Krónsprins Sáda "kolklikkaður“ að mati öldungardeildarþingmanns Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 19:30 Lindsay Graham er repúblikani og stuðningsmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Getty/Alex Wong Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. Repúblikaninn Lindsay Graham gekk svo langt að kalla krónprinsinn „kolklikkaðan“. BBC greinir frá. Khashoggi var einn virtasti blaðamaður Sáda en ferill hans í fjölmiðlum spannaði um þrjátíu ár. Hann var myrtur 2. október síðastliðinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklan, lík hans bútað niður og það síðar leyst upp, að sögn tyrkneskra yfirvalda. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí-Arabíu vegna málsins. Bin Salman hefur verið bendlaður við að hafa fyrirskipað morðið eða hafa í það minnsta haft vitneskju um það. Þingmennirnir, sem eiga það sameiginlegt að sitja í utanríkismálanefnd öldungardeildarinnar, ræddu við blaðamenn í dag eftir að hafa fengið skýrslu um morðið á Khashoggi frá Gina Haspel, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fyrr í dag. Spöruðu þeir ekki stóru orðin eftir fundinn með Haspel. Sjá einnig: CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi „Maður þarf að líta framhjá ansi mörgu til þess að komast að þeirri niðurstöðu að þetta hafi ekki verið skipulagt og stýrt af mönnum undir stjórn MBS,“ sagði Graham og notaði skammstöfun krónprinsins.„Það er engin rjúkandi byssa en það er rjúkandi sög,“ sagði Graham einnig og vísaði þar til þess að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður. Öldungardeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Bob Corker var ekki í vafa um hver hafi fyrirskipað morðið og sagðist hann ekki efast um það í eina sekúndu að krónprinsinn hafi fyrirskipað það. Corker skaut einnig föstum skotum á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ekki hefur viljað ganga svo langt að segja að bin Salman hafi fyrirskipað morðið. Sagði Corker að með því að neita að fordæma krónprinsinn væri Trump að leggja blessun sína yfir morðið á blaðamanninum. Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Hópur öldungardeildarþingmanna í Bandaríkjunum segist fullviss um að Mohammed bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, tengist morðinu á blaðamanninum Jamal Kashoggi á einhvern hátt. Repúblikaninn Lindsay Graham gekk svo langt að kalla krónprinsinn „kolklikkaðan“. BBC greinir frá. Khashoggi var einn virtasti blaðamaður Sáda en ferill hans í fjölmiðlum spannaði um þrjátíu ár. Hann var myrtur 2. október síðastliðinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklan, lík hans bútað niður og það síðar leyst upp, að sögn tyrkneskra yfirvalda. Ellefu hafa verið ákærðir í Sádí-Arabíu vegna málsins. Bin Salman hefur verið bendlaður við að hafa fyrirskipað morðið eða hafa í það minnsta haft vitneskju um það. Þingmennirnir, sem eiga það sameiginlegt að sitja í utanríkismálanefnd öldungardeildarinnar, ræddu við blaðamenn í dag eftir að hafa fengið skýrslu um morðið á Khashoggi frá Gina Haspel, yfirmanni bandarísku leyniþjónustunnar CIA, fyrr í dag. Spöruðu þeir ekki stóru orðin eftir fundinn með Haspel. Sjá einnig: CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi „Maður þarf að líta framhjá ansi mörgu til þess að komast að þeirri niðurstöðu að þetta hafi ekki verið skipulagt og stýrt af mönnum undir stjórn MBS,“ sagði Graham og notaði skammstöfun krónprinsins.„Það er engin rjúkandi byssa en það er rjúkandi sög,“ sagði Graham einnig og vísaði þar til þess að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður. Öldungardeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Bob Corker var ekki í vafa um hver hafi fyrirskipað morðið og sagðist hann ekki efast um það í eina sekúndu að krónprinsinn hafi fyrirskipað það. Corker skaut einnig föstum skotum á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ekki hefur viljað ganga svo langt að segja að bin Salman hafi fyrirskipað morðið. Sagði Corker að með því að neita að fordæma krónprinsinn væri Trump að leggja blessun sína yfir morðið á blaðamanninum.
Bandaríkin Donald Trump Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18 Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09 Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump Sjá meira
Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar "Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir forsetinn um krónprins Sádi-Arabíu og aðkomu hans að grimmilegu morði blaðamannsins Jamal Khashoggi. 20. nóvember 2018 18:18
Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Leyniþjónustan veit að krónprinsinn skiptust ítrekað á skilaboðum um það leyti sem hópur morðingja kom á ræðisskrifstofuna þar sem Jamal Khashoggi var myrtur. 3. desember 2018 12:09
Forstjóri CIA kemur fyrir Bandaríkjaþing vegna morðsins á Khashoggi Gina Haspel, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, mun í dag koma fyrir Bandaríkjaþing og gefa skýrslu um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi. 4. desember 2018 08:45