Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2018 08:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í morgun. vísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. Hennar niðurstaða sé hins vegar sú að sitja áfram á þingi en segir að auðveldast hefði verið fyrir hana sjálfa að hætta á þingi. „Ég hefði auðveldlega getað tekið þá ákvörðun að fara í leyfi eða að fara í veikindaleyfi og ég hugsaði það. En svo hugsaði ég málið aðeins lengra að þá væri ég að taka skellinn fyrir orðræðu annarra og það er gjarnan það sem konur gera,“ sagði Anna Kolbrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist virkilega hafa íhugað það að segja af sér. „Ég er ekki að afsaka mig á neinn máta en það hefði verið auðveldast fyrir mig að fara fyrir sjálfa mig en það hefði ekki breytt lífinu mínu. Ég hefði áfram þurft að lifa með þetta. Þetta er mín niðurstaða núna en þetta er komið í þinglegan feril. Eitthvað kemur út úr því og ég þarf bara að taka stöðuna þá aftur,“ sagði Anna Kolbrún.Anna Kolbrún Árnadóttir á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið á mánudag. Hún vildi þá lítið ræða við fréttamann um Klaustursmálið.Vísir/VilhelmHefur séð dæmi þess að konur fari en eigi sér samt engar málsbætur Aðspurð sagðist Anna Kolbrún hafa tekið það með í reikninginn að meirihluti þjóðarinnar vill að hún segi af sér en samkvæmt könnun Maskínu sem greint var frá í vikunni vilja 74 prósent landsmanna að hún hætti á þingi. „Mér finnst ekkert skrýtið að fólki finnist það en ég hef líka séð dæmi þess að konur hafa farið og þær eiga sér samt engar málsbætur. Ég verð að horfa framan í það sem var og ég verð læra af því. Ef ég hverf af braut þá er ekkert sem segir að ég þurfi að læra af því. En með því að vera gerir það mér að þurfa að laga mig sem manneskju. Það er bara þannig,“ sagði Anna Kolbrún. Hún var spurð út í það hvernig henni leið inni á Klaustur. „Ég gerði það sem ég geri of oft. Ég þagði vissulega en reyndi að koma nokkrum til varnar. Ég er ekki með góða rödd og það heyrist ekki hátt í mér. Ég hefði átt að fara. Ég hefði líka oft áður átt að fara. Ég held meira að segja að ég hafi áður farið. Ég þoli ekki neðanbeltisbrandara.“Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Jafnsek og aðrir Hún viðurkenndi að hún væri jafnsek þar sem hún hefði staðið hjá og ekki gert neitt. Það væri einmitt það sem væri að plaga hana; að hún væri jafnsek þó að hún hefði ekki sett jafn ljót orð fram. Anna Kolbrún sagðist ekki geta svarað því með já eða nei hvort henni þyki rétt að hún sitji áfram á Alþingi. „En ég get sagt að ef ég fer þá er ég að undirstrika það að konur fara. Ef ég sit áfram, sem verður áfram erfitt, þá þýðir það að ég ætla að takast á við þetta. Það verður erfitt og erfitt fyrir fólk að takast á á við þetta. Ef ég bugast þá bugast ég.“ Hún var einnig spurð út í þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason og hvort henni fyndist rétt að þeir sitji áfram á þingi. „Mér finnst rétt af þeim að fara í leyfi. Mér finnst að þeir þurfi að gera í sínum málum og ég veit að þeir eru byrjaðir í þeirri vinnu. Ég veit að þeir fá faglega aðstoð, við fáum öll faglega aðstoð. Þeir þurfa sannarlega að sýna það í verki að þeir eru að vinna í sjálfum sér áður en við tökum næstu skref,“ sagði Anna Kolbrún. Viðtalið við Önnu Kolbrúnu og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í Bítinu í morgun má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. Hennar niðurstaða sé hins vegar sú að sitja áfram á þingi en segir að auðveldast hefði verið fyrir hana sjálfa að hætta á þingi. „Ég hefði auðveldlega getað tekið þá ákvörðun að fara í leyfi eða að fara í veikindaleyfi og ég hugsaði það. En svo hugsaði ég málið aðeins lengra að þá væri ég að taka skellinn fyrir orðræðu annarra og það er gjarnan það sem konur gera,“ sagði Anna Kolbrún í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagðist virkilega hafa íhugað það að segja af sér. „Ég er ekki að afsaka mig á neinn máta en það hefði verið auðveldast fyrir mig að fara fyrir sjálfa mig en það hefði ekki breytt lífinu mínu. Ég hefði áfram þurft að lifa með þetta. Þetta er mín niðurstaða núna en þetta er komið í þinglegan feril. Eitthvað kemur út úr því og ég þarf bara að taka stöðuna þá aftur,“ sagði Anna Kolbrún.Anna Kolbrún Árnadóttir á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið á mánudag. Hún vildi þá lítið ræða við fréttamann um Klaustursmálið.Vísir/VilhelmHefur séð dæmi þess að konur fari en eigi sér samt engar málsbætur Aðspurð sagðist Anna Kolbrún hafa tekið það með í reikninginn að meirihluti þjóðarinnar vill að hún segi af sér en samkvæmt könnun Maskínu sem greint var frá í vikunni vilja 74 prósent landsmanna að hún hætti á þingi. „Mér finnst ekkert skrýtið að fólki finnist það en ég hef líka séð dæmi þess að konur hafa farið og þær eiga sér samt engar málsbætur. Ég verð að horfa framan í það sem var og ég verð læra af því. Ef ég hverf af braut þá er ekkert sem segir að ég þurfi að læra af því. En með því að vera gerir það mér að þurfa að laga mig sem manneskju. Það er bara þannig,“ sagði Anna Kolbrún. Hún var spurð út í það hvernig henni leið inni á Klaustur. „Ég gerði það sem ég geri of oft. Ég þagði vissulega en reyndi að koma nokkrum til varnar. Ég er ekki með góða rödd og það heyrist ekki hátt í mér. Ég hefði átt að fara. Ég hefði líka oft áður átt að fara. Ég held meira að segja að ég hafi áður farið. Ég þoli ekki neðanbeltisbrandara.“Þingmennirnir sem voru á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Ólafur Ísleifsson, Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Jafnsek og aðrir Hún viðurkenndi að hún væri jafnsek þar sem hún hefði staðið hjá og ekki gert neitt. Það væri einmitt það sem væri að plaga hana; að hún væri jafnsek þó að hún hefði ekki sett jafn ljót orð fram. Anna Kolbrún sagðist ekki geta svarað því með já eða nei hvort henni þyki rétt að hún sitji áfram á Alþingi. „En ég get sagt að ef ég fer þá er ég að undirstrika það að konur fara. Ef ég sit áfram, sem verður áfram erfitt, þá þýðir það að ég ætla að takast á við þetta. Það verður erfitt og erfitt fyrir fólk að takast á á við þetta. Ef ég bugast þá bugast ég.“ Hún var einnig spurð út í þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason og hvort henni fyndist rétt að þeir sitji áfram á þingi. „Mér finnst rétt af þeim að fara í leyfi. Mér finnst að þeir þurfi að gera í sínum málum og ég veit að þeir eru byrjaðir í þeirri vinnu. Ég veit að þeir fá faglega aðstoð, við fáum öll faglega aðstoð. Þeir þurfa sannarlega að sýna það í verki að þeir eru að vinna í sjálfum sér áður en við tökum næstu skref,“ sagði Anna Kolbrún. Viðtalið við Önnu Kolbrúnu og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, í Bítinu í morgun má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34
Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00
Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14