Miklar skemmdir eftir jarðskjálfta í Alaska Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2018 14:00 Ríkisstjóri Alaska segir að það muni taka langan tíma að gera við vegi ríkisins. AP/Marc Lester Yfirvöld Alaska vinna nú hörðum höndum að því að ná utan um hve miklum skaða stórir jarðskjálftar sem skullu á í gær ollu í ríkinu. Skjálftarnir mældust 7,0 og 5,7 stig og urðu skemmdir miklar í Anchorage og nærliggjandi sveitum. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum. Í kjölfar skjálftanna var flóðbylgjuviðvörun gefin út en hún var afturkölluð tiltölulega fljótt. Rúður brotnuðu víða, hlutir duttu úr hillum, byggingar urðu fyrir skemmdum og rafmagns- og símastaurar féllu niður. Loka þurfti flugvelli Anchorage um tíma þar sem rýma þurfti flugumferðarturn flugvallarins.Innviðir fóru illa víða.AP/Loren HolmesAP fréttaveitan ræddi við Chris Riekena, sem var að keyra son sinn í skólann þegar fyrsti skjálftinn skall á. Hann hélt í fyrstu að bíllinn væri að bila en áttaði sig þó fljótt. Þá sá hann að vegurinn fyrir framan hann var að sökkva í jörðina. Riekena tók son sinn og hljóp úr bílnum. Þegar jörðin var hætt að skjálfa hafði vegurinn sokkið báðu megin við bílinn, sem sat þá á nokkurskonar malbikseyju. Sheila Bailey, sem starfar í mötuneyti í grunnskóla í Anchorage, segir það hafa verið ómögulegt að standa uppi. Hún og samstarfsmenn hennar hafi fallist í faðm. „Þetta hljómaði og okkur fannst eins og skólinn væri að rifna í tvennt.“ Bill Walker, ríkisstjóri Alaska segir að viðgerðir á vegum ríkisins muni taka langan tíma. Þessir skjálftar hafi valdið meiri skaða en gengur og gerist. Að meðaltali mælast um 40 þúsund jarðskjálftar á ári hverju í Alaska og eru oftar stærri skjálftar í ríkinu en verða samanlagt í öllum hinum 49 ríkjum Bandaríkjanna. Hins vegar er sjaldgæft að skjálftar verði svo nærri byggðum svæðum. Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Norður-Ameríka Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Sjá meira
Yfirvöld Alaska vinna nú hörðum höndum að því að ná utan um hve miklum skaða stórir jarðskjálftar sem skullu á í gær ollu í ríkinu. Skjálftarnir mældust 7,0 og 5,7 stig og urðu skemmdir miklar í Anchorage og nærliggjandi sveitum. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum. Í kjölfar skjálftanna var flóðbylgjuviðvörun gefin út en hún var afturkölluð tiltölulega fljótt. Rúður brotnuðu víða, hlutir duttu úr hillum, byggingar urðu fyrir skemmdum og rafmagns- og símastaurar féllu niður. Loka þurfti flugvelli Anchorage um tíma þar sem rýma þurfti flugumferðarturn flugvallarins.Innviðir fóru illa víða.AP/Loren HolmesAP fréttaveitan ræddi við Chris Riekena, sem var að keyra son sinn í skólann þegar fyrsti skjálftinn skall á. Hann hélt í fyrstu að bíllinn væri að bila en áttaði sig þó fljótt. Þá sá hann að vegurinn fyrir framan hann var að sökkva í jörðina. Riekena tók son sinn og hljóp úr bílnum. Þegar jörðin var hætt að skjálfa hafði vegurinn sokkið báðu megin við bílinn, sem sat þá á nokkurskonar malbikseyju. Sheila Bailey, sem starfar í mötuneyti í grunnskóla í Anchorage, segir það hafa verið ómögulegt að standa uppi. Hún og samstarfsmenn hennar hafi fallist í faðm. „Þetta hljómaði og okkur fannst eins og skólinn væri að rifna í tvennt.“ Bill Walker, ríkisstjóri Alaska segir að viðgerðir á vegum ríkisins muni taka langan tíma. Þessir skjálftar hafi valdið meiri skaða en gengur og gerist. Að meðaltali mælast um 40 þúsund jarðskjálftar á ári hverju í Alaska og eru oftar stærri skjálftar í ríkinu en verða samanlagt í öllum hinum 49 ríkjum Bandaríkjanna. Hins vegar er sjaldgæft að skjálftar verði svo nærri byggðum svæðum.
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Norður-Ameríka Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fleiri fréttir Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Sjá meira
Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00