Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2018 11:55 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, var ekki yfir sig hrifin af viðbrögðum Önnu Kolbrúnar Árnadóttur. Fréttablaðið/Ernir Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. „Það komu fram ýmsar breytingar um uppsetningu þingsins. Ég veit ekki hversu mikið ég get tjáð mig um þetta. Forsetinn mun vera með yfirlýsingu í byrjun þingfundar þar sem hann fer yfir hverjar afleiðingarnar af þessu máli verða og eru, og hvaða hreyfingar hafa verið fram að þessu. Ég veit ekki hvort ég megi tjá mig um þetta þannig að ég ætla bara að passa mig,“ sagði Þórhildur Sunna. Anna Kolbrún Árnadóttir er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins eftir að Gunnar Bragi Sveinsson fór í launalaust leyfi í ótilgreindan tíma. Þórhildur Sunna var spurð út í viðbrögð Önnu Kolbrúnar á fundinum. „Þau voru ekki neitt sérlega stórmannleg,“ sagði Þórhildur Sunna og vísaði í að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér. Anna Kolbrún hefði tjáð sig um málið en ekki mikið að sögn Þórhildar Sunnu.Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmOddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að á fundinum hefði verið rætt hvernig þingmenn ætluðu að ganga inn í daginn. „Við tökum á þessu máli á næstu dögum í þeim farvegum sem við höfum,“ sagði Oddný. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði forseta Alþingis vera að fara yfir málið á fundi forsætisnefndar. Svo yrði hann með yfirlýsingu í upphafi þingfundar. „Vonandi náum við að halda formlegum þingstörfum áfram eftir það. Það eru mörg stór mál sem bíða úrlausnar. Þrátt fyrir allt þurfum við að sinna okkar starfi.“Uppfært:Þórhildur Sunna hafði samband við fréttastofu og vildi árétta að ummæli hennar um að viðbrögð Önnu Kolbrúnar hefðu ekki verið stórmannleg, hefðu verið meint á annan hátt, það er að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér á fundi þingflokksformanna. Frétt og fyrirsögn hafa verið uppfærð í samræmi við það. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. „Það komu fram ýmsar breytingar um uppsetningu þingsins. Ég veit ekki hversu mikið ég get tjáð mig um þetta. Forsetinn mun vera með yfirlýsingu í byrjun þingfundar þar sem hann fer yfir hverjar afleiðingarnar af þessu máli verða og eru, og hvaða hreyfingar hafa verið fram að þessu. Ég veit ekki hvort ég megi tjá mig um þetta þannig að ég ætla bara að passa mig,“ sagði Þórhildur Sunna. Anna Kolbrún Árnadóttir er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins eftir að Gunnar Bragi Sveinsson fór í launalaust leyfi í ótilgreindan tíma. Þórhildur Sunna var spurð út í viðbrögð Önnu Kolbrúnar á fundinum. „Þau voru ekki neitt sérlega stórmannleg,“ sagði Þórhildur Sunna og vísaði í að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér. Anna Kolbrún hefði tjáð sig um málið en ekki mikið að sögn Þórhildar Sunnu.Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmOddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að á fundinum hefði verið rætt hvernig þingmenn ætluðu að ganga inn í daginn. „Við tökum á þessu máli á næstu dögum í þeim farvegum sem við höfum,“ sagði Oddný. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði forseta Alþingis vera að fara yfir málið á fundi forsætisnefndar. Svo yrði hann með yfirlýsingu í upphafi þingfundar. „Vonandi náum við að halda formlegum þingstörfum áfram eftir það. Það eru mörg stór mál sem bíða úrlausnar. Þrátt fyrir allt þurfum við að sinna okkar starfi.“Uppfært:Þórhildur Sunna hafði samband við fréttastofu og vildi árétta að ummæli hennar um að viðbrögð Önnu Kolbrúnar hefðu ekki verið stórmannleg, hefðu verið meint á annan hátt, það er að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér á fundi þingflokksformanna. Frétt og fyrirsögn hafa verið uppfærð í samræmi við það.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira