Assange hafnar samkomulaginu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 23:46 Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AP/Frank Augstein Lögfræðingur Julian Assange hefur fyrir hönd skjólstæðings síns hafnað samkomulagi sem yfirvöld í Ekvador tilkynntu í dag að náðst hafi við yfirvöld í Bretlandi um að Assange yrði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. Því gæti hann yfirgefið sendiráðið þar sem hann hefur mátt dúsa undanfarin ár. Í samtali við Daily Telegraph segir Barry Pollack, lögfræðingur Assange, að samkomulagið sé hins vegar ekki ásættanlegt, ekki væri rétt að áætla að þar sem Assange yrði ekki framseldur til lands þar sem dauðarefsing væri möguleiki gæti hann um frjálst höfuð strokið. Assange muni aldrei samþykkja samkomulag sem geti falið í sér minnsta möguleika á að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Svo virðist sem að saksóknarar í Bandaríkjunum hafi opinberað vegna mistaka að ákæra gegn Assange hafi verið undirbúin. Leynd hvíli hins vegar á ákærunni þar til og þá ef hann verður handtekinn. Í dómsskjölunum sem um ræðir stóð að ákærurnar og handtökuskipun „yrðu að vera innsiglaðar þar til Assange verður handtekinn í tengslum við ákærurnar og hann gæti þar af leiðandi ekki lengur forðast handtöku og framsal“. Assange flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur þó verið felld niður en handtökuskipun var gefin út gagnvart Assange í Bretlandi vegna þess að hann mætti ekki fyrir dómara. Ekvador Norðurlönd Suður-Ameríka Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Lögfræðingur Julian Assange hefur fyrir hönd skjólstæðings síns hafnað samkomulagi sem yfirvöld í Ekvador tilkynntu í dag að náðst hafi við yfirvöld í Bretlandi um að Assange yrði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. Því gæti hann yfirgefið sendiráðið þar sem hann hefur mátt dúsa undanfarin ár. Í samtali við Daily Telegraph segir Barry Pollack, lögfræðingur Assange, að samkomulagið sé hins vegar ekki ásættanlegt, ekki væri rétt að áætla að þar sem Assange yrði ekki framseldur til lands þar sem dauðarefsing væri möguleiki gæti hann um frjálst höfuð strokið. Assange muni aldrei samþykkja samkomulag sem geti falið í sér minnsta möguleika á að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Svo virðist sem að saksóknarar í Bandaríkjunum hafi opinberað vegna mistaka að ákæra gegn Assange hafi verið undirbúin. Leynd hvíli hins vegar á ákærunni þar til og þá ef hann verður handtekinn. Í dómsskjölunum sem um ræðir stóð að ákærurnar og handtökuskipun „yrðu að vera innsiglaðar þar til Assange verður handtekinn í tengslum við ákærurnar og hann gæti þar af leiðandi ekki lengur forðast handtöku og framsal“. Assange flúði til sendiráðsins og sótti um pólitískt hæli þar vegna þess að hann hafði verið ákærður fyrir nauðgun í Svíþjóð. Sú ákæra hefur þó verið felld niður en handtökuskipun var gefin út gagnvart Assange í Bretlandi vegna þess að hann mætti ekki fyrir dómara.
Ekvador Norðurlönd Suður-Ameríka Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03
Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. 16. nóvember 2018 08:48