Markaðir taka ekki vel í tíst Trump um að hann sé „tollamaður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 20:42 Trump er virkur á Twitter. Getty/Jaap Arriens Svo virðist sem að viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna sem hyllti undir um helgina séu í hættu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi út röð tísta um að hann væri „tollamaður“. Markaðir í Bandaríkjunum hafa hvorki tekið vel í tíst Trump né vangaveltur um að ekkert verði af samningum á milli ríkjanna tveggja.Um helgina tilkynnti Trump að stjórnvöld í Peking ætluðu sér að „lækka og afnema“ tollasem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar. Tollarnir hafa numið um 40 prósentum af söluandvirði bílanna. Trump og Xi Jinping, forseti Kína, snæddu saman á dögunum á fundi G20-ríkjanna, þar sem ákveðið var að ríkin myndu hækka ekki tolla hvert á annað í 90 daga, til að liðka fyrir viðræðum.Þá sagði Trump einnig að yfirvöld í Kína hefðu samþykkt að kaupa mikið magn landbúnaðarvarnings af Bandaríkjunum. Kínversk yfirvöld vildu þó ekki staðfesta eitt né neitt af því sem Trump sagði. Svo virðist sem að Trump hafi ef til vill farið fram úr sér um helgina en í röð tísta í dag sagði Trump að viðræður á milli ríkjanna væru hafnar til þess að sjá hvort hægt væri að gera einhvers konar samning á milli ríkjanna.„Ef ekki þá er gott að muna að ég er tollamaður. Þegar fólk eða ríki vilja koma hingað og stela okkar mikla ríkidæmi þá vil ég að þau þurfi að borga fyrir það. Það mun alltaf vera besta leiðin til þess að hámarka efnahagslegt vald okkar,“ skrifaði Trump á Twitter. Þá sagði hann líklegt að framlengja þyrfti 90 daga frestin sem ákveðinn var á fundin forsetanna.The negotiations with China have already started. Unless extended, they will end 90 days from the date of our wonderful and very warm dinner with President Xi in Argentina. Bob Lighthizer will be working closely with Steve Mnuchin, Larry Kudlow, Wilbur Ross and Peter Navarro..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2018......on seeing whether or not a REAL deal with China is actually possible. If it is, we will get it done. China is supposed to start buying Agricultural product and more immediately. President Xi and I want this deal to happen, and it probably will. But if not remember,...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2018....I am a Tariff Man. When people or countries come in to raid the great wealth of our Nation, I want them to pay for the privilege of doing so. It will always be the best way to max out our economic power. We are right now taking in $billions in Tariffs. MAKE AMERICA RICH AGAIN — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2018Svo virðist því sem að Trump sé að hóta því að háir tollar verði lagðir á kínverskan varning takist ekki að ná samningum á milli ríkjanna tveggja. Í frétt Washington Post segir einnig að embættismenn innan Hvíta hússins hafi reynt að draga úr væntingum yfir mögulegum samningi ríkjanna tveggja.Markaðir í Bandaríkjunum hafa ekki tekið þessum fregnum vel en eftir að hafa hækkað á mánudag vegna fregna af mögulegum samningi ríkjanna tveggja hafa helstu vísitölur í Bandaríkjunum lækkað. Dow Jones og Nasdaq féllu til dæmis um þrjú prósent í dag vegna tíðinda dagsins.Trump virðist þó vera hvergi banginn og segist hann vera vongóður um að samningar takist á milli ríkjanna.„Látum samningaviðræðurnar hefjat. GERUM BANDARÍKIN FRÁBÆR Á NÝ!,“ skrifaði Trump á Twitter......But if a fair deal is able to be made with China, one that does all of the many things we know must be finally done, I will happily sign. Let the negotiations begin. MAKE AMERICA GREAT AGAIN! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2018 Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. 3. desember 2018 06:35 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Svo virðist sem að viðskiptasamningur Kína og Bandaríkjanna sem hyllti undir um helgina séu í hættu eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi út röð tísta um að hann væri „tollamaður“. Markaðir í Bandaríkjunum hafa hvorki tekið vel í tíst Trump né vangaveltur um að ekkert verði af samningum á milli ríkjanna tveggja.Um helgina tilkynnti Trump að stjórnvöld í Peking ætluðu sér að „lækka og afnema“ tollasem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar. Tollarnir hafa numið um 40 prósentum af söluandvirði bílanna. Trump og Xi Jinping, forseti Kína, snæddu saman á dögunum á fundi G20-ríkjanna, þar sem ákveðið var að ríkin myndu hækka ekki tolla hvert á annað í 90 daga, til að liðka fyrir viðræðum.Þá sagði Trump einnig að yfirvöld í Kína hefðu samþykkt að kaupa mikið magn landbúnaðarvarnings af Bandaríkjunum. Kínversk yfirvöld vildu þó ekki staðfesta eitt né neitt af því sem Trump sagði. Svo virðist sem að Trump hafi ef til vill farið fram úr sér um helgina en í röð tísta í dag sagði Trump að viðræður á milli ríkjanna væru hafnar til þess að sjá hvort hægt væri að gera einhvers konar samning á milli ríkjanna.„Ef ekki þá er gott að muna að ég er tollamaður. Þegar fólk eða ríki vilja koma hingað og stela okkar mikla ríkidæmi þá vil ég að þau þurfi að borga fyrir það. Það mun alltaf vera besta leiðin til þess að hámarka efnahagslegt vald okkar,“ skrifaði Trump á Twitter. Þá sagði hann líklegt að framlengja þyrfti 90 daga frestin sem ákveðinn var á fundin forsetanna.The negotiations with China have already started. Unless extended, they will end 90 days from the date of our wonderful and very warm dinner with President Xi in Argentina. Bob Lighthizer will be working closely with Steve Mnuchin, Larry Kudlow, Wilbur Ross and Peter Navarro..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2018......on seeing whether or not a REAL deal with China is actually possible. If it is, we will get it done. China is supposed to start buying Agricultural product and more immediately. President Xi and I want this deal to happen, and it probably will. But if not remember,...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2018....I am a Tariff Man. When people or countries come in to raid the great wealth of our Nation, I want them to pay for the privilege of doing so. It will always be the best way to max out our economic power. We are right now taking in $billions in Tariffs. MAKE AMERICA RICH AGAIN — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2018Svo virðist því sem að Trump sé að hóta því að háir tollar verði lagðir á kínverskan varning takist ekki að ná samningum á milli ríkjanna tveggja. Í frétt Washington Post segir einnig að embættismenn innan Hvíta hússins hafi reynt að draga úr væntingum yfir mögulegum samningi ríkjanna tveggja.Markaðir í Bandaríkjunum hafa ekki tekið þessum fregnum vel en eftir að hafa hækkað á mánudag vegna fregna af mögulegum samningi ríkjanna tveggja hafa helstu vísitölur í Bandaríkjunum lækkað. Dow Jones og Nasdaq féllu til dæmis um þrjú prósent í dag vegna tíðinda dagsins.Trump virðist þó vera hvergi banginn og segist hann vera vongóður um að samningar takist á milli ríkjanna.„Látum samningaviðræðurnar hefjat. GERUM BANDARÍKIN FRÁBÆR Á NÝ!,“ skrifaði Trump á Twitter......But if a fair deal is able to be made with China, one that does all of the many things we know must be finally done, I will happily sign. Let the negotiations begin. MAKE AMERICA GREAT AGAIN! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2018
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. 3. desember 2018 06:35 Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. 3. desember 2018 06:35
Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44