Minjastofnun segir friðun Víkurgarðs ekki hafa áhrif á hótelbyggingu Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2018 18:45 Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu vikum eða mánuðum taka afstöðu til tillögu Minjastofnunar um friðun Víkurgarðs, gamla kirkjugarðsins, í miðborg Reykjavíkur. Stofnunin telur mikilvægt að varðveita minjar um elsta kirkjustað Reykvíkinga og kirkjugarð. Töluverðar deilur hafa staðið um byggingu hótels á gamla Landsímareitnum undanfarin misseri og hefur hópur sem kallar sig vini Víkurgarðs reynt að stöðva að minnsta kosti hluta byggingarinnar. Nú í byrjun desember sendi Minjastofnun ítarlega tillögu til menntamálaráðherra um friðun Víkurgarðs. Byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar á nýju hóteli við Víkurkirkjugarð og nú þegar er búið að rífa stóran hluta gömlu höfuðstöðva Landssímans. Eftir því sem við komumst næst mun friðlýsing Minjastofnunar ef að verður ekki hafa áhrif á þessar byggingaframkvæmdir. Fornminjanefnd styður hugmyndir Minjastofnunar samkvæmt því erindi sem stofnunin hefur sent mennta- og menniungarmálaráðherra vegna þess að um sé að ræða menningarsögulegar minjar með mikið varðveislugildi sem hefði átt að friða fyrir löngu. Innan Minjastofnunar er vilji til þess að sögu garðsins sé gert hærra undir höfði og að sögulegar minjar í miðborg Reykjavíkur verði almennt betur kortlagðar og hugsanlega friðlýstar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur endanlegt úrskurðarvald um friðlýsingu garðsins, sem nær frá vesturhlið væntanlegs hótels að Aðalstræti.Hvað gerist þá næst í málinu? „Það sem við erum að gera er að fara yfir erindið. Við þurfum auðvitað að gera það mjög gaumgæfilega eins og öll erindi sem berast hingað. Þannig að málið er í skoðun í þessu ráðuneyti eins og staðan er í dag.“Er þetta eitthvað sem ráðuneytið mun afgreiða á þessu ári eða fer þetta eitthvað inn á næsta ár? „Það er erfitt að segja til um það. Ég er að fara yfir gögnin á þessu stigi málsins. Eins og hefur komið fram er þetta er stórt mál. Við viljum vanda hér til verks og við munum gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Borgarstjórn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu vikum eða mánuðum taka afstöðu til tillögu Minjastofnunar um friðun Víkurgarðs, gamla kirkjugarðsins, í miðborg Reykjavíkur. Stofnunin telur mikilvægt að varðveita minjar um elsta kirkjustað Reykvíkinga og kirkjugarð. Töluverðar deilur hafa staðið um byggingu hótels á gamla Landsímareitnum undanfarin misseri og hefur hópur sem kallar sig vini Víkurgarðs reynt að stöðva að minnsta kosti hluta byggingarinnar. Nú í byrjun desember sendi Minjastofnun ítarlega tillögu til menntamálaráðherra um friðun Víkurgarðs. Byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar á nýju hóteli við Víkurkirkjugarð og nú þegar er búið að rífa stóran hluta gömlu höfuðstöðva Landssímans. Eftir því sem við komumst næst mun friðlýsing Minjastofnunar ef að verður ekki hafa áhrif á þessar byggingaframkvæmdir. Fornminjanefnd styður hugmyndir Minjastofnunar samkvæmt því erindi sem stofnunin hefur sent mennta- og menniungarmálaráðherra vegna þess að um sé að ræða menningarsögulegar minjar með mikið varðveislugildi sem hefði átt að friða fyrir löngu. Innan Minjastofnunar er vilji til þess að sögu garðsins sé gert hærra undir höfði og að sögulegar minjar í miðborg Reykjavíkur verði almennt betur kortlagðar og hugsanlega friðlýstar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur endanlegt úrskurðarvald um friðlýsingu garðsins, sem nær frá vesturhlið væntanlegs hótels að Aðalstræti.Hvað gerist þá næst í málinu? „Það sem við erum að gera er að fara yfir erindið. Við þurfum auðvitað að gera það mjög gaumgæfilega eins og öll erindi sem berast hingað. Þannig að málið er í skoðun í þessu ráðuneyti eins og staðan er í dag.“Er þetta eitthvað sem ráðuneytið mun afgreiða á þessu ári eða fer þetta eitthvað inn á næsta ár? „Það er erfitt að segja til um það. Ég er að fara yfir gögnin á þessu stigi málsins. Eins og hefur komið fram er þetta er stórt mál. Við viljum vanda hér til verks og við munum gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Borgarstjórn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Sjá meira