Einstæðingar feimnir við að þiggja boð í glæsilega jólaveislu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 14:54 Feðgarnir Viktor Joensen og Bergleif Joensen hvetja fólk til að hringja og boða komu sína. Feðgarnir Viktor Joensen og Bergleif Joensen standa fyrir sannkallaðri jólaveislu að kvöldi aðfangadags. Þangað er þeim boðið sem reikna með að vera einir um jólin. Fjölmargir leggja hönd á plóg og hvetja feðgarnir fólk til að hafa samband og skrá sig. Engin ástæða sé til feimni en Bergleif þekkir það sjálfur vel að vera einn um hátíðarnar. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook-síðu Cafe Orange í Ármúla 4 þar sem veislan fer fram. Um er að ræða þriggja rétta hátíðarkvöldverð auk þess sem jólagjafir verða í boði fyrir þá sem verða ekki með fjölskyldum sínum á aðfangadagskvöld. Geir Ólafsson söngvari hefur boðað komu sína. „Þetta var eiginlega bara hugmynd hjá pabba. Mér fannst hún góð og langaði að gera þetta þótt ég væri aðeins efins í fyrstu,“ segir Viktor. Pabbi hans þekki af ýmsum ástæðum hvernig það sé að vera einn um jólin. „Hann langaði bara til að halda veislu!“ Bergleif rekur Cafe Orange ásamt Tómasi Hilmar. Staðurinn tekur að sögn Viktors um 40 manns en þeir reikna með að geta tekið 50 manns í mat. „Við ætlum að gera eins mikið og við getum og reyna að koma eins mörgum fyrir og við getum,“ segir Viktor. Það sé erfitt að segja nei við fólk á þessum degi. Viktor segir nokkra hafa boðað komu sína síðan viðburðurinn var auglýstur á miðvikudaginn. Hann vill þó fylla staðinn. „Fólk virðist feimið við að hringja. Við viljum koma því á framfæri að þetta er ekkert mál og höfum algjöran skilning á því að fólk þarf á hjálp að halda,“ segir Viktor. Hann þakkar hlýjar viðtökur og þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem leggja hönd á plóg. Jól Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Feðgarnir Viktor Joensen og Bergleif Joensen standa fyrir sannkallaðri jólaveislu að kvöldi aðfangadags. Þangað er þeim boðið sem reikna með að vera einir um jólin. Fjölmargir leggja hönd á plóg og hvetja feðgarnir fólk til að hafa samband og skrá sig. Engin ástæða sé til feimni en Bergleif þekkir það sjálfur vel að vera einn um hátíðarnar. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook-síðu Cafe Orange í Ármúla 4 þar sem veislan fer fram. Um er að ræða þriggja rétta hátíðarkvöldverð auk þess sem jólagjafir verða í boði fyrir þá sem verða ekki með fjölskyldum sínum á aðfangadagskvöld. Geir Ólafsson söngvari hefur boðað komu sína. „Þetta var eiginlega bara hugmynd hjá pabba. Mér fannst hún góð og langaði að gera þetta þótt ég væri aðeins efins í fyrstu,“ segir Viktor. Pabbi hans þekki af ýmsum ástæðum hvernig það sé að vera einn um jólin. „Hann langaði bara til að halda veislu!“ Bergleif rekur Cafe Orange ásamt Tómasi Hilmar. Staðurinn tekur að sögn Viktors um 40 manns en þeir reikna með að geta tekið 50 manns í mat. „Við ætlum að gera eins mikið og við getum og reyna að koma eins mörgum fyrir og við getum,“ segir Viktor. Það sé erfitt að segja nei við fólk á þessum degi. Viktor segir nokkra hafa boðað komu sína síðan viðburðurinn var auglýstur á miðvikudaginn. Hann vill þó fylla staðinn. „Fólk virðist feimið við að hringja. Við viljum koma því á framfæri að þetta er ekkert mál og höfum algjöran skilning á því að fólk þarf á hjálp að halda,“ segir Viktor. Hann þakkar hlýjar viðtökur og þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem leggja hönd á plóg.
Jól Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira