyra það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í fyrradag. Sagði hún þá óttast að grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða og að þeir væru að stela framtíð barna. Greta Thunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Verkfall Thunberg hefur vakið heimsathygli og var henni í kjölfarið boðið að taka til máls á COP24-loftslagsráðstefnu SÞ í Katowice í Póllandi sem á að ljúka í dag. „Ég bjóst við að það væri meira um aðgerðir og minna um tal, þetta er aðallega bara spjall. Þetta er magnað tækifæri en ef þetta heldur áfram eins og núna munum við aldrei ná neinum árangri,“ hafði vefsíðan Grist eftir Thunberg í síðustu viku. Í ávarpi sem Thunberg hélt á miðvikudagskvöld fordæmdi hún aðgerðaleysi ríkja heims gegn yfirvofandi loftslagsvá. „Þið talið bara um endalausan grænan hagvöxt vegna þess að þið eruð of hrædd við að vera óvinsæl. Þið talið bara um að halda áfram með sömu vondu hugmyndirnar sem komu okkur í þessi vandræði jafnvel þó að það skynsamlegasta væri að taka í neyðarhemilinn. Þið eruð ekki nógu þroskuð til að segja hlutina eins og þeir eru. Þið skiljið meira að segja þær byrðar eftir fyrir okkur börnin,“ sagði Thunberg. Sagði hún að verið væri að fórna siðmenningu manna fyrir gróða örfárra einstaklinga og lífhvolfi jarðar væri fórnað svo að auðugt fólk í löndum eins og Svíþjóð gæti áfram lifað í vellystingum. Þægindi fárra væru keypt með þjáningum margra. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði hún.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ávarp Thunberg á myndbandi bandarísku vefsíðunnar Democracy Now!
Evrópa Loftslagsmál Norðurlönd Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 „Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52
„Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00