Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2018 14:00 Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Anna Kolbrún hefði notað starfsheitið þroskaþjálfi í æviágripi sínu á vef Alþingis og að Þroskaþjálfafélag Íslands hefði tilkynnt notkunina til landlæknis. vísir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. Sagði hann þingmanninn hafa í einu og öllu tilreitt réttar upplýsingar um sinn æviferil. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Anna Kolbrún hefði notað starfsheitið þroskaþjálfi í æviágripi sínu á vef Alþingis og að Þroskaþjálfafélag Íslands hefði tilkynnt notkunina til landlæknis. Þroskaþjálfi er lögverndað starfsheiti og sagðist Þroskaþjálfafélagið hafa fengið staðfestingu á því frá landlækni að þingmaðurinn hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi. Þá var greint frá því í dag að Anna Kolbrún væri sögð ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara, en það er ekki rétt. Hún sat í ritstjórn tímaritsins 2011 og 2012 en æviágripinu hefur verið breytt; starfsheitið þroskaþjálfi er þar ekki lengur að finna og þá er þar heldur ekki að finna upplýsingar um setu hennar í ritstjórn Glæða. Steingrímur sagði að málið hefði verið að athuga af hálfu Alþingis og að niðurstaðan væri skýr; Anna Kolbrún hefði látið skrifstofu þingsins réttar upplýsingar í té. „Ef athugað er hvernig það er skráð þá er um mislestur að ræða þar sem því hefur verið haldið fram að háttvirtur þingmaður hafi ranglega titlað sig þroskaþjálfa. Svo er ekki. Í þeim tölulið sem háttvirtur þingmaður tilgreinir námsferil sinn kemur skýrt fram að hún hefur háskólapróf og önnur sérfræði- og lokapróf á námsferlinum, eins og þar er tilgreint. Sem og próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu. Háttvirtur þingmaður hefur hins vegar starfað sem þroskaþjálfi og fagstjóri,“ sagði Steingrímur. Varðandi ritstjórastöðuna sagði Steingrímur ekki við Önnu Kolbrúnu að sakast. Hún hefði ekki skráð það inn heldur hefði innskráning skrifstofunnar mátt vera skýrari varðandi það atriði. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. Sagði hann þingmanninn hafa í einu og öllu tilreitt réttar upplýsingar um sinn æviferil. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Anna Kolbrún hefði notað starfsheitið þroskaþjálfi í æviágripi sínu á vef Alþingis og að Þroskaþjálfafélag Íslands hefði tilkynnt notkunina til landlæknis. Þroskaþjálfi er lögverndað starfsheiti og sagðist Þroskaþjálfafélagið hafa fengið staðfestingu á því frá landlækni að þingmaðurinn hefði hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi. Þá var greint frá því í dag að Anna Kolbrún væri sögð ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara, en það er ekki rétt. Hún sat í ritstjórn tímaritsins 2011 og 2012 en æviágripinu hefur verið breytt; starfsheitið þroskaþjálfi er þar ekki lengur að finna og þá er þar heldur ekki að finna upplýsingar um setu hennar í ritstjórn Glæða. Steingrímur sagði að málið hefði verið að athuga af hálfu Alþingis og að niðurstaðan væri skýr; Anna Kolbrún hefði látið skrifstofu þingsins réttar upplýsingar í té. „Ef athugað er hvernig það er skráð þá er um mislestur að ræða þar sem því hefur verið haldið fram að háttvirtur þingmaður hafi ranglega titlað sig þroskaþjálfa. Svo er ekki. Í þeim tölulið sem háttvirtur þingmaður tilgreinir námsferil sinn kemur skýrt fram að hún hefur háskólapróf og önnur sérfræði- og lokapróf á námsferlinum, eins og þar er tilgreint. Sem og próf í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á sérkennslu. Háttvirtur þingmaður hefur hins vegar starfað sem þroskaþjálfi og fagstjóri,“ sagði Steingrímur. Varðandi ritstjórastöðuna sagði Steingrímur ekki við Önnu Kolbrúnu að sakast. Hún hefði ekki skráð það inn heldur hefði innskráning skrifstofunnar mátt vera skýrari varðandi það atriði.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44 Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. 4. desember 2018 10:44
Anna Kolbrún ekki ritstjóri Glæða líkt og segir í æviágripi Félag sérkennara á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna æviágrips Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis en í æviágripinu segir að Anna Kolbrún sé ritstjóri tímaritsins Glæða, fagtímarits sérkennara. 4. desember 2018 12:26