Eins og vanalega koma fram helstu tónlistarmenn heimsins á meðan sýningunni stendur og að þessu sinni komu þau Shawn Mendes, Rita Ora, The Chainsmokers, Bebe Rexha, Halsey, Leela James, Kelsea Ballerini, og The Struts fram.
Á umræddum sýningum er hreinlega öllu tjaldað til og mætir fína og fræga fólkið ávallt á staðinn.
Hér að neðan má sjá helstu tónlistaratriðin sem voru á sýningunni en NBC mun sýna tískusýninguna í heild sinni annað kvöld vestanhafs.