Líkir vinnubrögðum flokksins við ógnarstjórn Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 1. desember 2018 21:51 Þingmennirnir sem voru reknir úr Flokki fólksins eru ósáttir við vinnubrögð stjórnarinnar og segir Ólafur Ísleifsson þau líkjast ógnarstjórn. Formaðurinn óskar þess að þingmennirnir segi af sér til þess að flokkurinn verði aftur fullskipaður fjögurra manna þingflokkur. Þingmönnum Flokks fólksins fækkaði um helming í gærkvöldi þegar Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni var vikið úr flokknum vegna aðkomu þeirra að samkomunni á barnum Klaustri. Formaður flokksins Inga Sæland segist ganga stolt frá málinu en hefði viljað sjá þingmennina víkja.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Og hefði í rauninni óskað þess að okkar fráfarandi þingmenn Karl gauti og Ólafur Ísleifsson hefðu sýnt þann dug og axlað þá ábyrgð að segja af sér, og gefið þá Flokki fólksins þann kost að vera fullskipaður þingflokkur fjögurra manna.“ Hún segist hafa fengið mikinn stuðning á þingi. „Okkur er boðin aðstoð í allar áttir, og okkur er boðin styrk aðstoð hvað varðar nefndir, að fá aðgang að öllu því sem fram fer í nefndum þannig að við verðum alltaf upplýst,“ segir Inga. Þingmennirnir telja hins vegar að aðgerðir flokksins hafi verið of harkalegar. „Það er svona að einhverju leyti verið að kvarta yfir því að við höfum sest á fund með öðru fólki án vitundar eða samþykkis forystu flokksins. Það er auðvitað alveg nýtt ef menn ætla að gera slíkar kröfur, einhverjir myndu kalla þetta ógnarstjórn eða eitthvað álíka,“ segir Ólafur Ísleifsson. Karl Gauti Hjaltason tekur í sama streng. „Þetta hlýtur að vera einhver fljótfærnisleg ákvörðun sem þarna á sér stað. Ef litið er til ummæla sem höfð eru eftir okkur á þessari samkomu sem var hljóðrituð þá er ekkert þar sem gefur tilefni til að reka okkur úr flokknum.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÞingmennirnir segjast nú báðir vera óháðir þingmenn og hyggjast ekki ganga í annarra flokka raðir að svo stöddu. En þrátt fyrir að þingmennirnir hafi verið reknir teljast þeir enn vera í þingflokki Flokks fólksins og eftir standa því tveir jafnstórir tveggja manna hlutar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að Ólafur og Karl Gauti hljóti að fara úr þingflokknum. „Það verður einhver kapall sem fer af stað núna, það er alveg augljóst. Þeir hljóta að fara út úr þingflokknum, það getur ekki annað verið eftir það sem á undan er gengið. Það væri svo undarlegt að maður nær því ekki almennilega.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Þingmennirnir sem voru reknir úr Flokki fólksins eru ósáttir við vinnubrögð stjórnarinnar og segir Ólafur Ísleifsson þau líkjast ógnarstjórn. Formaðurinn óskar þess að þingmennirnir segi af sér til þess að flokkurinn verði aftur fullskipaður fjögurra manna þingflokkur. Þingmönnum Flokks fólksins fækkaði um helming í gærkvöldi þegar Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni var vikið úr flokknum vegna aðkomu þeirra að samkomunni á barnum Klaustri. Formaður flokksins Inga Sæland segist ganga stolt frá málinu en hefði viljað sjá þingmennina víkja.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Og hefði í rauninni óskað þess að okkar fráfarandi þingmenn Karl gauti og Ólafur Ísleifsson hefðu sýnt þann dug og axlað þá ábyrgð að segja af sér, og gefið þá Flokki fólksins þann kost að vera fullskipaður þingflokkur fjögurra manna.“ Hún segist hafa fengið mikinn stuðning á þingi. „Okkur er boðin aðstoð í allar áttir, og okkur er boðin styrk aðstoð hvað varðar nefndir, að fá aðgang að öllu því sem fram fer í nefndum þannig að við verðum alltaf upplýst,“ segir Inga. Þingmennirnir telja hins vegar að aðgerðir flokksins hafi verið of harkalegar. „Það er svona að einhverju leyti verið að kvarta yfir því að við höfum sest á fund með öðru fólki án vitundar eða samþykkis forystu flokksins. Það er auðvitað alveg nýtt ef menn ætla að gera slíkar kröfur, einhverjir myndu kalla þetta ógnarstjórn eða eitthvað álíka,“ segir Ólafur Ísleifsson. Karl Gauti Hjaltason tekur í sama streng. „Þetta hlýtur að vera einhver fljótfærnisleg ákvörðun sem þarna á sér stað. Ef litið er til ummæla sem höfð eru eftir okkur á þessari samkomu sem var hljóðrituð þá er ekkert þar sem gefur tilefni til að reka okkur úr flokknum.“Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Fréttablaðið/Anton BrinkÞingmennirnir segjast nú báðir vera óháðir þingmenn og hyggjast ekki ganga í annarra flokka raðir að svo stöddu. En þrátt fyrir að þingmennirnir hafi verið reknir teljast þeir enn vera í þingflokki Flokks fólksins og eftir standa því tveir jafnstórir tveggja manna hlutar. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að Ólafur og Karl Gauti hljóti að fara úr þingflokknum. „Það verður einhver kapall sem fer af stað núna, það er alveg augljóst. Þeir hljóta að fara út úr þingflokknum, það getur ekki annað verið eftir það sem á undan er gengið. Það væri svo undarlegt að maður nær því ekki almennilega.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 „Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
„Enginn af þessum dónum hefur séð sóma sinn í að biðja Freyju Haraldsdóttur afsökunar“ Freyja Haraldsdóttir, fyrrrverandi varaþingmaður og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra, er ein þeirra sem nefnd er á nafn í Klaustursupptökunum svokölluðu. 1. desember 2018 20:50
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
„Baneitruð karlmennska í allri sinni dýrð“ Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, fulltrúi Druslugöngunnar í mótmælum dagsins á Austurvelli, kallaði eftir því að Klaustursþingmennirnir sex segi af sér í ræðu sem hún hélt við mótmælin. 1. desember 2018 19:11
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39