Skrifstofustjóri Alþingis harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2018 14:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir í stúdíói Bylgjunnar í gærmorgun. vísir/vilhelm Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. Í tilkynningu frá skrifstofustjóra segir að á orðum hennar hafi mátt skilja að starfsmenn Alþingis væru hluti af þessum sérstaka kúltúr. „Sem skrifstofustjóri Alþingis, og fyrirsvarsmaður starfsmanna þess, vil ég mótmæla þessum ummælum og að starfsmenn Alþingis séu á einn eða annan hátt dregnir inn í þá umræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum um samtöl nokkurra þingmanna um samþingsmenn sína og fleiri á veitingahúsi í nágrenni þingsins,“ segir tilkynningu Helga. Anna Kolbrún var í viðtali á Bylgjunni í gærmorgun ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þar sem þau ræddu Klaustursmálið svokallaða. Þar sagði Anna Kolbrún meðal annars: „Það er þannig að þegar fólk byrjar á nýjum vinnustað þá sogast það inn í kúltúrinn sem fyrir er. Við höfum stundum haldið að þetta séu alþingismenn sem skapa þennan kúltúr,“ sagði Anna Kolbrún. Það væru hins vegar ekki aðeins þingmenn. „Það er ábyggilega mjög óáþreifanlegt. Það eru allir að vinna vel. Ég get ekki sagt einhverjar persónur eða eitthvað slíkt. En það er alveg klárt mál að við þurfum, ég veit ekki hvort það misskilst ef ég segi að við þurfum að hjálpast að, ég er að tala um stofnunina Alþingi. Starfsmennirnir eru líka mannlegir. Þeir fara líka inn í þennan kúltúr því þeir eru líka mannlegir,“ sagði Anna Kolbrún en bætti við að hún hefði aldrei kynnst jafn almennilegum og hjálpsömum starfsmönnum og þeim á skrifstofu Alþingis. Þetta væri eitthvað óáþreifanlegt í kúltúr þingsins.Vonar að ummælin séu mælt í ógætni Í tilkynningu skrifstofustjóra Alþingis segir að þegar starfsmenn hefja störf þar þá er brýnt fyrir þeim að sýna háttvísi í hvívetna og koma fram gagnvart þingmönnum og öðrum starfsmönnum af virðingu og nærgætni í orðum og allri framkomu. „Á þetta er jafnframt minnt á starfsmannafundum skrifstofunnar. Ég man ekki til þess að undan starfsmönnum hafi verið kvartað að þessu leyti. Starfsmenn skrifstofu Alþingis leggja metnað sinn í að sinna störfum sínum af einlægni og fagmennsku. Ég harma þessi ummæli þingmannsins, því að þau eiga ekki við rök að styðjast, og vona að þau séu mælt í ógætni, enda fylgdu með þakklætis- og hrósyrði um starfsmennina sem þakka ber,“ segir í tilkynningu skrifstofustjórans sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan:Sem skrifstofustjóri Alþingis, og fyrirsvarsmaður starfsmanna þess, vil ég mótmæla þessum ummælum og að starfsmenn Alþingis séu á einn eða annan hátt dregnir inn í þá umræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum um samtöl nokkurra þingmanna um samþingsmenn sína og fleiri á veitingahúsi í nágrenni þingsins.Þegar starfsmenn hefja störf á Alþingi er brýnt fyrir þeim að sýna háttvísi í hvívetna og koma fram gagnvart þingmönnum og öðrum starfsmönnum af virðingu og nærgætni í orðum og allri framkomu. Á þetta er jafnframt minnt á starfsmannafundum skrifstofunnar. Ég man ekki til þess að undan starfsmönnum hafi verið kvartað að þessu leyti. Starfsmenn skrifstofu Alþingis leggja metnað sinn í að sinna störfum sínum af einlægni og fagmennsku.Ég harma þessi ummæli þingmannsins, því að þau eiga ekki við rök að styðjast, og vona að þau séu mælt í ógætni, enda fylgdu með þakklætis- og hrósyrði um starfsmennina sem þakka ber.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, harmar ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun en þar sagði hún að mjög sérstakur kúltúr væri á Alþingi. Í tilkynningu frá skrifstofustjóra segir að á orðum hennar hafi mátt skilja að starfsmenn Alþingis væru hluti af þessum sérstaka kúltúr. „Sem skrifstofustjóri Alþingis, og fyrirsvarsmaður starfsmanna þess, vil ég mótmæla þessum ummælum og að starfsmenn Alþingis séu á einn eða annan hátt dregnir inn í þá umræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum um samtöl nokkurra þingmanna um samþingsmenn sína og fleiri á veitingahúsi í nágrenni þingsins,“ segir tilkynningu Helga. Anna Kolbrún var í viðtali á Bylgjunni í gærmorgun ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þar sem þau ræddu Klaustursmálið svokallaða. Þar sagði Anna Kolbrún meðal annars: „Það er þannig að þegar fólk byrjar á nýjum vinnustað þá sogast það inn í kúltúrinn sem fyrir er. Við höfum stundum haldið að þetta séu alþingismenn sem skapa þennan kúltúr,“ sagði Anna Kolbrún. Það væru hins vegar ekki aðeins þingmenn. „Það er ábyggilega mjög óáþreifanlegt. Það eru allir að vinna vel. Ég get ekki sagt einhverjar persónur eða eitthvað slíkt. En það er alveg klárt mál að við þurfum, ég veit ekki hvort það misskilst ef ég segi að við þurfum að hjálpast að, ég er að tala um stofnunina Alþingi. Starfsmennirnir eru líka mannlegir. Þeir fara líka inn í þennan kúltúr því þeir eru líka mannlegir,“ sagði Anna Kolbrún en bætti við að hún hefði aldrei kynnst jafn almennilegum og hjálpsömum starfsmönnum og þeim á skrifstofu Alþingis. Þetta væri eitthvað óáþreifanlegt í kúltúr þingsins.Vonar að ummælin séu mælt í ógætni Í tilkynningu skrifstofustjóra Alþingis segir að þegar starfsmenn hefja störf þar þá er brýnt fyrir þeim að sýna háttvísi í hvívetna og koma fram gagnvart þingmönnum og öðrum starfsmönnum af virðingu og nærgætni í orðum og allri framkomu. „Á þetta er jafnframt minnt á starfsmannafundum skrifstofunnar. Ég man ekki til þess að undan starfsmönnum hafi verið kvartað að þessu leyti. Starfsmenn skrifstofu Alþingis leggja metnað sinn í að sinna störfum sínum af einlægni og fagmennsku. Ég harma þessi ummæli þingmannsins, því að þau eiga ekki við rök að styðjast, og vona að þau séu mælt í ógætni, enda fylgdu með þakklætis- og hrósyrði um starfsmennina sem þakka ber,“ segir í tilkynningu skrifstofustjórans sem lesa má í heild sinni hér fyrir neðan:Sem skrifstofustjóri Alþingis, og fyrirsvarsmaður starfsmanna þess, vil ég mótmæla þessum ummælum og að starfsmenn Alþingis séu á einn eða annan hátt dregnir inn í þá umræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum um samtöl nokkurra þingmanna um samþingsmenn sína og fleiri á veitingahúsi í nágrenni þingsins.Þegar starfsmenn hefja störf á Alþingi er brýnt fyrir þeim að sýna háttvísi í hvívetna og koma fram gagnvart þingmönnum og öðrum starfsmönnum af virðingu og nærgætni í orðum og allri framkomu. Á þetta er jafnframt minnt á starfsmannafundum skrifstofunnar. Ég man ekki til þess að undan starfsmönnum hafi verið kvartað að þessu leyti. Starfsmenn skrifstofu Alþingis leggja metnað sinn í að sinna störfum sínum af einlægni og fagmennsku.Ég harma þessi ummæli þingmannsins, því að þau eiga ekki við rök að styðjast, og vona að þau séu mælt í ógætni, enda fylgdu með þakklætis- og hrósyrði um starfsmennina sem þakka ber.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34 Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07 Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. 5. desember 2018 07:34
Blöskrar ummæli Önnu Kolbrúnar sem séu henni ekki til sóma Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, segir orð Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingkonu Miðflokksins, um starfsmenn Alþingis afar ósmekkleg og henni ekki til sóma. 6. desember 2018 09:07
Segist læra af Klaustursmálinu með því að sitja áfram á þingi Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna sem sátu á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn og töluðu á óviðeigandi hátt meðal annars um samþingmenn sína, segir að sér finnist það ekki skrýtið að fólk vilji að hún segi af sér þingmennsku vegna málsins. 5. desember 2018 08:47