Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið/eyþór Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefja þingfund í dag með því að lesa stutta yfirlýsingu frá forseta vegna uppákomunnar fyrir helgi þegar upp komst um illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum hin síðari ár. Steingrímur segir fundinn ekki hefjast með hefðbundnum hætti. „Við erum að undirbúa ýmislegt og eitt af því er upphaf fundarins og menn geta velt því fyrir sér hvort það sé líklegt að hann byrji án þess að þetta á einhvern hátt komi við sögu,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon tekur til máls í dag.„Þetta er upphaf fyrsta fundar eftir að þetta hefur gengið yfir. Einnig verða forsætisnefndarfundur og fundur með formönnum þingflokka svo það mun líklegast eitthvað gerast þar.“ Þingmenn sem Fréttablaðið náði tali af í gær eru á einu máli um að þingstörf verði að komast í fastar skorður nú þegar síðasti mánuður ársins er runninn upp og að minnsta kosti þrjú risastór mál enn ókláruð í þinginu, það eru fjárlög, samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar og veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar. Þingmenn hafa sín á milli varpað fram ýmsum hugmyndum um hvernig hægt sé að koma þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins í skilning um að þeir geti ekki og vilji ekki starfa með þeim og að þeir þurfi að víkja hið snarasta. Hugmyndir hafa verið uppi um að víkja úr þingsal ef þeir ætli sér að taka til máls og hvaðeina til að þrýsta á afsögn þeirra. Einn þingmaðurinn sem Fréttablaðið talaði við í gær segir það ekki koma til greina að einstaklingar, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum sex manna hópi, þurfi að sitja nefndarfundi, eða þá koma fyrir nefndir, þar sem þessir þingmenn eru fyrir á fleti. Ekki náðist í nokkurn þingmanna Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja þingmennina verða að víkja Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg. 2. desember 2018 23:12 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, mun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefja þingfund í dag með því að lesa stutta yfirlýsingu frá forseta vegna uppákomunnar fyrir helgi þegar upp komst um illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum hin síðari ár. Steingrímur segir fundinn ekki hefjast með hefðbundnum hætti. „Við erum að undirbúa ýmislegt og eitt af því er upphaf fundarins og menn geta velt því fyrir sér hvort það sé líklegt að hann byrji án þess að þetta á einhvern hátt komi við sögu,“ segir Steingrímur.Steingrímur J. Sigfússon tekur til máls í dag.„Þetta er upphaf fyrsta fundar eftir að þetta hefur gengið yfir. Einnig verða forsætisnefndarfundur og fundur með formönnum þingflokka svo það mun líklegast eitthvað gerast þar.“ Þingmenn sem Fréttablaðið náði tali af í gær eru á einu máli um að þingstörf verði að komast í fastar skorður nú þegar síðasti mánuður ársins er runninn upp og að minnsta kosti þrjú risastór mál enn ókláruð í þinginu, það eru fjárlög, samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar og veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar. Þingmenn hafa sín á milli varpað fram ýmsum hugmyndum um hvernig hægt sé að koma þingmönnum Miðflokksins og Flokks fólksins í skilning um að þeir geti ekki og vilji ekki starfa með þeim og að þeir þurfi að víkja hið snarasta. Hugmyndir hafa verið uppi um að víkja úr þingsal ef þeir ætli sér að taka til máls og hvaðeina til að þrýsta á afsögn þeirra. Einn þingmaðurinn sem Fréttablaðið talaði við í gær segir það ekki koma til greina að einstaklingar, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum sex manna hópi, þurfi að sitja nefndarfundi, eða þá koma fyrir nefndir, þar sem þessir þingmenn eru fyrir á fleti. Ekki náðist í nokkurn þingmanna Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segja þingmennina verða að víkja Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg. 2. desember 2018 23:12 Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27 Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Segja þingmennina verða að víkja Stjórn Framsóknarfélags Grindavíkur fordæmir harðlega ummæli þingmanna á veitingastaðnum Klaustur og segir þau óafsakanleg. 2. desember 2018 23:12
Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. 2. desember 2018 12:27
Sum ummæli þingmannanna á Klaustri komu Sigurði Inga ekki á óvart Sigurður Ingi hefur starfað náið með nokkrum umræddra þingmanna í Framsóknarflokknum. 2. desember 2018 10:38