Forseti Alþingis segir engin bein viðurlög við brotum þingmanna á siðareglum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 21:28 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. Steingrímur sagði í viðtali við Stöð 2 fyrr í kvöld að Klaustursmálið svokallaða sé nú komið í almennan farveg siðareglumála. Forsætisnefnd Alþingis muni styðjast við siðareglur Alþingis og sérstakar málsmeðferðarreglur við meðferð málsins. Þá mun siðanefnd Alþingis vera Forsætisnefnd innan handar við meðferð málsins. Steingrímur sagði afleiðingar málsins fyrir hlutaðeigandi þingmenn verða að koma í ljós og sagði þær að miklu leyti velta á því hver niðurstaða siðanefndar verður í málinu. Aðspurður sagði hann að engin bein viðurlög væru við því að þingmenn gerðust brotlegir við siðareglur Alþingis en sagði aðhald nefndarinnar felast í því að hægt væri að birta niðurstöður málsmeðferðar opinberlega. Því yrði það gert opinbert ef nefndin kæmist að þeirri niðurstöðu að þingmennirnir hefðu gerst brotlegir við reglurnar. Þá sagði Steingrímur áhuga fyrir því að hraða málsmeðferð eins og kostur er, án þess þó að gæði meðferðarinnar líði fyrir það. Segir Steingrímur siðanefndina vera skipaða eftir því sem þingskapalög segja til um. Alþingi Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir engin bein viðurlög liggja við því þegar þingmenn gerist brotlegir við siðareglur Alþingis. Hann segir þó að hægt sé að birta niðurstöðu málsmeðferðar siðanefndar opinberlega og að það aðhaldshlutverk sem nefndin sinnir felist í því. Steingrímur sagði í viðtali við Stöð 2 fyrr í kvöld að Klaustursmálið svokallaða sé nú komið í almennan farveg siðareglumála. Forsætisnefnd Alþingis muni styðjast við siðareglur Alþingis og sérstakar málsmeðferðarreglur við meðferð málsins. Þá mun siðanefnd Alþingis vera Forsætisnefnd innan handar við meðferð málsins. Steingrímur sagði afleiðingar málsins fyrir hlutaðeigandi þingmenn verða að koma í ljós og sagði þær að miklu leyti velta á því hver niðurstaða siðanefndar verður í málinu. Aðspurður sagði hann að engin bein viðurlög væru við því að þingmenn gerðust brotlegir við siðareglur Alþingis en sagði aðhald nefndarinnar felast í því að hægt væri að birta niðurstöður málsmeðferðar opinberlega. Því yrði það gert opinbert ef nefndin kæmist að þeirri niðurstöðu að þingmennirnir hefðu gerst brotlegir við reglurnar. Þá sagði Steingrímur áhuga fyrir því að hraða málsmeðferð eins og kostur er, án þess þó að gæði meðferðarinnar líði fyrir það. Segir Steingrímur siðanefndina vera skipaða eftir því sem þingskapalög segja til um.
Alþingi Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57 Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02
Mögulega reiðhjól að bremsa og einkasamtöl ekki það sama og opinber ummæli að mati Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, þvertekur fyrir að hann né aðrir þingmenn sem sátu að sumbli á Klaustri á dögunum hafi gert grín að Freyju Haraldsdóttur. Hann segist vona að almenningur sjái að það sem sagt sé í einkasamtölum sé ekki það sama og opinber ummæli. 3. desember 2018 19:57
Þingmennirnir ræða Lilju á ógeðfelldan hátt í nýju hljóðbroti Í dag birtist nýjasta hljóðbrotið úr Klaustursupptökunum í fjölmiðlum. Þar tala þingmennirnir um Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Hér í myndbandinu má heyra hljóðbrotið, birt með leyfi Stundarinnar, en þess má geta að grófustu ummælin eru ekki birt. Ræða Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Bergþór með ógeðfelldum hætti um þessa fyrrum flokksystur sína. 3. desember 2018 18:53