Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. nóvember 2018 16:43 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, eru ekki lengur þingmenn Flokks fólksins. vísir/vilhelm Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. Þetta staðfestir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi flokksins og stjórnarmaður, í samtali við fréttastofu. Karl Gauti og Ólafur voru á fundi með fjórum þingmönnum Miðflokksins á Klaustri eins og frægt er orðið. Greidd voru atkvæði um tillöguna og voru átta fylgjandi en einn á móti. Stjórn flokksins settist niður til fundar klukkan 14 en þar var einmitt til umræðu hvort vísa skyldi þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“Ætla ekki að segja af sér Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sagði að þingmennirnir yrðu að eiga það við sína samvisku hvort þeir ætluðu að vera áfram á þingi. „Það eru auðvitað engin efni til þess að ég segi af mér þingmennsku,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi fyrr í dag. Hafði honum þá borist áskorun stjórnar Flokks fólksins að segja af sér. Hann væri ekki á leiðinni úr flokknum og vildi leggja sig fram við að flokkurinn fyndi leið til að starfa saman að þeim málefnum sem þau hefðu verið kosin til að gera. Karl Gauti var ekki síður afdráttarlaus í samtali við Vísi í gær. „Ég er ekki á leiðinni út,“ sagði hann.Vísar því á bug að ekki hafi verið staðið rétt að stjórnarfundunum „Þeir eru ekki í flokknum lengur og taka ekki þátt í trúnaðarstörfum flokksins,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, í samtali við Vísi. Þetta þýðir að þingmenn Flokks fólksins fara úr fjórum í tvo en Ólafur og Karl Gauti verða þá þingmenn utan flokka. Þeir hafa báðir haldið því fram að ekki hafi verið boðað til stjórnarfundanna í dag og í gær með löglegum hætti og í samræmi við samþykktir flokksins. Guðmundur Ingi vísar þessu á bug og segir að farið hafi verið eftir lögum og reglum flokksins. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. Þetta staðfestir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi flokksins og stjórnarmaður, í samtali við fréttastofu. Karl Gauti og Ólafur voru á fundi með fjórum þingmönnum Miðflokksins á Klaustri eins og frægt er orðið. Greidd voru atkvæði um tillöguna og voru átta fylgjandi en einn á móti. Stjórn flokksins settist niður til fundar klukkan 14 en þar var einmitt til umræðu hvort vísa skyldi þeim Karli Gauta og Ólafi úr flokknum. Til þess er heimild í samþykktum flokksins en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega.“Ætla ekki að segja af sér Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sagði að þingmennirnir yrðu að eiga það við sína samvisku hvort þeir ætluðu að vera áfram á þingi. „Það eru auðvitað engin efni til þess að ég segi af mér þingmennsku,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi fyrr í dag. Hafði honum þá borist áskorun stjórnar Flokks fólksins að segja af sér. Hann væri ekki á leiðinni úr flokknum og vildi leggja sig fram við að flokkurinn fyndi leið til að starfa saman að þeim málefnum sem þau hefðu verið kosin til að gera. Karl Gauti var ekki síður afdráttarlaus í samtali við Vísi í gær. „Ég er ekki á leiðinni út,“ sagði hann.Vísar því á bug að ekki hafi verið staðið rétt að stjórnarfundunum „Þeir eru ekki í flokknum lengur og taka ekki þátt í trúnaðarstörfum flokksins,“ segir Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksins, í samtali við Vísi. Þetta þýðir að þingmenn Flokks fólksins fara úr fjórum í tvo en Ólafur og Karl Gauti verða þá þingmenn utan flokka. Þeir hafa báðir haldið því fram að ekki hafi verið boðað til stjórnarfundanna í dag og í gær með löglegum hætti og í samræmi við samþykktir flokksins. Guðmundur Ingi vísar þessu á bug og segir að farið hafi verið eftir lögum og reglum flokksins.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48
Inga hefur ekkert heyrt í Ólafi eða Karli Gauta Stjórn Flokks fólksins skoraði í gær á tvo þingmenn flokksins að segja af sér sem þingmenn og láta af öðrum trúnaðarstörfum. 30. nóvember 2018 08:49