Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 10:10 Þrátt fyrir ungan aldur hefur Greta Thunberg látið verulega að sér kveða í umræðunni um loftslagsmál. Vísir/EPA Fimmtán ára gömul stúlka frá Svíþjóð sem er í skólaverkfalli til að knýja á um aðgerðir í loftslagsmálum lét fulltrúa ríkja heims heyra það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í fyrradag. Sagði hún þá óttast að grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða og að þeir væru að stela framtíð barna. Greta Thunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Verkfall Thunberg hefur vakið heimsathygli og var henni í kjölfarið boðið að taka til máls á COP24-loftslagsráðstefnu SÞ í Katowice í Póllandi sem á að ljúka í dag. „Ég bjóst við að það væri meira um aðgerðir og minna um tal, þetta er aðallega bara spjall. Þetta er magnað tækifæri en ef þetta heldur áfram eins og núna munum við aldrei ná neinum árangri,“ hafði vefsíðan Grist eftir Thunberg í síðustu viku. Í ávarpi sem Thunberg hélt á miðvikudagskvöld fordæmdi hún aðgerðaleysi ríkja heims gegn yfirvofandi loftslagsvá. „Þið talið bara um endalausan grænan hagvöxt vegna þess að þið eruð of hrædd við að vera óvinsæl. Þið talið bara um að halda áfram með sömu vondu hugmyndirnar sem komu okkur í þessi vandræði jafnvel þó að það skynsamlegasta væri að taka í neyðarhemilinn. Þið eruð ekki nógu þroskuð til að segja hlutina eins og þeir eru. Þið skiljið meira að segja þær byrðar eftir fyrir okkur börnin,“ sagði Thunberg. Sagði hún að verið væri að fórna siðmenningu manna fyrir gróða örfárra einstaklinga og lífhvolfi jarðar væri fórnað svo að auðugt fólk í löndum eins og Svíþjóð gæti áfram lifað í vellystingum. Þægindi fárra væru keypt með þjáningum margra. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði hún.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ávarp Thunberg á myndbandi bandarísku vefsíðunnar Democracy Now! Evrópa Loftslagsmál Norðurlönd Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 „Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Fimmtán ára gömul stúlka frá Svíþjóð sem er í skólaverkfalli til að knýja á um aðgerðir í loftslagsmálum lét fulltrúa ríkja heims heyra það á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í fyrradag. Sagði hún þá óttast að grípa til óvinsælla en nauðsynlegra aðgerða og að þeir væru að stela framtíð barna. Greta Thunberg hefur farið úr skóla á hverjum föstudegi undanfarna mánuði til að sitja fyrir utan sænska þingið í Stokkhólmi. Þar mótmælir hún því sem hún telur hægagang í loftslagsaðgerðum sænsku ríkisstjórnarinnar. Verkfall Thunberg hefur vakið heimsathygli og var henni í kjölfarið boðið að taka til máls á COP24-loftslagsráðstefnu SÞ í Katowice í Póllandi sem á að ljúka í dag. „Ég bjóst við að það væri meira um aðgerðir og minna um tal, þetta er aðallega bara spjall. Þetta er magnað tækifæri en ef þetta heldur áfram eins og núna munum við aldrei ná neinum árangri,“ hafði vefsíðan Grist eftir Thunberg í síðustu viku. Í ávarpi sem Thunberg hélt á miðvikudagskvöld fordæmdi hún aðgerðaleysi ríkja heims gegn yfirvofandi loftslagsvá. „Þið talið bara um endalausan grænan hagvöxt vegna þess að þið eruð of hrædd við að vera óvinsæl. Þið talið bara um að halda áfram með sömu vondu hugmyndirnar sem komu okkur í þessi vandræði jafnvel þó að það skynsamlegasta væri að taka í neyðarhemilinn. Þið eruð ekki nógu þroskuð til að segja hlutina eins og þeir eru. Þið skiljið meira að segja þær byrðar eftir fyrir okkur börnin,“ sagði Thunberg. Sagði hún að verið væri að fórna siðmenningu manna fyrir gróða örfárra einstaklinga og lífhvolfi jarðar væri fórnað svo að auðugt fólk í löndum eins og Svíþjóð gæti áfram lifað í vellystingum. Þægindi fárra væru keypt með þjáningum margra. „Þið segið að þið elskið börnin ykkar heitar en nokkuð annað en samt eruð þið að stela framtíð þeirra beint fyrir framan nefið á þeim,“ sagði hún.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá ávarp Thunberg á myndbandi bandarísku vefsíðunnar Democracy Now!
Evrópa Loftslagsmál Norðurlönd Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52 „Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Ísland fagnar vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins sem Bandaríkin og fleiri olíuríki vildu gera minna úr á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 12. desember 2018 14:52
„Siðlaust og stórskaðlegt“ að taka ekki á hnattrænni hlýnun Framkvæmdastjóri SÞ virðist hafa áhyggjur af því að illa gangi að ná samkomulagi á loftslagsráðstefnunni í Póllandi. 13. desember 2018 13:31
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00