Miklar skemmdir eftir jarðskjálfta í Alaska Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2018 14:00 Ríkisstjóri Alaska segir að það muni taka langan tíma að gera við vegi ríkisins. AP/Marc Lester Yfirvöld Alaska vinna nú hörðum höndum að því að ná utan um hve miklum skaða stórir jarðskjálftar sem skullu á í gær ollu í ríkinu. Skjálftarnir mældust 7,0 og 5,7 stig og urðu skemmdir miklar í Anchorage og nærliggjandi sveitum. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum. Í kjölfar skjálftanna var flóðbylgjuviðvörun gefin út en hún var afturkölluð tiltölulega fljótt. Rúður brotnuðu víða, hlutir duttu úr hillum, byggingar urðu fyrir skemmdum og rafmagns- og símastaurar féllu niður. Loka þurfti flugvelli Anchorage um tíma þar sem rýma þurfti flugumferðarturn flugvallarins.Innviðir fóru illa víða.AP/Loren HolmesAP fréttaveitan ræddi við Chris Riekena, sem var að keyra son sinn í skólann þegar fyrsti skjálftinn skall á. Hann hélt í fyrstu að bíllinn væri að bila en áttaði sig þó fljótt. Þá sá hann að vegurinn fyrir framan hann var að sökkva í jörðina. Riekena tók son sinn og hljóp úr bílnum. Þegar jörðin var hætt að skjálfa hafði vegurinn sokkið báðu megin við bílinn, sem sat þá á nokkurskonar malbikseyju. Sheila Bailey, sem starfar í mötuneyti í grunnskóla í Anchorage, segir það hafa verið ómögulegt að standa uppi. Hún og samstarfsmenn hennar hafi fallist í faðm. „Þetta hljómaði og okkur fannst eins og skólinn væri að rifna í tvennt.“ Bill Walker, ríkisstjóri Alaska segir að viðgerðir á vegum ríkisins muni taka langan tíma. Þessir skjálftar hafi valdið meiri skaða en gengur og gerist. Að meðaltali mælast um 40 þúsund jarðskjálftar á ári hverju í Alaska og eru oftar stærri skjálftar í ríkinu en verða samanlagt í öllum hinum 49 ríkjum Bandaríkjanna. Hins vegar er sjaldgæft að skjálftar verði svo nærri byggðum svæðum. Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Norður-Ameríka Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Yfirvöld Alaska vinna nú hörðum höndum að því að ná utan um hve miklum skaða stórir jarðskjálftar sem skullu á í gær ollu í ríkinu. Skjálftarnir mældust 7,0 og 5,7 stig og urðu skemmdir miklar í Anchorage og nærliggjandi sveitum. Engar fregnir hafa borist af dauðsföllum eða slysum. Í kjölfar skjálftanna var flóðbylgjuviðvörun gefin út en hún var afturkölluð tiltölulega fljótt. Rúður brotnuðu víða, hlutir duttu úr hillum, byggingar urðu fyrir skemmdum og rafmagns- og símastaurar féllu niður. Loka þurfti flugvelli Anchorage um tíma þar sem rýma þurfti flugumferðarturn flugvallarins.Innviðir fóru illa víða.AP/Loren HolmesAP fréttaveitan ræddi við Chris Riekena, sem var að keyra son sinn í skólann þegar fyrsti skjálftinn skall á. Hann hélt í fyrstu að bíllinn væri að bila en áttaði sig þó fljótt. Þá sá hann að vegurinn fyrir framan hann var að sökkva í jörðina. Riekena tók son sinn og hljóp úr bílnum. Þegar jörðin var hætt að skjálfa hafði vegurinn sokkið báðu megin við bílinn, sem sat þá á nokkurskonar malbikseyju. Sheila Bailey, sem starfar í mötuneyti í grunnskóla í Anchorage, segir það hafa verið ómögulegt að standa uppi. Hún og samstarfsmenn hennar hafi fallist í faðm. „Þetta hljómaði og okkur fannst eins og skólinn væri að rifna í tvennt.“ Bill Walker, ríkisstjóri Alaska segir að viðgerðir á vegum ríkisins muni taka langan tíma. Þessir skjálftar hafi valdið meiri skaða en gengur og gerist. Að meðaltali mælast um 40 þúsund jarðskjálftar á ári hverju í Alaska og eru oftar stærri skjálftar í ríkinu en verða samanlagt í öllum hinum 49 ríkjum Bandaríkjanna. Hins vegar er sjaldgæft að skjálftar verði svo nærri byggðum svæðum.
Bandaríkin Eldgos og jarðhræringar Norður-Ameríka Tengdar fréttir Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Stór jarðskjálfti skók stærstu borg Alaska Flóðbylgjuviðvörun var gefin út en síðar dregin til baka vegna jarðskjálftans sem var af stærðinni sjö. 30. nóvember 2018 21:00