Reiði í Katalóníu vegna leka Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. nóvember 2018 07:45 Cosidó sagði Lýðflokkinn geta stýrt úr bakherbergjum. Nordicphotos/Getty Spænski fréttavefurinn El Español birti í gær skilaboð sem Ignacio Cosidó, þingflokksformaður Lýðflokksins, sendi samherjum sínum á þingi um gerð samkomulags við Sósíalistaflokkinn, sem er í ríkisstjórn, og sagði Lýðflokkinn hafa náð því fram að flokkurinn fengi ákveðið vald yfir hæstarétti Spánar. Þannig hafi flokkurinn fengið að ráða forseta stjórnar hæstaréttar og níu stjórnarmenn til viðbótar á meðan Sósíalistar fá ellefu. Fram kemur í skilaboðunum að nú geti Lýðflokkurinn stýrt „annarri deild hæstaréttar úr bakherbergjunum“. Undir þessa aðra deild falla meðal annars mál þeirra Katalóna sem yfirvöld í Madríd hafa ákært fyrir þátt sinn í atkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins í október á síðasta ári. Um er að ræða bæði aðgerðasinna, þingmenn og ráðherra héraðsstjórnarinnar. Katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa ítrekað haldið því fram að ásakanirnar séu fráleitar í lýðræðisríki, þær séu pólitísks eðlis og að stjórnvöld hafi óeðlileg áhrif á dómsvaldið. Vert er að taka fram að Lýðflokkurinn var í stjórn þegar þessir atburðir áttu sér stað en Mariano Rajoy forsætisráðherra féll í atkvæðagreiðslu um vantraust í júní og vinstrimaðurinn Pedro Sánchez tók við. Það kemur því ekki á óvart að Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, var reiður eftir lestur ásakananna í gær. Torra sagði á Twitter að skilaboð Cosidós sýndu enn á ný fram á að réttlætið á Spáni væri háð samkomulagi Sósíalistaflokksins og Lýðflokksins. „Frelsi og tilvist raunverulegs réttarríkis eru ekki lengur sjálfsagðir hlutir sem ríkisborgarar geta treyst á. Hér er sjálfstæði dómstóla ekkert og sama að segja um hlutleysi eða heiðarleika,“ tísti héraðsforsetinn. Albert Rivera, formanni katalónska Borgaraflokksins, höfuðandstæðings Torra og sambandssinna, ofbauð skilaboð Cosidós. Rivera sagði orð Cosidós og gerð samkomulagsins skammarlega og að það væri aðför gegn sjálfstæði dómstóla. Cosidó svaraði fyrir umfjöllunina og skilaboð sín í gær. Hann sagði þau rangtúlkuð en viðurkenndi að orðavalið hefði verið óheppilegt. Að auki benti hann á að hann hefði ekki sagt að Lýðflokkurinn stýrði dómsvaldinu enda „er það ómögulegt“. Þá neitaði hann að segja af sér, en þess hafði grasrótarflokkurinn Podemos krafist. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Spænski fréttavefurinn El Español birti í gær skilaboð sem Ignacio Cosidó, þingflokksformaður Lýðflokksins, sendi samherjum sínum á þingi um gerð samkomulags við Sósíalistaflokkinn, sem er í ríkisstjórn, og sagði Lýðflokkinn hafa náð því fram að flokkurinn fengi ákveðið vald yfir hæstarétti Spánar. Þannig hafi flokkurinn fengið að ráða forseta stjórnar hæstaréttar og níu stjórnarmenn til viðbótar á meðan Sósíalistar fá ellefu. Fram kemur í skilaboðunum að nú geti Lýðflokkurinn stýrt „annarri deild hæstaréttar úr bakherbergjunum“. Undir þessa aðra deild falla meðal annars mál þeirra Katalóna sem yfirvöld í Madríd hafa ákært fyrir þátt sinn í atkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins í október á síðasta ári. Um er að ræða bæði aðgerðasinna, þingmenn og ráðherra héraðsstjórnarinnar. Katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa ítrekað haldið því fram að ásakanirnar séu fráleitar í lýðræðisríki, þær séu pólitísks eðlis og að stjórnvöld hafi óeðlileg áhrif á dómsvaldið. Vert er að taka fram að Lýðflokkurinn var í stjórn þegar þessir atburðir áttu sér stað en Mariano Rajoy forsætisráðherra féll í atkvæðagreiðslu um vantraust í júní og vinstrimaðurinn Pedro Sánchez tók við. Það kemur því ekki á óvart að Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, var reiður eftir lestur ásakananna í gær. Torra sagði á Twitter að skilaboð Cosidós sýndu enn á ný fram á að réttlætið á Spáni væri háð samkomulagi Sósíalistaflokksins og Lýðflokksins. „Frelsi og tilvist raunverulegs réttarríkis eru ekki lengur sjálfsagðir hlutir sem ríkisborgarar geta treyst á. Hér er sjálfstæði dómstóla ekkert og sama að segja um hlutleysi eða heiðarleika,“ tísti héraðsforsetinn. Albert Rivera, formanni katalónska Borgaraflokksins, höfuðandstæðings Torra og sambandssinna, ofbauð skilaboð Cosidós. Rivera sagði orð Cosidós og gerð samkomulagsins skammarlega og að það væri aðför gegn sjálfstæði dómstóla. Cosidó svaraði fyrir umfjöllunina og skilaboð sín í gær. Hann sagði þau rangtúlkuð en viðurkenndi að orðavalið hefði verið óheppilegt. Að auki benti hann á að hann hefði ekki sagt að Lýðflokkurinn stýrði dómsvaldinu enda „er það ómögulegt“. Þá neitaði hann að segja af sér, en þess hafði grasrótarflokkurinn Podemos krafist.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira