Útlit fyrir rok og rigningu á aðfangadag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 09:30 Úrkomuspá Veðurstofunnar fyrir klukkan 18 á aðfangadag. Mynd/Veðurstofa Íslands Fastlega má gera ráð fyrir því að jólaveðrið í ár á höfuðborgarsvæðinu og víðar verði rok og rigning. Spáð er nokkuð hvassri suðvestanátt og talsverðri úrkomu á aðfangadag. „Þetta er ekki mjög skemmtilegt veður sem spárnar eru að bjóða upp á núna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í úrkomuspá Veðurstofunnar á vef hennar má sjá að stór grænn blettur, sem táknar magn úrkomu, nær allt frá Vestfjörðum að Mýrdalsjökli. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði suðvestanátt og svona frekar hvasst með rigningu. Það er ekki verið að bjóða upp á neitt skemmtilegt veður,“ segir Birta Líf. Það er þó smá von um að veðrið verði ekki jafn leiðinlegt á aðfangadag en þessi spá gerir ráð fyrir en Birta Líf segir að spáin sem birtist á vef Veðurstofunnar sé gerð eftir evrópskum spálíkönum. Veðurstofan hefur einnig aðgang að bandarísku spálíkani og samkvæmt því er gert ráð fyrir minni úrkomu og minna hvassviðri. „Við erum með líka með bandaríska spá sem er notuð minna en er samt til viðmiðunar. Hún er ekki jafn slæm. Það er yfirleitt þannig að ef þeim ber ekki saman þá setjum við smá fyrirvara á þetta.“ segir Birta Líf. Sumum finnst mikilvægt að það snjói á jólunum enda óumdeilt að snjórinn geri allt töluvert jólalegra auk þess sem hann lýsir upp skammdegið þegar það stendur sem hæst. Ekki er þó von um að úrkoman sem spáð er á aðfangadag komi í formi snjókomu. „Því miður, eins og staðan er núna þá lítur þetta út fyrir að vera bara hrein rigning.“Þegar landsmenn vakna á aðfangadag er ólíklegt að það þurfi að skafa af bílunum.VÍSIR/VILHELMVeðurhorfur á landinu Austan 8-13 og rigning eða skúrir í dag, einkum SA-lands, hægari vindur og yfirleitt þurrt N-til á landinu. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark norðan heiða í kvöld. NA 3-8 á morgun, en 8-13 við SA-ströndina. Léttskýjað SV-lands, annars skýjað og skúrir á SA-landi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag og laugardag: Norðaustan 3-8 m/s og él A-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Frostlaust við SA- og A-ströndina, annars vægt frost.Á sunnudag (Þorláksmessa):Hæg breytileg átt, þurrt og hiti nálægt frostmarki. Suðvestan 8-13 m/s vestast um kvöldið með slyddu og hlýnandi veðri.Á mánudag (aðfangadagur jóla):Suðvestanátt og rigning, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti 2 til 7 stig.Á þriðjudag (jóladagur):Suðlæg átt með rigningu S- og V-lands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið. Jól Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Fastlega má gera ráð fyrir því að jólaveðrið í ár á höfuðborgarsvæðinu og víðar verði rok og rigning. Spáð er nokkuð hvassri suðvestanátt og talsverðri úrkomu á aðfangadag. „Þetta er ekki mjög skemmtilegt veður sem spárnar eru að bjóða upp á núna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í úrkomuspá Veðurstofunnar á vef hennar má sjá að stór grænn blettur, sem táknar magn úrkomu, nær allt frá Vestfjörðum að Mýrdalsjökli. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði suðvestanátt og svona frekar hvasst með rigningu. Það er ekki verið að bjóða upp á neitt skemmtilegt veður,“ segir Birta Líf. Það er þó smá von um að veðrið verði ekki jafn leiðinlegt á aðfangadag en þessi spá gerir ráð fyrir en Birta Líf segir að spáin sem birtist á vef Veðurstofunnar sé gerð eftir evrópskum spálíkönum. Veðurstofan hefur einnig aðgang að bandarísku spálíkani og samkvæmt því er gert ráð fyrir minni úrkomu og minna hvassviðri. „Við erum með líka með bandaríska spá sem er notuð minna en er samt til viðmiðunar. Hún er ekki jafn slæm. Það er yfirleitt þannig að ef þeim ber ekki saman þá setjum við smá fyrirvara á þetta.“ segir Birta Líf. Sumum finnst mikilvægt að það snjói á jólunum enda óumdeilt að snjórinn geri allt töluvert jólalegra auk þess sem hann lýsir upp skammdegið þegar það stendur sem hæst. Ekki er þó von um að úrkoman sem spáð er á aðfangadag komi í formi snjókomu. „Því miður, eins og staðan er núna þá lítur þetta út fyrir að vera bara hrein rigning.“Þegar landsmenn vakna á aðfangadag er ólíklegt að það þurfi að skafa af bílunum.VÍSIR/VILHELMVeðurhorfur á landinu Austan 8-13 og rigning eða skúrir í dag, einkum SA-lands, hægari vindur og yfirleitt þurrt N-til á landinu. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark norðan heiða í kvöld. NA 3-8 á morgun, en 8-13 við SA-ströndina. Léttskýjað SV-lands, annars skýjað og skúrir á SA-landi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag og laugardag: Norðaustan 3-8 m/s og él A-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Frostlaust við SA- og A-ströndina, annars vægt frost.Á sunnudag (Þorláksmessa):Hæg breytileg átt, þurrt og hiti nálægt frostmarki. Suðvestan 8-13 m/s vestast um kvöldið með slyddu og hlýnandi veðri.Á mánudag (aðfangadagur jóla):Suðvestanátt og rigning, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti 2 til 7 stig.Á þriðjudag (jóladagur):Suðlæg átt með rigningu S- og V-lands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið.
Jól Veður Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira