Rannsaka andlát sjö ára stúlku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2018 08:57 Landamæraeftirlitið segir að landamæraverðir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að lífga stúlkuna við. AP/Roberto E. Rosales Andlát sjö ára stúlku frá Gvatemala sem lést í haldi landamæraeftirlitsins í Bandaríkjunum er nú til rannsóknar. Stúlkan, Jakelin Caal Maquin var hneppt í varðhald ásamt föður sínum eftir að hún reyndi að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og lést nokkrum klukkutímum síðar. Fyrst var greint frá andláti stúlkunnar í gær og þá var talið að hún hefði látist af völdum ofþornunar og blóðeitrunar og talið væri að hún hefði verið án matar og vatns í marga daga á ferðalaginu. Landamæraeftirlitið hafnar þessu og segir að feðginin hafi haft greiðan aðganga að vatni og mat. Eftirlitsstofnun rannsakar nú málið og mun skila skýrslu að þeirri vinnu lokinni. Landamæraeftirlitið segir að stúlkan hafi verið hneppt í varðhald fyrir að koma ólöglega til Bandaríkjanna kvöldið 6. desember. Hún hafi þá undirgengist skoðun og í henni hafi engir heilsukvillar fundist. Henni hafi verið haldið á stað þar sem var matur, vatn og aðgangur að salerni áður en hún fór um borð í rútu ásamt föður sínum rúma 150 kílómetra að næstu landamærastöð. Stúlkan hafi hins vegar kastað upp um borð í rútunni og síðar hætt að anda. Þegar rútan kom á landamærastöðina fékk hún fyrstu hjálp og var lífguð við tvisvar áður en hún var send á spítala í El Paso. Þar hafi hún látist eftir að hafa farið í hjartastopp og var greind með bólgur í heila og lifrarbilun. Landamæraeftirlitið segir að landamæraverðir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að lífga stúlkuna við. Ýmsir Demókratar hafa kallað eftir afsögnum vegna málsins en aðrir, meðal annars Hillary Clinton fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segja málið hluta af krísunni á landamærunum við Mexíkó. Bandaríkin Flóttamenn Gvatemala Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Andlát sjö ára stúlku frá Gvatemala sem lést í haldi landamæraeftirlitsins í Bandaríkjunum er nú til rannsóknar. Stúlkan, Jakelin Caal Maquin var hneppt í varðhald ásamt föður sínum eftir að hún reyndi að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og lést nokkrum klukkutímum síðar. Fyrst var greint frá andláti stúlkunnar í gær og þá var talið að hún hefði látist af völdum ofþornunar og blóðeitrunar og talið væri að hún hefði verið án matar og vatns í marga daga á ferðalaginu. Landamæraeftirlitið hafnar þessu og segir að feðginin hafi haft greiðan aðganga að vatni og mat. Eftirlitsstofnun rannsakar nú málið og mun skila skýrslu að þeirri vinnu lokinni. Landamæraeftirlitið segir að stúlkan hafi verið hneppt í varðhald fyrir að koma ólöglega til Bandaríkjanna kvöldið 6. desember. Hún hafi þá undirgengist skoðun og í henni hafi engir heilsukvillar fundist. Henni hafi verið haldið á stað þar sem var matur, vatn og aðgangur að salerni áður en hún fór um borð í rútu ásamt föður sínum rúma 150 kílómetra að næstu landamærastöð. Stúlkan hafi hins vegar kastað upp um borð í rútunni og síðar hætt að anda. Þegar rútan kom á landamærastöðina fékk hún fyrstu hjálp og var lífguð við tvisvar áður en hún var send á spítala í El Paso. Þar hafi hún látist eftir að hafa farið í hjartastopp og var greind með bólgur í heila og lifrarbilun. Landamæraeftirlitið segir að landamæraverðir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að lífga stúlkuna við. Ýmsir Demókratar hafa kallað eftir afsögnum vegna málsins en aðrir, meðal annars Hillary Clinton fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segja málið hluta af krísunni á landamærunum við Mexíkó.
Bandaríkin Flóttamenn Gvatemala Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59