Siðanefndarinnar bíður meiri vinna en búist var við Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. desember 2018 15:48 Austurvöllur er ansi jólalegur þessa dagana. Klaustur bar má sjá í bakgrunni, á milli Dómkirkjunnar og Alþingis. Vísir/Vilhelm Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forseti Alþingis, gerði ráð fyrir. Hún segir það að hluta til vegna þess að um er að ræða ný lög og að þetta sé í fyrsta sinn sem nefndin fái mál til umfjöllunar. Nefndin hefur enn ekki hafið störf en hún hefur fundað einu sinni til að undirbúa vinnuna. Lagaskrifstofa Alþingis safnar nú gögnum vegna málsins og mun nefndin hefja störf þegar því er lokið.Ekkert annað erindi borist forsætisnefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustri, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ef Siðanefndin ætlaði að kalla eftir upptökum af samtalinu á Klaustri ætti að kalla eftir öllum upptökum af samtölum þingmanna sem til eru. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi þyrfti forsætisnefnd þó sérstaklega að berast erindi þess efnis sem hún þyrfti þá að vísa til siðanefndar. „Forsætisnefnd ákveður hvað hún felur siðanefndinni að gera. Siðanefndin tekur engar slíkar ákvarðanir,“ segir Ásta Ragnheiður í samtali við Vísi. Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður Lagadeildar Alþingis, segir að undirbúningsvinna sé í fullum gangi og að einungis eitt mál sé á borði nefndarinnar. Hann segir að nú sé verði að afla gagna, bæði frumgagna sem og umfjöllunar úr fjölmiðlum. Síðan muni Alþingi einnig afla upplýsinga frá þingmönnum og segir að yfirleitt sé gert ráð fyrir skriflegri gagnaöflun. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Siðanefnd ætlar að vinna hratt Siðanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman í fyrsta sinn til að skoða samskipti þingmanna á barnum Klaustri. 4. desember 2018 06:00 Vilja fá upptökurnar af samtali þingmannana á Klaustri Siðanefnd hefur verið kölluð saman í fyrsta skipti síðan hún var stofnuð árið 2016. 4. desember 2018 20:49 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Vinna siðanefndar Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða er umfangsmeiri en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður nefndarinnar og fyrrverandi forseti Alþingis, gerði ráð fyrir. Hún segir það að hluta til vegna þess að um er að ræða ný lög og að þetta sé í fyrsta sinn sem nefndin fái mál til umfjöllunar. Nefndin hefur enn ekki hafið störf en hún hefur fundað einu sinni til að undirbúa vinnuna. Lagaskrifstofa Alþingis safnar nú gögnum vegna málsins og mun nefndin hefja störf þegar því er lokið.Ekkert annað erindi borist forsætisnefnd Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustri, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ef Siðanefndin ætlaði að kalla eftir upptökum af samtalinu á Klaustri ætti að kalla eftir öllum upptökum af samtölum þingmanna sem til eru. Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi þyrfti forsætisnefnd þó sérstaklega að berast erindi þess efnis sem hún þyrfti þá að vísa til siðanefndar. „Forsætisnefnd ákveður hvað hún felur siðanefndinni að gera. Siðanefndin tekur engar slíkar ákvarðanir,“ segir Ásta Ragnheiður í samtali við Vísi. Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður Lagadeildar Alþingis, segir að undirbúningsvinna sé í fullum gangi og að einungis eitt mál sé á borði nefndarinnar. Hann segir að nú sé verði að afla gagna, bæði frumgagna sem og umfjöllunar úr fjölmiðlum. Síðan muni Alþingi einnig afla upplýsinga frá þingmönnum og segir að yfirleitt sé gert ráð fyrir skriflegri gagnaöflun.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09 Siðanefnd ætlar að vinna hratt Siðanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman í fyrsta sinn til að skoða samskipti þingmanna á barnum Klaustri. 4. desember 2018 06:00 Vilja fá upptökurnar af samtali þingmannana á Klaustri Siðanefnd hefur verið kölluð saman í fyrsta skipti síðan hún var stofnuð árið 2016. 4. desember 2018 20:49 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Tilbúinn að mæta eiðsvarinn fyrir siðanefnd og segja frá því sem hann hefur heyrt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að ef siðanefnd vilji kalla eftir upptökum til að taka fyrir segist hann skilja það sem svo að nefndin vilji fá allar upptökur af samtölum þingmanna sem til eru. 5. desember 2018 09:09
Siðanefnd ætlar að vinna hratt Siðanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman í fyrsta sinn til að skoða samskipti þingmanna á barnum Klaustri. 4. desember 2018 06:00
Vilja fá upptökurnar af samtali þingmannana á Klaustri Siðanefnd hefur verið kölluð saman í fyrsta skipti síðan hún var stofnuð árið 2016. 4. desember 2018 20:49