Stúlkan æfir körfubolta og mætir á leiki Warriors með pabba sínum. Hún ætlaði að kaupa sér Curry-skó á heimasíðu Under Armour en henni til mikillar armæðu var aðeins hægt að kaupa skóna á strákahluta síðunnar.
Hér að neðan má sjá bréfið frá henni.
My daughter’s letter to Steph Curry. Her way of attempting to make a difference. Proud of her. #girlshooptoo #kicks #curry5 @stephencurry30 @ayeshacurry @underarmourView this post on Instagram
A post shared by Chris Morrison (@morn24) on Nov 18, 2018 at 5:22pm PST
Curry hefur lengi barist fyrir réttindum kvenna og á þess utan tvær dætur. Það mátti því búast við að hann tæki málið í sínar hendur. Það gerði hann svo sannarlega.
Curry handskrifaði bréf á móti og birti á Twitter. Þar sagði hann að verið væri að breyta þessu hjá Under Armour núna.
Þess utan sendi hann henni par af Curry 5 skóm og lofaði henni því að vera ein af þeim fyrstu sem myndi fá Curry 6 er þeir koma.
Appreciate you helping us get better Riley! We got you. #MoreToComepic.twitter.com/UBoTklvwhg
— Stephen Curry (@StephenCurry30) November 29, 2018