Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 12:26 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er ekki ritstjóri Glæða. Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. Fyrst var greint frá málinu á Stundinni. Í tilkynningu Félags sérkennara segir að þetta sé ekki rétt. Hið rétta sé að á árunum 2011 og 2012 átti Anna Kolbrún sæti í ritstjórn blaðsins ásamt fjórum öðrum, en ritstjóri þau ár var Hermína Gunnþórsdóttir. Skorar félagið á Önnu Kolbrúnu að leiðrétta ferilskrá sína í takt við það sem rétt er.Skjáskot af hluta af æviágripi Önnu Kolbrúnar af vef Alþingis.Er þetta önnur rangfærslan sem kemur í ljós varðandi starfsferil Önnu Kolbrúnar og æviágrip hennar á þingi en í gær var greint var frá því að hún hefði ranglega titlað sig sem þroskaþjálfa í æviágripinu. Því var breytt í gær en Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu á starfsheitinu til landlæknis en starfsheitið er lögverndað og hefur Anna hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Anna Kolbrún er ein þeirra sex þingmanna sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn og ræddu á óviðeigandi hátt um ýmsa samþingmenn sína og aðra sem komið hafa nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Anna Kolbrún situr enn á þingi og er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins en hún hefur sagt að hún sé að íhuga stöðu sína sem þingmaður vegna Klaustursmálsins.Hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Tveir þingmenn Miðflokksins sem einnig voru á barnum umrætt kvöld, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Auk þeirra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, einnig á Klaustur sem og þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins. Sigmundur Davíð hefur sagt að hann ætli ekki að segja af sér vegna málsins en þeir Ólafur og Karl Gauti hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Þeir ætla að sitja áfram á þingi sem óháðir þingmenn. Vísir hefur ekki náð tali af Önnu Kolbrúnu í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Uppfært klukkan 13:34Anna Kolbrún hefur uppfært æviágrip sitt aftur á vef Alþingis. Þar segir nú að hún hafi setið í ritstjórn Glæða, fagtímarits sérkennara. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira
Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. Fyrst var greint frá málinu á Stundinni. Í tilkynningu Félags sérkennara segir að þetta sé ekki rétt. Hið rétta sé að á árunum 2011 og 2012 átti Anna Kolbrún sæti í ritstjórn blaðsins ásamt fjórum öðrum, en ritstjóri þau ár var Hermína Gunnþórsdóttir. Skorar félagið á Önnu Kolbrúnu að leiðrétta ferilskrá sína í takt við það sem rétt er.Skjáskot af hluta af æviágripi Önnu Kolbrúnar af vef Alþingis.Er þetta önnur rangfærslan sem kemur í ljós varðandi starfsferil Önnu Kolbrúnar og æviágrip hennar á þingi en í gær var greint var frá því að hún hefði ranglega titlað sig sem þroskaþjálfa í æviágripinu. Því var breytt í gær en Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu á starfsheitinu til landlæknis en starfsheitið er lögverndað og hefur Anna hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá landlækni. Anna Kolbrún er ein þeirra sex þingmanna sem sátu á Klaustri þann 20. nóvember síðastliðinn og ræddu á óviðeigandi hátt um ýmsa samþingmenn sína og aðra sem komið hafa nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Anna Kolbrún situr enn á þingi og er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins en hún hefur sagt að hún sé að íhuga stöðu sína sem þingmaður vegna Klaustursmálsins.Hefur ekki svarað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Tveir þingmenn Miðflokksins sem einnig voru á barnum umrætt kvöld, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, eru farnir í leyfi frá þingstörfum. Auk þeirra var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, einnig á Klaustur sem og þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, þáverandi þingmenn Flokks fólksins. Sigmundur Davíð hefur sagt að hann ætli ekki að segja af sér vegna málsins en þeir Ólafur og Karl Gauti hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Þeir ætla að sitja áfram á þingi sem óháðir þingmenn. Vísir hefur ekki náð tali af Önnu Kolbrúnu í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Uppfært klukkan 13:34Anna Kolbrún hefur uppfært æviágrip sitt aftur á vef Alþingis. Þar segir nú að hún hafi setið í ritstjórn Glæða, fagtímarits sérkennara.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30
Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44