Heimsmeistarinn slapp með skrekkinn og eina konan er úr leik á HM í pílu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2018 10:44 Lisa Ashton var eina konan í úrslitum HM í pílu í ár. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í pílu hófst í gærkvöldi með fjórum viðureignum í 64 manna úrslitum og flestar augu voru örugglega á ríkjandi heimsmeistara og einu konunni sem komst í úrslitakeppnina í ár. Eins og alltaf á þessum tíma ársins þá keppa besta pílufólk heims um heimsmeistaratitilinn og að þessu sinni er keppt um 2019 titilinn. Úrslitaleikur mótsins fer fram 1. janúar næstkomandi. Stöð 2 Sport fylgist vel með heimsmeistaramótinu að þessu sinni og eru beinar útsendingar á næstum því hverjum degi fram á nýársdag. Heimsmeistarinn Rob Cross frá Englandi tapaði fyrsta setti 3-0 á móti Hollendingnum Jeffrey de Zwaan en tókst að merja 3-2 sigur í setti tvö og tryggði sér síðan sæti í 32 manna úrslitum með því að vinna þriðja og fjórða settið 3-1. Jeffrey de Zwaan hafði fyrr um kvöldið slegið út Nitin Kumar frá Indlandi. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Rob Cross í gær. Lisa Ashton var eina konan sem keppir í úrslitunum í ár og hún byrjaði frábærlega á móti Hollendingnum Jan Dekker með því að vinna fyrsta settið 3-0. Jan Dekker var brugðið enda fékk Lisa mikinn stuðning í salnum en Hollendingnum tókst engu að síður að koma sterkur til baka og vinna þrjú sett í röð, 3-0, 3-2 og 3-1. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Jan Dekker og Lisa Ashton í gær. Cody Harris frá Nýja Sjálandi komst einnig áfram í gær. Cody Harris vann frekar óvæntan sigur á Martin Schindler frá Þýskalandi í jöfnum og skemmtilegum leik. Úrslitin réðust ekki fyrr en í oddasettinu sem Harris vann 3-1. Átta viðureignir fara fram í dag, sex í 64 manna úrslitum og tvær í 32 manna úrslitum. 32 bestu pílararnir sátu hjá í fyrstu umferðinni. Tvær útsendingar verða frá HM í pílu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Sú fyrri klukkan 12.30 og sú seinni klukkan 19.00. Aðrar íþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílu hófst í gærkvöldi með fjórum viðureignum í 64 manna úrslitum og flestar augu voru örugglega á ríkjandi heimsmeistara og einu konunni sem komst í úrslitakeppnina í ár. Eins og alltaf á þessum tíma ársins þá keppa besta pílufólk heims um heimsmeistaratitilinn og að þessu sinni er keppt um 2019 titilinn. Úrslitaleikur mótsins fer fram 1. janúar næstkomandi. Stöð 2 Sport fylgist vel með heimsmeistaramótinu að þessu sinni og eru beinar útsendingar á næstum því hverjum degi fram á nýársdag. Heimsmeistarinn Rob Cross frá Englandi tapaði fyrsta setti 3-0 á móti Hollendingnum Jeffrey de Zwaan en tókst að merja 3-2 sigur í setti tvö og tryggði sér síðan sæti í 32 manna úrslitum með því að vinna þriðja og fjórða settið 3-1. Jeffrey de Zwaan hafði fyrr um kvöldið slegið út Nitin Kumar frá Indlandi. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Rob Cross í gær. Lisa Ashton var eina konan sem keppir í úrslitunum í ár og hún byrjaði frábærlega á móti Hollendingnum Jan Dekker með því að vinna fyrsta settið 3-0. Jan Dekker var brugðið enda fékk Lisa mikinn stuðning í salnum en Hollendingnum tókst engu að síður að koma sterkur til baka og vinna þrjú sett í röð, 3-0, 3-2 og 3-1. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af Jan Dekker og Lisa Ashton í gær. Cody Harris frá Nýja Sjálandi komst einnig áfram í gær. Cody Harris vann frekar óvæntan sigur á Martin Schindler frá Þýskalandi í jöfnum og skemmtilegum leik. Úrslitin réðust ekki fyrr en í oddasettinu sem Harris vann 3-1. Átta viðureignir fara fram í dag, sex í 64 manna úrslitum og tvær í 32 manna úrslitum. 32 bestu pílararnir sátu hjá í fyrstu umferðinni. Tvær útsendingar verða frá HM í pílu á Stöð 2 Sport 2 í dag. Sú fyrri klukkan 12.30 og sú seinni klukkan 19.00.
Aðrar íþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Sjá meira