Segir róttækni í orðum verkalýðsforystunnar geta komið niður á lífskjörum almennings Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. desember 2018 13:19 Gylfi Zoega hagfræðiprófessor. Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. Gylfi var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi meðal annars íslensku krónuna, málefni íslensku flugfélaganna í samhengi við hagkerfið og stöðuna sem er uppi á vinnumarkaðinum. Þá ræddi hann um grein eftir hann sem birtist nýverið í tímaritinu Vísbendingu. Þar varar hann við of mikilli róttækni verkalýðsforystunnar og þeim áhrifum sem hún gæti haft. „Þessi grein var kurteisleg ábending til verkalýðsforingja að nú væri nóg komið. Það væri komin þessi 12% gengisveiking. Það er ekki innistæða fyrir mikið meiri gengisveikingu.“ Í viðtalinu sagði Gylfi ástandið hér á landi vera nokkuð gott. Olíuverð hafi lækkað, viðskiptakjör batnað og að ferðamannastraumurinn hingað sé enn mikill. Því segir hann að hægt sé að segja að gengi krónunnar sé á nokkuð góðum stað og lítil ástæða til þess að ætla að hún lækki mikið meira. „En þessi skarkali getur hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu. Frekari gengisveiking mun þá auka hagnað fyrirtækjanna og minnka kaupmátt launafólks. Það er óþarfi. Svo þetta var kurteislega ábending að í þessu kerfi sem við erum núna, verðum við að standa saman til þess að heildarútkoman sé ekki slæm.“ Gylfi segir að mikilvægt sé að fólk sé tilbúið að „leika leikinn saman“ til þess að ná sem bestum árangri í því kerfi sem nú er við lýði á Íslandi. Í fullkomnum heimi myndi stjórnmálafólk á vinstri væng stjórnmálanna viðurkenna að öflug fyrirtæki væru nauðsynleg til þess að halda uppi lífskjörum. Sömuleiðis myndi hægrisinnaðra fólk þurfa að viðurkenna að velferðarkerfi og launajöfnuður væru þættir sem hefðu mikið um lífskjör almennings að segja. „Þegar það er samið á vinnumarkaði þá semji menn af ábyrgð og spyrji „hvar kreppir skóinn, hvaða fólk er það sem hefur það slæmt,“ og reynum að gera eitthvað fyrir það í fullri sátt og samvinnu. Ekki kveikja elda. Ef að það eru stálin stinn alls staðar þá bitnar það á þessum hlutum. Krónan fer niður, kaupmáttur þess fólks sem við viljum bæta versnar. Gylfi segir kjaraviðræður mismunandi hópa vera eðlilegan hluta af vinnumarkaðinum, en hann myndi ekki stimpla þær sem „stéttaátök í marxískum skilningi.“Umræðan í samhengi við verkalýðsleiðtoga í gulum vestum Ljóst er að umræðan um róttækni verkalýðsforystunnar á við einhver rök að styðjast en stutt er síðan fréttir bárust af því að verkalýðsforingjar væru farnir að sækja innblástur frá mótmælum svokallaðra gulvestunga í Frakklandi, sem undanfarnar vikur hafa mótmælt ríkisstjórn Frakklands klæddir hinum afar einkennandi gulu öryggisvestum. Formenn VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa til að mynda báðir orðið sér úti um slík vesti, auk þess sem vestin voru seld á markaði Sósíalistaflokksins í gær, eins og sjá mátti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sprengisandur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að skarkali á vinnumarkaði og róttækni í orðum geti að endingu komið niður á lífskjörum almennings í landinu. Hann bendir á að lífskjör á Íslandi séu almennt góð og að þegar sest er að samningaborði á vinnumarkaði verði að semja af ábyrgð. Gylfi var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í dag þar sem hann ræddi meðal annars íslensku krónuna, málefni íslensku flugfélaganna í samhengi við hagkerfið og stöðuna sem er uppi á vinnumarkaðinum. Þá ræddi hann um grein eftir hann sem birtist nýverið í tímaritinu Vísbendingu. Þar varar hann við of mikilli róttækni verkalýðsforystunnar og þeim áhrifum sem hún gæti haft. „Þessi grein var kurteisleg ábending til verkalýðsforingja að nú væri nóg komið. Það væri komin þessi 12% gengisveiking. Það er ekki innistæða fyrir mikið meiri gengisveikingu.“ Í viðtalinu sagði Gylfi ástandið hér á landi vera nokkuð gott. Olíuverð hafi lækkað, viðskiptakjör batnað og að ferðamannastraumurinn hingað sé enn mikill. Því segir hann að hægt sé að segja að gengi krónunnar sé á nokkuð góðum stað og lítil ástæða til þess að ætla að hún lækki mikið meira. „En þessi skarkali getur hæglega orðið til þess að krónan veikist enn meira í vetur, sem bitnar mest á umbjóðendum verkalýðsfélaganna, sem er almenningur í landinu. Frekari gengisveiking mun þá auka hagnað fyrirtækjanna og minnka kaupmátt launafólks. Það er óþarfi. Svo þetta var kurteislega ábending að í þessu kerfi sem við erum núna, verðum við að standa saman til þess að heildarútkoman sé ekki slæm.“ Gylfi segir að mikilvægt sé að fólk sé tilbúið að „leika leikinn saman“ til þess að ná sem bestum árangri í því kerfi sem nú er við lýði á Íslandi. Í fullkomnum heimi myndi stjórnmálafólk á vinstri væng stjórnmálanna viðurkenna að öflug fyrirtæki væru nauðsynleg til þess að halda uppi lífskjörum. Sömuleiðis myndi hægrisinnaðra fólk þurfa að viðurkenna að velferðarkerfi og launajöfnuður væru þættir sem hefðu mikið um lífskjör almennings að segja. „Þegar það er samið á vinnumarkaði þá semji menn af ábyrgð og spyrji „hvar kreppir skóinn, hvaða fólk er það sem hefur það slæmt,“ og reynum að gera eitthvað fyrir það í fullri sátt og samvinnu. Ekki kveikja elda. Ef að það eru stálin stinn alls staðar þá bitnar það á þessum hlutum. Krónan fer niður, kaupmáttur þess fólks sem við viljum bæta versnar. Gylfi segir kjaraviðræður mismunandi hópa vera eðlilegan hluta af vinnumarkaðinum, en hann myndi ekki stimpla þær sem „stéttaátök í marxískum skilningi.“Umræðan í samhengi við verkalýðsleiðtoga í gulum vestum Ljóst er að umræðan um róttækni verkalýðsforystunnar á við einhver rök að styðjast en stutt er síðan fréttir bárust af því að verkalýðsforingjar væru farnir að sækja innblástur frá mótmælum svokallaðra gulvestunga í Frakklandi, sem undanfarnar vikur hafa mótmælt ríkisstjórn Frakklands klæddir hinum afar einkennandi gulu öryggisvestum. Formenn VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa til að mynda báðir orðið sér úti um slík vesti, auk þess sem vestin voru seld á markaði Sósíalistaflokksins í gær, eins og sjá mátti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Sprengisandur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira