Segir örorkukröfur Icelandair fráleita þvingunaraðferð Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 17:12 Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir Flugfreyjum hjá Icelandair gefst færi á að halda hlutastarfi hjá félaginu að því gefnu að þær sýni fram á örorku. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir um að ræða fráleita þvingunaraðferð. Icelandair tilkynnti flugfreyjum sínum í september að þeim yrði framvegis bannað að vinna í hlutastarfi hjá fyrirtækinu. Frá kröfunni um fullt starf eru undanskildar þær flugfreyjur sem hafa starfað í 30 ár eða lengur, eru 55 ára og eldri eða hafa eignast barn á síðustu tveimur árum.Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/VilhelmStarfsmenn knúðir til að sækja um örorku Ný undanþága virðist nú hafa bæst við að en flugfreyjum gefst kostur á að halda hlutastarfi skili þær inn gildu örorkumati frá lífeyrissjóði, tryggingafélagi eða Tryggingstofnun. Þá eru læknisvottorð ekki tekin gild. Drífa Snædal forseti ASÍ vakti athygli á málinu í vikupistli sínum sem sendur var út síðdegis í dag þar sem hún fór yfir landslag í kjaramálum í kjölfar uppsagna í fluggeiranum, einkum hjá Air Associates á Keflavíkurflugvelli og WOW Air. „Þegar sjónum er beint að hinu stóra flugfélaginu, Icelandair, berast þaðan uggvænlegar upplýsingar þar sem búið er að skilyrða áframhaldandi hlutastörf flugfreyja og flugþjóna við örorkumat. Þannig er verið að knýja þá sem vilja halda í sín hlutastörf til að sækja um örorku.“Veldur áhyggjum og raski á einkalífi Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir félaginu hafa borist afrit af póstum frá Icelandair, þar sem ítrekað er að almenn læknisvottorð gildi ekki heldur þurfi að sýna gilt örorkumat. „Þetta leggst mjög illa í félagsmenn og veldur þeim gífurlegum áhyggjum og raski á þeirra einkalífi. Þarna er vinnuveitandi að knýja starfsmenn til að sækja um örorkumat til að halda sínu hlutastarfi, á sama tíma og atvinnurekendur eru að furða sig á háu hlutfalli á nýtingu örorku. Þetta er fráleit þvingunaraðgerð,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Drífa gagnrýnir fyrirkomulagið einnig harðlega. Hún veltir því upp í samtali við Vísi hvort örorkumatið verði mögulega notað gegn fólki síðar. „Hver er tilgangurinn? Verður þetta þá notað gegn fólki síðar? Í hvaða stöðu er verið að setja starfsfólk?“ segir Drífa. Bann við því að flugfreyjur vinni hlutastarf hjá Icelandair tekur gildi um áramótin. Flugfreyjufélagið stefndi Icelandair fyrir Félagsdóm en málið var þingfest í október. Aðalmeðferð fer fram þann 13. desember næstkomandi en þar verða meðal annars teknar fyrir umræddar undanþágur sem Icelandair hefur veitt vegna hlutastarfanna. Ekki náðist í Boga Nils Bogason, starfandi forstjóra Icelandair, við vinnslu fréttarinnar. Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva "ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. 3. október 2018 17:19 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. 7. nóvember 2018 07:00 „Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. 10. október 2018 11:57 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Flugfreyjum hjá Icelandair gefst færi á að halda hlutastarfi hjá félaginu að því gefnu að þær sýni fram á örorku. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir um að ræða fráleita þvingunaraðferð. Icelandair tilkynnti flugfreyjum sínum í september að þeim yrði framvegis bannað að vinna í hlutastarfi hjá fyrirtækinu. Frá kröfunni um fullt starf eru undanskildar þær flugfreyjur sem hafa starfað í 30 ár eða lengur, eru 55 ára og eldri eða hafa eignast barn á síðustu tveimur árum.Drífa Snædal forseti AlþýðusambandsinsVísir/VilhelmStarfsmenn knúðir til að sækja um örorku Ný undanþága virðist nú hafa bæst við að en flugfreyjum gefst kostur á að halda hlutastarfi skili þær inn gildu örorkumati frá lífeyrissjóði, tryggingafélagi eða Tryggingstofnun. Þá eru læknisvottorð ekki tekin gild. Drífa Snædal forseti ASÍ vakti athygli á málinu í vikupistli sínum sem sendur var út síðdegis í dag þar sem hún fór yfir landslag í kjaramálum í kjölfar uppsagna í fluggeiranum, einkum hjá Air Associates á Keflavíkurflugvelli og WOW Air. „Þegar sjónum er beint að hinu stóra flugfélaginu, Icelandair, berast þaðan uggvænlegar upplýsingar þar sem búið er að skilyrða áframhaldandi hlutastörf flugfreyja og flugþjóna við örorkumat. Þannig er verið að knýja þá sem vilja halda í sín hlutastörf til að sækja um örorku.“Veldur áhyggjum og raski á einkalífi Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands segir félaginu hafa borist afrit af póstum frá Icelandair, þar sem ítrekað er að almenn læknisvottorð gildi ekki heldur þurfi að sýna gilt örorkumat. „Þetta leggst mjög illa í félagsmenn og veldur þeim gífurlegum áhyggjum og raski á þeirra einkalífi. Þarna er vinnuveitandi að knýja starfsmenn til að sækja um örorkumat til að halda sínu hlutastarfi, á sama tíma og atvinnurekendur eru að furða sig á háu hlutfalli á nýtingu örorku. Þetta er fráleit þvingunaraðgerð,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Drífa gagnrýnir fyrirkomulagið einnig harðlega. Hún veltir því upp í samtali við Vísi hvort örorkumatið verði mögulega notað gegn fólki síðar. „Hver er tilgangurinn? Verður þetta þá notað gegn fólki síðar? Í hvaða stöðu er verið að setja starfsfólk?“ segir Drífa. Bann við því að flugfreyjur vinni hlutastarf hjá Icelandair tekur gildi um áramótin. Flugfreyjufélagið stefndi Icelandair fyrir Félagsdóm en málið var þingfest í október. Aðalmeðferð fer fram þann 13. desember næstkomandi en þar verða meðal annars teknar fyrir umræddar undanþágur sem Icelandair hefur veitt vegna hlutastarfanna. Ekki náðist í Boga Nils Bogason, starfandi forstjóra Icelandair, við vinnslu fréttarinnar.
Icelandair Kjaramál Tengdar fréttir Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva "ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. 3. október 2018 17:19 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. 7. nóvember 2018 07:00 „Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. 10. október 2018 11:57 Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Segja ásakanir miðstjórnar ASÍ innihaldslausar Vinnumálastofnun hefur lýst yfir undrun sinni á ályktun miðstjórnar ASÍ frá í dag þar sem stofnunin er sökuð um að hafa látið hjá líða að nota þau lagalegu úrræði sem stofnunin hefur til þess að stöðva "ólöglega starfsemi“ Primera Air Nordic hér landi. 3. október 2018 17:19
Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31
Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. 7. nóvember 2018 07:00
„Langflestar“ flugfreyjur Icelandair völdu fullt starf Meirihluti flugfreyja og flugþjóna í hlutastarfi hjá Icelandair, sem gert var að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna, valdi fyrri kostinn. 10. október 2018 11:57