Gunnar Bragi og Bergþór Ólason stíga til hliðar Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2018 16:51 Iðrun þingmanna er mikil og einlæg og ég vona að þið getið með tímanum séð ykkur fært að veita fyrirgefningu, segir Sigmundur um þá Gunnar Braga og Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins munu stíga til hliðar og taka sér leyfi frá þingmennsku um ótiltekinn tíma í kjölfar Klaustur-málsins svokallaða. Þetta kemur fram í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sendi félögum í flokknum nú fyrir stundu. Vísir birtir bréfið í heild sinni hér neðar en þar kemur meðal annars fram að málið hafi reynt mjög á flokksmenn. Gunnar Bragi og Berþór fóru mikinn á fundi þeirra þriggja, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur auk þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins. Eins og Vísir greindi frá nú fyrir skömmu hefur þeim Ólafi og Karli Gauta verið vikið úr flokknum vegna málsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mætti í veislu forsetans á Bessastöðum í gær.vísir/VilhelmHræsnisfull afstaða Sigmundur segir það vissulega svo að það sem sagt er í einkasamtölum afmarkaðs hóps annars eðlis en það sem sagt er opinberlega. „Ummæli geta verið sett fram í öðrum tilgangi en ætla mætti, stundum eru menn að sýnast eða villa um fyrir öðrum. Fólk sem engum er illa við er jafnvel gagnrýnt út frá klisjum sem hafa verið í umræðunni. Tilhneigingin þingmanna á þessum samkomum hefur verið sú að hlusta á og reyna að lesa í það sem sagt er. Það réttlætir þó ekki slíkar umræður,“ segir meðal annars í bréfinu. Þá segir Sigmundur Davíð að honum hafi þótt það til marks um „einstaka hræsni þegar fólk sem maður hefur ítrekað heyrt segja hreint út sagt ógeðfellda hluti um félaga sína og grófustu brandara sem ég veit um stígur nú fram uppfullt af vandlætingu.“Gunnar Bragi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmennina á Klaustursupptökunum að segja af sér.Vísir/VilhelmEkki ætlunin að meiða aðra Formaðurinn bendir á að þó aðrir hagi sér með þessum hætti þá afsaki það að sjálfsögðu ekki einu slíku umræðurnar sem urðu opinberar, þá með vísan til Klaustur-upptaknanna, eða þá þingmenn sem tóku þátt í þeim. En mikilvægt sé að setja þetta í samhengi ef menn vilji raunverulega laga þetta ástand. „Ég bið flokksmenn að hafa það hugfast að það var ekki ætlun nokkurs mann að meiða aðra og þingmenn hafa undanfarna daga beðið þá afsökunar sem blandað var í umræðurnar með óviðurkvæmilegum hætti. Þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason áforma að taka sér leyfi frá störfum. Iðrun þingmanna er mikil og einlæg og ég vona að þið getið með tímanum séð ykkur fært að veita fyrirgefningu.“Samræðurnar fóru fram á Klaustur bar þann 20. nóvember.Vísir/VilhelmBréf Sigmundar Davíðs í heild sinniKæru félagar og vinirÉg veit að undanfarnir dagar hafa reynt mikið á ykkur og það þykir mér einstaklega leitt.Þingmenn flokksins eru miður sín yfir mörgum þeirra orða sem féllu í einkasamtölum sem gerð hafa verið opinber undanfarna daga. Sumt af því sem reyndist hafa verið sagt kom jafnvel þeim sem sögðu það á óvart. Þar var m.a. um að ræða orð sem menn töldu að þeir myndu aldrei taka sér í munn.Það góða fólk sem skipar flokkinn okkar átti það svo sannarlega ekki skilið að þurfa að hlusta á slíkt tal frá þingmönnum sínum.Vanlíðan þeirra þingmanna sem komu við sögu hefur verið mikil. Fyrst og fremst yfir því að hafa brugðist ykkur og sjálfum sér.Ljóst er að þetta kallar á mikið endurmat eins og ég útskýri hér að neðan.Ég var alinn upp við að maður eigi að sýna einstaklingum virðingu og hef ætíð reynt að forðast persónuníð þrátt fyrir að hart sé tekist á í pólitíkinni. Ég hef aldrei notað blótsyrði frá því að ég var barn og lofaði ömmu minni að ég myndi ekki taka mér þau orð í munn. Auk þess er ég almennt feiminn við gróft tal þótt eflaust hafi komið fyrir að ég hafi hætt mér út í slíkt tal við vissar aðstæður.Ljóst er að ég hefði átt að stöðva fyrrnefnt samsæti þegar það þróaðist með þeim hætti sem það gerði. Sem formaður flokksins var það mitt að gera það frekar en annarra. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki gert það en sök mín hvað þetta varðar er því miður miklu meiri en nemur þessum eina fundi. Frá því ég hóf þátttöku í pólitík eru fjölmörg dæmi um að ég eða aðrir hefðum átt að grípa inn í og stöðva óviðeigandi umræður. Ég hef setið ótalsinnum með fulltrúum ólíkra flokka þar sem sambærilegar umræður hafa átt sér stað án þess að ég eða aðrir höfum stöðvað þær.Slík samsæti hafa átt sér stað allan þann tíma sem ég hef verið í pólitík og af sögum eldri þingmanna að dæma miklu lengur. Ég hef hlustað á þingmenn flestra flokka úthúða flokksfélögum sínum og nota orðbragð sem í sumum, jafnvel mörgum, tilvikum er enn grófara en það sem birst hefur að undanförnu. Þingmenn af báðum kynjum eiga þar í hlut og fórnarlömbin eru auk þess af báðum kynjum.Vissulega er það sem sagt er í einkasamtölum afmarkaðs hóps annars eðlis en það sem sagt er opinberlega. Ummæli geta verið sett fram í öðrum tilgangi en ætla mætti, stundum eru menn að sýnast eða villa um fyrir öðrum. Fólk sem engum er illa við er jafnvel gagnrýnt út frá klisjum sem hafa verið í umræðunni. Tilhneigingin þingmanna á þessum samkomum hefur verið sú að hlusta á og reyna að lesa í það sem sagt er. Það réttlætir þó ekki slíkar umræður.Mér hefur þótt það til marks um einstaka hræsni þegar fólk sem maður hefur ítrekað heyrt segja hreint út sagt ógeðfellda hluti um félaga sína og grófustu brandara sem ég veit um stígur nú fram uppfullt af vandlætingu.Það að aðrir hagi sér með þessum hætti afsakar að sjálfsögðu ekki einu slíku umræðurnar sem urðu opinberar eða þá þingmenn sem tóku þátt í þeim. Þó er mikilvægt að setja þetta í samhengi ef við ætlum raunverulega að laga þetta ástand.Ég bið flokksmenn að hafa það hugfast að það var ekki ætlun nokkurs mann að meiða aðra og þingmenn hafa undanfarna daga beðið þá afsökunar sem blandað var í umræðurnar með óviðurkvæmilegum hætti.Þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason áforma að taka sér leyfi frá störfum. Iðrun þingmanna er mikil og einlæg og ég vona að þið getið með tímanum séð ykkur fært að veita fyrirgefningu.Nú ættum við að einsetja okkur að fara yfir hvernig við störfum sem flokkur, og sérstaklega þingflokkurinn, með það að markmiði að við verðum til fyrirmyndar í allri framkomu og hegðun. Leggja línurnar um hvernig við tölum við- og um annað fólk, þátttöku í skemmtunum og öðrum viðburðum, meðferð áfengis og aðra þá hluti sem vonandi geta orðið til þess að hafa jákvæð áhrif á starfsumhverfi stjórnmálanna.Starf flokksins, þau málefni sem við berjumst fyrir og árangurinn sem við höfum náð til þessa er það mikilvægur að við megum aldrei aftur láta óásættanlega hegðun trufla það starf. Þá gildir einu um hvort það er á opinberum vettvangi eða í einkasamkvæmum.Þið flokksmenn, sem hafið unnið undravert starf á liðnu ári eigið skilið að fulltrúar ykkar sýni af sér sæmd og fyrirmyndar framkomu hvar sem þeir koma. Vonandi getum við með því, og lærdómnum af því sem við höfum upplifað, haft góð áhrif á allt stjórnmálastarf á Íslandi.Með einlægri vinsemd og þakklæti,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins munu stíga til hliðar og taka sér leyfi frá þingmennsku um ótiltekinn tíma í kjölfar Klaustur-málsins svokallaða. Þetta kemur fram í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sendi félögum í flokknum nú fyrir stundu. Vísir birtir bréfið í heild sinni hér neðar en þar kemur meðal annars fram að málið hafi reynt mjög á flokksmenn. Gunnar Bragi og Berþór fóru mikinn á fundi þeirra þriggja, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur auk þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar Flokki fólksins. Eins og Vísir greindi frá nú fyrir skömmu hefur þeim Ólafi og Karli Gauta verið vikið úr flokknum vegna málsins.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mætti í veislu forsetans á Bessastöðum í gær.vísir/VilhelmHræsnisfull afstaða Sigmundur segir það vissulega svo að það sem sagt er í einkasamtölum afmarkaðs hóps annars eðlis en það sem sagt er opinberlega. „Ummæli geta verið sett fram í öðrum tilgangi en ætla mætti, stundum eru menn að sýnast eða villa um fyrir öðrum. Fólk sem engum er illa við er jafnvel gagnrýnt út frá klisjum sem hafa verið í umræðunni. Tilhneigingin þingmanna á þessum samkomum hefur verið sú að hlusta á og reyna að lesa í það sem sagt er. Það réttlætir þó ekki slíkar umræður,“ segir meðal annars í bréfinu. Þá segir Sigmundur Davíð að honum hafi þótt það til marks um „einstaka hræsni þegar fólk sem maður hefur ítrekað heyrt segja hreint út sagt ógeðfellda hluti um félaga sína og grófustu brandara sem ég veit um stígur nú fram uppfullt af vandlætingu.“Gunnar Bragi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmennina á Klaustursupptökunum að segja af sér.Vísir/VilhelmEkki ætlunin að meiða aðra Formaðurinn bendir á að þó aðrir hagi sér með þessum hætti þá afsaki það að sjálfsögðu ekki einu slíku umræðurnar sem urðu opinberar, þá með vísan til Klaustur-upptaknanna, eða þá þingmenn sem tóku þátt í þeim. En mikilvægt sé að setja þetta í samhengi ef menn vilji raunverulega laga þetta ástand. „Ég bið flokksmenn að hafa það hugfast að það var ekki ætlun nokkurs mann að meiða aðra og þingmenn hafa undanfarna daga beðið þá afsökunar sem blandað var í umræðurnar með óviðurkvæmilegum hætti. Þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason áforma að taka sér leyfi frá störfum. Iðrun þingmanna er mikil og einlæg og ég vona að þið getið með tímanum séð ykkur fært að veita fyrirgefningu.“Samræðurnar fóru fram á Klaustur bar þann 20. nóvember.Vísir/VilhelmBréf Sigmundar Davíðs í heild sinniKæru félagar og vinirÉg veit að undanfarnir dagar hafa reynt mikið á ykkur og það þykir mér einstaklega leitt.Þingmenn flokksins eru miður sín yfir mörgum þeirra orða sem féllu í einkasamtölum sem gerð hafa verið opinber undanfarna daga. Sumt af því sem reyndist hafa verið sagt kom jafnvel þeim sem sögðu það á óvart. Þar var m.a. um að ræða orð sem menn töldu að þeir myndu aldrei taka sér í munn.Það góða fólk sem skipar flokkinn okkar átti það svo sannarlega ekki skilið að þurfa að hlusta á slíkt tal frá þingmönnum sínum.Vanlíðan þeirra þingmanna sem komu við sögu hefur verið mikil. Fyrst og fremst yfir því að hafa brugðist ykkur og sjálfum sér.Ljóst er að þetta kallar á mikið endurmat eins og ég útskýri hér að neðan.Ég var alinn upp við að maður eigi að sýna einstaklingum virðingu og hef ætíð reynt að forðast persónuníð þrátt fyrir að hart sé tekist á í pólitíkinni. Ég hef aldrei notað blótsyrði frá því að ég var barn og lofaði ömmu minni að ég myndi ekki taka mér þau orð í munn. Auk þess er ég almennt feiminn við gróft tal þótt eflaust hafi komið fyrir að ég hafi hætt mér út í slíkt tal við vissar aðstæður.Ljóst er að ég hefði átt að stöðva fyrrnefnt samsæti þegar það þróaðist með þeim hætti sem það gerði. Sem formaður flokksins var það mitt að gera það frekar en annarra. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki gert það en sök mín hvað þetta varðar er því miður miklu meiri en nemur þessum eina fundi. Frá því ég hóf þátttöku í pólitík eru fjölmörg dæmi um að ég eða aðrir hefðum átt að grípa inn í og stöðva óviðeigandi umræður. Ég hef setið ótalsinnum með fulltrúum ólíkra flokka þar sem sambærilegar umræður hafa átt sér stað án þess að ég eða aðrir höfum stöðvað þær.Slík samsæti hafa átt sér stað allan þann tíma sem ég hef verið í pólitík og af sögum eldri þingmanna að dæma miklu lengur. Ég hef hlustað á þingmenn flestra flokka úthúða flokksfélögum sínum og nota orðbragð sem í sumum, jafnvel mörgum, tilvikum er enn grófara en það sem birst hefur að undanförnu. Þingmenn af báðum kynjum eiga þar í hlut og fórnarlömbin eru auk þess af báðum kynjum.Vissulega er það sem sagt er í einkasamtölum afmarkaðs hóps annars eðlis en það sem sagt er opinberlega. Ummæli geta verið sett fram í öðrum tilgangi en ætla mætti, stundum eru menn að sýnast eða villa um fyrir öðrum. Fólk sem engum er illa við er jafnvel gagnrýnt út frá klisjum sem hafa verið í umræðunni. Tilhneigingin þingmanna á þessum samkomum hefur verið sú að hlusta á og reyna að lesa í það sem sagt er. Það réttlætir þó ekki slíkar umræður.Mér hefur þótt það til marks um einstaka hræsni þegar fólk sem maður hefur ítrekað heyrt segja hreint út sagt ógeðfellda hluti um félaga sína og grófustu brandara sem ég veit um stígur nú fram uppfullt af vandlætingu.Það að aðrir hagi sér með þessum hætti afsakar að sjálfsögðu ekki einu slíku umræðurnar sem urðu opinberar eða þá þingmenn sem tóku þátt í þeim. Þó er mikilvægt að setja þetta í samhengi ef við ætlum raunverulega að laga þetta ástand.Ég bið flokksmenn að hafa það hugfast að það var ekki ætlun nokkurs mann að meiða aðra og þingmenn hafa undanfarna daga beðið þá afsökunar sem blandað var í umræðurnar með óviðurkvæmilegum hætti.Þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason áforma að taka sér leyfi frá störfum. Iðrun þingmanna er mikil og einlæg og ég vona að þið getið með tímanum séð ykkur fært að veita fyrirgefningu.Nú ættum við að einsetja okkur að fara yfir hvernig við störfum sem flokkur, og sérstaklega þingflokkurinn, með það að markmiði að við verðum til fyrirmyndar í allri framkomu og hegðun. Leggja línurnar um hvernig við tölum við- og um annað fólk, þátttöku í skemmtunum og öðrum viðburðum, meðferð áfengis og aðra þá hluti sem vonandi geta orðið til þess að hafa jákvæð áhrif á starfsumhverfi stjórnmálanna.Starf flokksins, þau málefni sem við berjumst fyrir og árangurinn sem við höfum náð til þessa er það mikilvægur að við megum aldrei aftur láta óásættanlega hegðun trufla það starf. Þá gildir einu um hvort það er á opinberum vettvangi eða í einkasamkvæmum.Þið flokksmenn, sem hafið unnið undravert starf á liðnu ári eigið skilið að fulltrúar ykkar sýni af sér sæmd og fyrirmyndar framkomu hvar sem þeir koma. Vonandi getum við með því, og lærdómnum af því sem við höfum upplifað, haft góð áhrif á allt stjórnmálastarf á Íslandi.Með einlægri vinsemd og þakklæti,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira