Loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og Þýskalandi Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2018 11:19 Fyrr á árinu var greint frá því að Toys R Us hugðist loka öllum verslunum sínum í Bandaríkjunum. Getty/Portland Press Herald Norræni leikfangarisinn Top-Toy, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Toys ‘R‘ Us og BR, er í miklum fjárhagsvandræðum og hyggst loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Samfara lokunum verður 450 manns sagt upp. Þetta kom fram í dönskum fjölmiðlum á föstudaginn. Framkvæmdastjórinn Per Sigvardsson segir í samtali við DR að nauðsynlegt sé að bregðast við stöðinni með þessum hætti, en félagið birti ársreikning sinn í síðustu viku. Félagið rekur þrjár verslanir undir merkjum Toys ‘R‘ Us á Íslandi – Í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að ekki séu „neinar áætlanir áætlanir um að loka verslunum á Íslandi“. DR segir frá því að tólf verslunum verði lokað í Danmörku og 180 manns sagt upp. Alls rekur félagið 77 verslanir undir merkjum BR í Danmörku og 21 Toys ‘R‘ Us verslun. 26 verslunum verður lokað í Svíþjóð og í Þýskalandi verður öllum verslunum félagsins lokað. Verslunum verður lokað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.Fyrr á árinu var greint frá því að Toys R Us hugðist loka öllum verslunum sínum í Bandaríkjunum. Neytendur Norðurlönd Svíþjóð Þýskaland Tengdar fréttir Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Norræni leikfangarisinn Top-Toy, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Toys ‘R‘ Us og BR, er í miklum fjárhagsvandræðum og hyggst loka um hundrað verslunum á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Samfara lokunum verður 450 manns sagt upp. Þetta kom fram í dönskum fjölmiðlum á föstudaginn. Framkvæmdastjórinn Per Sigvardsson segir í samtali við DR að nauðsynlegt sé að bregðast við stöðinni með þessum hætti, en félagið birti ársreikning sinn í síðustu viku. Félagið rekur þrjár verslanir undir merkjum Toys ‘R‘ Us á Íslandi – Í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir að ekki séu „neinar áætlanir áætlanir um að loka verslunum á Íslandi“. DR segir frá því að tólf verslunum verði lokað í Danmörku og 180 manns sagt upp. Alls rekur félagið 77 verslanir undir merkjum BR í Danmörku og 21 Toys ‘R‘ Us verslun. 26 verslunum verður lokað í Svíþjóð og í Þýskalandi verður öllum verslunum félagsins lokað. Verslunum verður lokað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.Fyrr á árinu var greint frá því að Toys R Us hugðist loka öllum verslunum sínum í Bandaríkjunum.
Neytendur Norðurlönd Svíþjóð Þýskaland Tengdar fréttir Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00 Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Engin áform um lokun Toys 'R' Us hér á landi Verslanir Toys 'R' Us á Íslandi eru reknar af dönsku fyrirtæki. 16. mars 2018 07:00