Vann hugu og hjörtu allra í Keflavík og endurtekur nú leikinn hjá Dallas Mavericks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2018 16:30 Jennifer Boucek á bekknum hjá Dallas Mavericks. Vísir/Getty Fyrsta konan sem starfar sem aðstoðarþjálfari hjá NBA-félaginu Dallas Mavericks endaði körfuboltaferill sinn á Íslandi fyrir tuttugu árum síðan. FOX Sports fjallaði um þennan mikla Íslandsvin. Bandaríska körfuboltakonan Jennifer Boucek sló í gegn í íslenska körfuboltanum veturinn 1997-98 og hefur haldið góðum tengslum við Ísland síðan. Jennifer Boucek heillaði alla upp úr skónum í Keflavík, ekki aðeins með frammistöðu sinni inn á vellinum (20,7 stig, 4,4 stoðsendingar og 5,3 stolnir boltar að meðaltali í leik í deildinni) heldur einnig með viðmóti sínu og gefandi framkomu. Ævintýri hennar í körfuboltanum voru þó bara rétt að byrja þótt að ferill hennar sem leikmanns hafi endað sem tvöfaldur meistari með Keflavíkurliðinu vorið 1998. Jennifer Boucek fór í framhaldinu að vinna við þjálfun í WNBA-deildinni, fyrst sem aðstoðarþjálfari en seinna sem aðalþjálfari hjá bæði Sacramento Monarchs og Seattle Storm. Hún færði sig síðan yfir í NBA-deildina og gerðist aðstoðarmaður hjá Sacramento Kings. Hún vann við uppbyggingu leikmanna liðsins. Boucek var aðeins þriðja konan til að vera í þjálfarateymi í NBA-deildinni en í sumar hélt hún áfram að skrifa nýjan kafla í NBA-sögunni. Boucek réði sig þá sem aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Dallas Mavericks á sama tíma og hún var ófrísk af sínu fyrsta barni. Dallas Mavericks var tilbúið að vinna með henni þannig að hún gat bæði hugsað um nýfætt barnið sitt sem og starfað sem fyrsti kvenþjálfarinn í sögu Mavericks. Það fylgir líka sögunni að Dallas Mavericks hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu og komið mjög mörgum á óvart. FOX Sports Southwest fjallaði um Jennifer Boucek núverið og um það hvernig hún er að endurskrifa NBA-söguna. Það má sjá þessa skemmtilegu umfjöllun hér fyrir neðan..@jboucek is helping forge the way for females in the @NBA after she became the first female coach in @dallasmavs history. #MFFLpic.twitter.com/b8KsY72RKH — FOX Sports Southwest (@FOXSportsSW) December 5, 2018 NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast Sjá meira
Fyrsta konan sem starfar sem aðstoðarþjálfari hjá NBA-félaginu Dallas Mavericks endaði körfuboltaferill sinn á Íslandi fyrir tuttugu árum síðan. FOX Sports fjallaði um þennan mikla Íslandsvin. Bandaríska körfuboltakonan Jennifer Boucek sló í gegn í íslenska körfuboltanum veturinn 1997-98 og hefur haldið góðum tengslum við Ísland síðan. Jennifer Boucek heillaði alla upp úr skónum í Keflavík, ekki aðeins með frammistöðu sinni inn á vellinum (20,7 stig, 4,4 stoðsendingar og 5,3 stolnir boltar að meðaltali í leik í deildinni) heldur einnig með viðmóti sínu og gefandi framkomu. Ævintýri hennar í körfuboltanum voru þó bara rétt að byrja þótt að ferill hennar sem leikmanns hafi endað sem tvöfaldur meistari með Keflavíkurliðinu vorið 1998. Jennifer Boucek fór í framhaldinu að vinna við þjálfun í WNBA-deildinni, fyrst sem aðstoðarþjálfari en seinna sem aðalþjálfari hjá bæði Sacramento Monarchs og Seattle Storm. Hún færði sig síðan yfir í NBA-deildina og gerðist aðstoðarmaður hjá Sacramento Kings. Hún vann við uppbyggingu leikmanna liðsins. Boucek var aðeins þriðja konan til að vera í þjálfarateymi í NBA-deildinni en í sumar hélt hún áfram að skrifa nýjan kafla í NBA-sögunni. Boucek réði sig þá sem aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Dallas Mavericks á sama tíma og hún var ófrísk af sínu fyrsta barni. Dallas Mavericks var tilbúið að vinna með henni þannig að hún gat bæði hugsað um nýfætt barnið sitt sem og starfað sem fyrsti kvenþjálfarinn í sögu Mavericks. Það fylgir líka sögunni að Dallas Mavericks hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu og komið mjög mörgum á óvart. FOX Sports Southwest fjallaði um Jennifer Boucek núverið og um það hvernig hún er að endurskrifa NBA-söguna. Það má sjá þessa skemmtilegu umfjöllun hér fyrir neðan..@jboucek is helping forge the way for females in the @NBA after she became the first female coach in @dallasmavs history. #MFFLpic.twitter.com/b8KsY72RKH — FOX Sports Southwest (@FOXSportsSW) December 5, 2018
NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum