Pólland sendi Þýskaland niður í annan styrkleikaflokk Anton Ingi Leifsson skrifar 20. nóvember 2018 21:30 Milik jafnar af vítapunktinum. vísir/getty Portúgal og Pólland gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í þriðja riðli Þjóðadeildarinnar í kvöld en fyrir leikinn var Pólland fallið og Portúgal búið að vinna riðilinn. Portúgal komst yfir á 34. mínútu en þá skoraði Andre Silva og þannig stóðu leikar í hálfeik. Portúgalar urðu fyrir áfalli á 63. mínútu er Danilo Pereira fékk beint rautt spjald og þremur mínútum síðar jafnaði Arkadiusz Milik af vítapunktinum. Lokatölur 1-1 en það gerði það að verkum að Pólverjar senda Þjóðverja niður í annan styrkleikaflokk áður en dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2020. Pólverjar halda sér í fyrsta styrkleikaflokki en Þýskaland og Ísland eru einu liðin í A-deild Þjóðadeildarinnar sem verða í öðrum styrkleikaflokknum er dregið verður 2. desember. Þjóðadeild UEFA
Portúgal og Pólland gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í þriðja riðli Þjóðadeildarinnar í kvöld en fyrir leikinn var Pólland fallið og Portúgal búið að vinna riðilinn. Portúgal komst yfir á 34. mínútu en þá skoraði Andre Silva og þannig stóðu leikar í hálfeik. Portúgalar urðu fyrir áfalli á 63. mínútu er Danilo Pereira fékk beint rautt spjald og þremur mínútum síðar jafnaði Arkadiusz Milik af vítapunktinum. Lokatölur 1-1 en það gerði það að verkum að Pólverjar senda Þjóðverja niður í annan styrkleikaflokk áður en dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM 2020. Pólverjar halda sér í fyrsta styrkleikaflokki en Þýskaland og Ísland eru einu liðin í A-deild Þjóðadeildarinnar sem verða í öðrum styrkleikaflokknum er dregið verður 2. desember.
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti