CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2018 02:08 Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hefur sagst ekkert vita um morðið á Khashoggi. vísir/epa Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum tengdum rannsakendum hjá CIA en niðurstaðan er þvert á fullyrðingar stjórnvalda í Sádi-Arabíu þess efnis að krónprisinn hafi hvergi komið nálægt morðinu. Niðurstaða CIA er talin munu gera Donald Trump forseta erfitt fyrir en Sádar hafa verið nánir bandamenn Bandaríkjamanna. Post segir að fimmtán leyniþjónustumönnum frá Sádi-Arabíu hafi verið flogið í vél á vegum stjórnvalda til Istanbúl. Þeir hafi drepið Kashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í tyrknesku borginni. Þangað hafði blaðamaðurinn mætt til að sækja skjöl sem hann þurfti á að halda til að geta gifst tyrkneskri unnustu sinni. Margir hafa minnst Khashoggis undanfarnar vikur.EPA/ERDEM SAHIN CIA skoðaði ógrynni gagna og ræddi við heimildarmenn. Meðal annars hefur CIA undir höndum símtal Khalid, bróður prinsins og sendiherra Sáda gagnvart Bandaríkjunum, við Khashoggi. Khalid á að hafa talið Khashoggi á að mæta á ræðisskrifstofuna í Istanbúl til að fá skjölin. Gaf hann honum loforð um að öryggis hans yrði ekki ógnað. Ekki liggur fyrir hvort Khalid hafi verið meðvitaður um að til stæði að drepa Khashoggi. Símtalið var þó að beiðni krónprinsins. Fatimah Baeshen, talskona sendiráðs Sáda í Washington, segir sendiherrann og Khashoggi aldrei hafa rætt nokkuð er viðkom Tyrklandi. Hún segir ályktanir CIA rangar. Fjöldi getgáta sé á lofti en engar sannanir séu fyrir hendi að sögn Baeshen. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. Þetta hefur Washington Post eftir heimildarmönnum tengdum rannsakendum hjá CIA en niðurstaðan er þvert á fullyrðingar stjórnvalda í Sádi-Arabíu þess efnis að krónprisinn hafi hvergi komið nálægt morðinu. Niðurstaða CIA er talin munu gera Donald Trump forseta erfitt fyrir en Sádar hafa verið nánir bandamenn Bandaríkjamanna. Post segir að fimmtán leyniþjónustumönnum frá Sádi-Arabíu hafi verið flogið í vél á vegum stjórnvalda til Istanbúl. Þeir hafi drepið Kashoggi á ræðisskrifstofu Sáda í tyrknesku borginni. Þangað hafði blaðamaðurinn mætt til að sækja skjöl sem hann þurfti á að halda til að geta gifst tyrkneskri unnustu sinni. Margir hafa minnst Khashoggis undanfarnar vikur.EPA/ERDEM SAHIN CIA skoðaði ógrynni gagna og ræddi við heimildarmenn. Meðal annars hefur CIA undir höndum símtal Khalid, bróður prinsins og sendiherra Sáda gagnvart Bandaríkjunum, við Khashoggi. Khalid á að hafa talið Khashoggi á að mæta á ræðisskrifstofuna í Istanbúl til að fá skjölin. Gaf hann honum loforð um að öryggis hans yrði ekki ógnað. Ekki liggur fyrir hvort Khalid hafi verið meðvitaður um að til stæði að drepa Khashoggi. Símtalið var þó að beiðni krónprinsins. Fatimah Baeshen, talskona sendiráðs Sáda í Washington, segir sendiherrann og Khashoggi aldrei hafa rætt nokkuð er viðkom Tyrklandi. Hún segir ályktanir CIA rangar. Fjöldi getgáta sé á lofti en engar sannanir séu fyrir hendi að sögn Baeshen.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Fleiri fréttir Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Sjá meira
Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30