Grammy-tilnefningar: Kendrick fyrirferðarmestur á meðan konur sækja í sig veðrið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2018 10:30 Kendrick Lamar hefur þrisvar verið tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir bestu plötuna en aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Kevin Winter/Getty Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. Hann er meðal annars tilnefndur í flokki bestu plötunnar, bestu smáskífunnar og besta rappflutnings (e. rap performance). Næstur á eftir Lamar í fjölda tilnefninga er kanadíska stórstjarnan Drake, með sjö tilnefningar. Lamar er tilnefndur til verðlauna fyrir bestu plötu ársins fyrir plötuna Black Panther sem samin var fyrir samnefnda kvikmynd úr smiðju ofurhetjurisans Marvel. Myndin fjallar, eins og einhverjir lesendur gætu eflaust hafa áttað sig á, um ofurhetjuna Black Panther, eða Svarta pardusinn, sem leikinn er af Chadwick Boseman. Þetta er í fjórða sinn sem Lamar er tilnefndur í flokki bestu plötu ársins en hann hefur aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Hann þurfti á seinustu Grammy-verðlaunahátíð, í febrúar þess árs, að lúta í lægra haldi fyrir popparanum Bruno Mars en plata hans 24K Magic, hafði betur gegn plötu Lamar, DAMN.Rapparinn Drake átti afar gott ár og er tilnefndur í sjö flokkum.Prince Williams/GettyHlutur kvenna stærri en í fyrra Athygli vekur að talsvert fleiri konur eiga upp á pallborðið hjá Grammy-tilnefningarnefndinni heldur en í fyrra. Til að mynda eru fimm konur tilnefndar fyrir bestu plötuna á móti þremur körlum. Í fyrrra var hlutfallið nokkuð frábrugðið, eða ein kona á móti fjórum körlum. Þá eru þrjár konur tilnefndar í flokki bestu smáskífu en á síðasta ári hlaut engin kona náð í augum dómnefndarinnar í þeim flokki. Þá eru sex konur í hópi þeirra átta sem tilnefnd eru í flokki nýs listamanns. Vert að taka það fram að í stærstu Grammy-flokkunum hefur tilnefningum verið fjölgað um þrjár frá því á seinasta ári, úr fimm upp í átta.Söngkonurnar Cardi B og Dua Lipa eru meðal þeirra sem tilnefnd eru í þeim Grammy-flokkum sem þykja stærstir.Kevin Mazur/Tristar Media/Getty ImagesTilnefningar í stærstu flokkunum:Plata ársins:Invasion of Privacy – Cardi BBy the way, I forgive you – Brandi CarlileScorpion – DrakeBeerbongs and Bentleys – Post MaloneDirty Computer – Janelle MonáeGolden Hour – Kacey MusgravesBlack Panther – Kendrick LamarSmáskífa ársins:I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay BalwinThe Joke – Brandi CarlileThis is America – Childish GambinoGod‘s Plan – DrakeShallow – Lady Gaga & Bradley CooperAll the Stars – Kendrick Lamar & SZARockstar – Post MaloneThe Middle – Zedd, Maren Morris & GreyBesti nýi listamaður:Chloe X HalleLuke CombsGreta van FleetH.E.R. Dua LipaMargo PriceBebe RexhaJorja SmithGrammy-verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 10. febrúar 2019. Listann yfir tilnefningar til verðlauna í heild sinni má sjá hér. Grammy Tónlist Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Kendrick Lamar, rapparinn vinsæli af vesturströnd Bandaríkjanna er sá tónlistarmaður sem tilnefndur er til flestra Grammy-verðlauna þetta árið en hann er tilnefndur til átta verðlauna. Hann er meðal annars tilnefndur í flokki bestu plötunnar, bestu smáskífunnar og besta rappflutnings (e. rap performance). Næstur á eftir Lamar í fjölda tilnefninga er kanadíska stórstjarnan Drake, með sjö tilnefningar. Lamar er tilnefndur til verðlauna fyrir bestu plötu ársins fyrir plötuna Black Panther sem samin var fyrir samnefnda kvikmynd úr smiðju ofurhetjurisans Marvel. Myndin fjallar, eins og einhverjir lesendur gætu eflaust hafa áttað sig á, um ofurhetjuna Black Panther, eða Svarta pardusinn, sem leikinn er af Chadwick Boseman. Þetta er í fjórða sinn sem Lamar er tilnefndur í flokki bestu plötu ársins en hann hefur aldrei hreppt verðlaunin eftirsóttu. Hann þurfti á seinustu Grammy-verðlaunahátíð, í febrúar þess árs, að lúta í lægra haldi fyrir popparanum Bruno Mars en plata hans 24K Magic, hafði betur gegn plötu Lamar, DAMN.Rapparinn Drake átti afar gott ár og er tilnefndur í sjö flokkum.Prince Williams/GettyHlutur kvenna stærri en í fyrra Athygli vekur að talsvert fleiri konur eiga upp á pallborðið hjá Grammy-tilnefningarnefndinni heldur en í fyrra. Til að mynda eru fimm konur tilnefndar fyrir bestu plötuna á móti þremur körlum. Í fyrrra var hlutfallið nokkuð frábrugðið, eða ein kona á móti fjórum körlum. Þá eru þrjár konur tilnefndar í flokki bestu smáskífu en á síðasta ári hlaut engin kona náð í augum dómnefndarinnar í þeim flokki. Þá eru sex konur í hópi þeirra átta sem tilnefnd eru í flokki nýs listamanns. Vert að taka það fram að í stærstu Grammy-flokkunum hefur tilnefningum verið fjölgað um þrjár frá því á seinasta ári, úr fimm upp í átta.Söngkonurnar Cardi B og Dua Lipa eru meðal þeirra sem tilnefnd eru í þeim Grammy-flokkum sem þykja stærstir.Kevin Mazur/Tristar Media/Getty ImagesTilnefningar í stærstu flokkunum:Plata ársins:Invasion of Privacy – Cardi BBy the way, I forgive you – Brandi CarlileScorpion – DrakeBeerbongs and Bentleys – Post MaloneDirty Computer – Janelle MonáeGolden Hour – Kacey MusgravesBlack Panther – Kendrick LamarSmáskífa ársins:I like it – Cardi B, Bad Bunny & Jay BalwinThe Joke – Brandi CarlileThis is America – Childish GambinoGod‘s Plan – DrakeShallow – Lady Gaga & Bradley CooperAll the Stars – Kendrick Lamar & SZARockstar – Post MaloneThe Middle – Zedd, Maren Morris & GreyBesti nýi listamaður:Chloe X HalleLuke CombsGreta van FleetH.E.R. Dua LipaMargo PriceBebe RexhaJorja SmithGrammy-verðlaunahátíðin fer fram í Los Angeles þann 10. febrúar 2019. Listann yfir tilnefningar til verðlauna í heild sinni má sjá hér.
Grammy Tónlist Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist