Sjóliðarnir fluttir til Moskvu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 09:30 Einn úkraínsku sjóliðana í fylgd rússnesks FSB-liða. Nordicphotos/AFP Þeir 24 úkraínsku sjóliðar sem Rússar handtóku eftir hertöku þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi um síðustu helgi voru í gær fluttir í fangelsi í Moskvu. Þar af er 21 haldið í Lefortovo-fangelsinu en þeir þrír sem særðust við hertökuna eru á sjúkrahúsvæng annars fangelsis. Þetta kom fram á rússnesku fréttastöðinni Rain í gær. Reuters sagði frá því í gær að yfirvöld í Úkraínu neituðu nú öllum fullorðnum, rússneskum karlmönnum um inngöngu í landið. Ástæðan er að herlög eru nú í gildi eftir atburði síðustu helgar. Petró Pórósjenkó forseti hefur sagt þessar aðgerðir nauðsynlegar til að koma í veg fyrir innrás enda gætu óeinkennisklæddir Rússar annars hæglega komist til Úkraínu líkt og er sagt hafa gerst árið 2014 þegar aðskilnaðarsinnar tóku yfir austurhluta landsins og Rússar innlimuðu Krímskaga. Annegret Kramp-Karrenbauer, ein þeirra sem sækjast eftir því að taka við af Angelu Merkel sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að bæði ESB og Bandaríkin ættu að íhuga að banna siglingar rússneskra skipa af Asovshafi um hafnir sínar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í gær að hann byggist við því að leiðtogaráðið myndi framlengja gildistíma þvingana gegn Rússum þegar þeir funda um miðjan desember og kallaði aðgerðir Rússa á Asovshafi óboðlegar. – þea Rússland Úkraína Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Þeir 24 úkraínsku sjóliðar sem Rússar handtóku eftir hertöku þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi um síðustu helgi voru í gær fluttir í fangelsi í Moskvu. Þar af er 21 haldið í Lefortovo-fangelsinu en þeir þrír sem særðust við hertökuna eru á sjúkrahúsvæng annars fangelsis. Þetta kom fram á rússnesku fréttastöðinni Rain í gær. Reuters sagði frá því í gær að yfirvöld í Úkraínu neituðu nú öllum fullorðnum, rússneskum karlmönnum um inngöngu í landið. Ástæðan er að herlög eru nú í gildi eftir atburði síðustu helgar. Petró Pórósjenkó forseti hefur sagt þessar aðgerðir nauðsynlegar til að koma í veg fyrir innrás enda gætu óeinkennisklæddir Rússar annars hæglega komist til Úkraínu líkt og er sagt hafa gerst árið 2014 þegar aðskilnaðarsinnar tóku yfir austurhluta landsins og Rússar innlimuðu Krímskaga. Annegret Kramp-Karrenbauer, ein þeirra sem sækjast eftir því að taka við af Angelu Merkel sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að bæði ESB og Bandaríkin ættu að íhuga að banna siglingar rússneskra skipa af Asovshafi um hafnir sínar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í gær að hann byggist við því að leiðtogaráðið myndi framlengja gildistíma þvingana gegn Rússum þegar þeir funda um miðjan desember og kallaði aðgerðir Rússa á Asovshafi óboðlegar. – þea
Rússland Úkraína Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira