Rannsaka andlát sjö ára stúlku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2018 08:57 Landamæraeftirlitið segir að landamæraverðir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að lífga stúlkuna við. AP/Roberto E. Rosales Andlát sjö ára stúlku frá Gvatemala sem lést í haldi landamæraeftirlitsins í Bandaríkjunum er nú til rannsóknar. Stúlkan, Jakelin Caal Maquin var hneppt í varðhald ásamt föður sínum eftir að hún reyndi að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og lést nokkrum klukkutímum síðar. Fyrst var greint frá andláti stúlkunnar í gær og þá var talið að hún hefði látist af völdum ofþornunar og blóðeitrunar og talið væri að hún hefði verið án matar og vatns í marga daga á ferðalaginu. Landamæraeftirlitið hafnar þessu og segir að feðginin hafi haft greiðan aðganga að vatni og mat. Eftirlitsstofnun rannsakar nú málið og mun skila skýrslu að þeirri vinnu lokinni. Landamæraeftirlitið segir að stúlkan hafi verið hneppt í varðhald fyrir að koma ólöglega til Bandaríkjanna kvöldið 6. desember. Hún hafi þá undirgengist skoðun og í henni hafi engir heilsukvillar fundist. Henni hafi verið haldið á stað þar sem var matur, vatn og aðgangur að salerni áður en hún fór um borð í rútu ásamt föður sínum rúma 150 kílómetra að næstu landamærastöð. Stúlkan hafi hins vegar kastað upp um borð í rútunni og síðar hætt að anda. Þegar rútan kom á landamærastöðina fékk hún fyrstu hjálp og var lífguð við tvisvar áður en hún var send á spítala í El Paso. Þar hafi hún látist eftir að hafa farið í hjartastopp og var greind með bólgur í heila og lifrarbilun. Landamæraeftirlitið segir að landamæraverðir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að lífga stúlkuna við. Ýmsir Demókratar hafa kallað eftir afsögnum vegna málsins en aðrir, meðal annars Hillary Clinton fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segja málið hluta af krísunni á landamærunum við Mexíkó. Bandaríkin Flóttamenn Gvatemala Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Andlát sjö ára stúlku frá Gvatemala sem lést í haldi landamæraeftirlitsins í Bandaríkjunum er nú til rannsóknar. Stúlkan, Jakelin Caal Maquin var hneppt í varðhald ásamt föður sínum eftir að hún reyndi að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna og lést nokkrum klukkutímum síðar. Fyrst var greint frá andláti stúlkunnar í gær og þá var talið að hún hefði látist af völdum ofþornunar og blóðeitrunar og talið væri að hún hefði verið án matar og vatns í marga daga á ferðalaginu. Landamæraeftirlitið hafnar þessu og segir að feðginin hafi haft greiðan aðganga að vatni og mat. Eftirlitsstofnun rannsakar nú málið og mun skila skýrslu að þeirri vinnu lokinni. Landamæraeftirlitið segir að stúlkan hafi verið hneppt í varðhald fyrir að koma ólöglega til Bandaríkjanna kvöldið 6. desember. Hún hafi þá undirgengist skoðun og í henni hafi engir heilsukvillar fundist. Henni hafi verið haldið á stað þar sem var matur, vatn og aðgangur að salerni áður en hún fór um borð í rútu ásamt föður sínum rúma 150 kílómetra að næstu landamærastöð. Stúlkan hafi hins vegar kastað upp um borð í rútunni og síðar hætt að anda. Þegar rútan kom á landamærastöðina fékk hún fyrstu hjálp og var lífguð við tvisvar áður en hún var send á spítala í El Paso. Þar hafi hún látist eftir að hafa farið í hjartastopp og var greind með bólgur í heila og lifrarbilun. Landamæraeftirlitið segir að landamæraverðir hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að lífga stúlkuna við. Ýmsir Demókratar hafa kallað eftir afsögnum vegna málsins en aðrir, meðal annars Hillary Clinton fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segja málið hluta af krísunni á landamærunum við Mexíkó.
Bandaríkin Flóttamenn Gvatemala Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Sjá meira
Sjö ára stúlka lést í haldi landamærayfirvalda Sjö ára gömul stúlka sem reynt hafði ásamt föður sínum að komast ólöglega yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna lést nokkrum klukkustundum eftir að hafa verið hneppt í varðhald, þegar tilraunin mistókst. 14. desember 2018 07:59