Fullveldi Íslendinga var heimssögulegur viðburður Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2018 19:30 Það var heimssögulegur viðburður að svo fámennt og fátækt ríki hlyti fullveldi árið 1918 að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Á fyrstu áratugunum hafi fullveld þjóðarinnar oft hangið á bláþræði. Ólafur Ragnar fór yfir sjötíu ára sjálfstæðisbaráttu Íslands í aðdraganda þess að þjóðin fékk fullveldi hinn 1. desember árið 1918 í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Hann sagði meðal annars að í þeirri vegferð hafi einnig verið margir ósigrar. Rætur sjálfstæðisbaráttunnar hafi legið í túlkun Íslendinga, forystumanna, námsmanna, skálda og leiðtoga þingmanna á sögu Íslendinga, menningu og lagalegri hefð. „Þessi djúpstæða, friðsama barátta þar sem við náðum þessum réttindum án mannfórna eða að nokkur yrði settur í fangelsi, eða þyrfti að fórna á þennan hátt sem menn þurftu að gera nánast út um allan heim til að ná þessum rétti; er líka ákveðinn vegvísir um það hvernig við Íslendingar eigum að vera á alþjóðlegum vettvangi. Því þetta er okkar arfleifð,” segir Ólafur Ragnar. Þegar stundin rann upp árið 1918 hafi það alls ekki verið sjálfgefið að svo fámenn þjóð fengi fullveldi. Þetta hafi verið einstakur viðburður. „Hann var einstakur í heimssögunni. Hann er ekki bara merkilegur fyrir okkur Íslendinga. Fyrsti desember 1918 er merkilegur söguviðburður í heimssögunni. Vegna þess að þá var reist sú krafa í krafti lagabókstafs og alþjóðlegra samninga við herraríkið; að þessi fámenna, fátæka þjóð ætlaði sér að hafa fullvalda rétt ríkis í sínum höndum. Og það hafði aldrei fyrr gerst í sögunni að svo fátækt og fámennt samfélag fengi slíkan rétt,” segir forsetinn og háskólaprófessorinn fyrrverandi. Ekki hafi verið víst að Íslendingum tækist að halda fullveldi sínu eftir að það var fengið. Þetta hafi verið lífróður. „Og kannski gerum við okkur ekki nægjanlega grein fyrir því á okkar tíma hvað þetta stóð tæpt. Hvað forystusveit landsins og í raun og veru þjóðin allt frá því við fengum fullveldið og fram yfir seinna stríð skilaði okkur miklu afreki,” segir Ólafur Ragnar.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Ólafur Ragnar Grímsson Víglínan Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Það var heimssögulegur viðburður að svo fámennt og fátækt ríki hlyti fullveldi árið 1918 að sögn Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Á fyrstu áratugunum hafi fullveld þjóðarinnar oft hangið á bláþræði. Ólafur Ragnar fór yfir sjötíu ára sjálfstæðisbaráttu Íslands í aðdraganda þess að þjóðin fékk fullveldi hinn 1. desember árið 1918 í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Hann sagði meðal annars að í þeirri vegferð hafi einnig verið margir ósigrar. Rætur sjálfstæðisbaráttunnar hafi legið í túlkun Íslendinga, forystumanna, námsmanna, skálda og leiðtoga þingmanna á sögu Íslendinga, menningu og lagalegri hefð. „Þessi djúpstæða, friðsama barátta þar sem við náðum þessum réttindum án mannfórna eða að nokkur yrði settur í fangelsi, eða þyrfti að fórna á þennan hátt sem menn þurftu að gera nánast út um allan heim til að ná þessum rétti; er líka ákveðinn vegvísir um það hvernig við Íslendingar eigum að vera á alþjóðlegum vettvangi. Því þetta er okkar arfleifð,” segir Ólafur Ragnar. Þegar stundin rann upp árið 1918 hafi það alls ekki verið sjálfgefið að svo fámenn þjóð fengi fullveldi. Þetta hafi verið einstakur viðburður. „Hann var einstakur í heimssögunni. Hann er ekki bara merkilegur fyrir okkur Íslendinga. Fyrsti desember 1918 er merkilegur söguviðburður í heimssögunni. Vegna þess að þá var reist sú krafa í krafti lagabókstafs og alþjóðlegra samninga við herraríkið; að þessi fámenna, fátæka þjóð ætlaði sér að hafa fullvalda rétt ríkis í sínum höndum. Og það hafði aldrei fyrr gerst í sögunni að svo fátækt og fámennt samfélag fengi slíkan rétt,” segir forsetinn og háskólaprófessorinn fyrrverandi. Ekki hafi verið víst að Íslendingum tækist að halda fullveldi sínu eftir að það var fengið. Þetta hafi verið lífróður. „Og kannski gerum við okkur ekki nægjanlega grein fyrir því á okkar tíma hvað þetta stóð tæpt. Hvað forystusveit landsins og í raun og veru þjóðin allt frá því við fengum fullveldið og fram yfir seinna stríð skilaði okkur miklu afreki,” segir Ólafur Ragnar.Viðtalið við Ólaf Ragnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Ólafur Ragnar Grímsson Víglínan Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira