Hátt í sjötíu milljarða fjárfesting Eaton Vance Kristinn Ingi Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Fjárfestingarsjóðir í stýringu Eaton Vance Management hafa mjög látið til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum þremur árum og eru í hópi tuttugu stærstu hluthafa í fjölmörgum skráðum félögum. Fréttablaðið/Ernir Fjárfestingar sjóða á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, umsvifamesta erlenda fjárfestisins hér á landi, í ríkisskuldabréfum, lánum og hlutafé íslenskra félaga námu samanlagt liðlega 67 milljörðum króna í lok júlímánaðar. Fimm sjóðir í stýringu Eaton Vance áttu þá samanlagt tæpan 31 milljarð króna í óverðtryggðum ríkisskuldabréfum og 29 milljarða króna í íslenskum hlutabréfum. Að auki hafa sjóðirnir lánað Almenna leigufélaginu og Heimavöllum samtals ríflega átta milljarða króna. Samkvæmt yfirliti yfir fjárfestingar sjóða Eaton Vance, sem var nýlega birt á vef bandaríska verðbréfaeftirlitsins, áttu sjóðirnir hlutabréf í fimmtán skráðum félögum í lok júlí. Eru það einkum tveir sjóðir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – sem hafa látið hvað mest til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði en þeir eru báðir áberandi á listum yfir stærstu hluthafa Kauphallarfélaga. Fjárfestingar sjóða Eaton Vance í íslenskum hlutabréfum námu samanlagt 232 milljónum dala, jafnvirði 28,6 milljarða króna miðað við núverandi gengi, í júlí en sem dæmi nam hlutabréfaeign þeirra í fasteignafélögunum þremur – Eik, Regin og Reitum – samtals 8,8 milljörðum. Þar af áttu sjóðirnir hlutabréf í Reitum fyrir 4,3 milljarða króna. Þá var eign sjóðanna í hlutabréfum tryggingafélaganna þriggja – Sjóvár, TM og VÍS – samanlagt tæplega 4 milljarðar króna í júlímánuði.Eign sjóðanna nam á sama tíma um 4,2 milljörðum króna í Högum og 4,1 milljarði króna í Símanum, svo nokkur dæmi séu tekin. Sjóðir Eaton Vance, sem hóf innreið sína á hérlendan hlutabréfamarkað fyrir um þremur árum, eiga einnig lítinn hlut í Kviku banka, sem var skráður á First North markaðinn snemma á þessu ári, en hluturinn var metinn á um 565 þúsund dali, um 70 milljónir króna, í lok júlímánaðar. Seldu sig úr Icelandair Nokkrar breytingar hafa orðið á eignasafni Eaton Vance hér á landi á síðari hluta ársins. Sem dæmi seldu sjóðir á vegum sjóðastýringarfyrirtækisins ríflega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group í september en ætla má að söluverð hlutarins hafi verið rúmlega 900 milljónir króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í flugfélaginu á þeim tíma þegar viðskiptin gengu í gegn. Sjóðirnir seldu jafnframt fyrr í þessum mánuði um 1,2 prósenta hlut í Regin, en verðið var um 435 milljónir sé tekið mið af gengi hlutabréfa í fasteignafélaginu við söluna, og þá hafa þeir einnig minnkað nokkuð við sig í tryggingafélögunum á undanförnum mánuðum. Á sama tíma hafa sjóðir Eaton Vance hins vegar bætt við hlut sinn í Arion banka og fara þeir nú með ríflega 2,6 prósenta hlut í bankanum. Til samanburðar áttu sjóðirnir um 1,2 prósenta hlut í kjölfar skráningar bankans á hlutabréfamarkað í júní. Stórir í löngum bréfum Sjóðastýringarfyrirtækið átti ríkisskuldabréf fyrir um 248 milljónir dala, jafnvirði 30,6 milljarða króna, í lok júlí og munaði þar mestu um eign sjóða félagsins í löngum bréfum. Þannig áttu þeir 17 milljarða króna í skuldabréfaflokknum RB31 og ríflega 6 milljarða í flokknum RB28. Því til viðbótar veittu sjóðir Eaton Vance Almenna leigufélaginu og Heimavöllum lán fyrr á árinu fyrir samanlagt ríflega átta milljarða króna, eins og Markaðurinn hefur áður upplýst um. Sjóðirnir lánuðu fyrrnefnda félaginu 38,4 milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða króna, og því síðarnefnda 28,7 milljónir dala eða sem jafngildir 3,5 milljörðum króna. Báðar fjárfestingarnar voru fyrir milligöngu Fossa markaða. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fjárfestingar sjóða á vegum bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management, umsvifamesta erlenda fjárfestisins hér á landi, í ríkisskuldabréfum, lánum og hlutafé íslenskra félaga námu samanlagt liðlega 67 milljörðum króna í lok júlímánaðar. Fimm sjóðir í stýringu Eaton Vance áttu þá samanlagt tæpan 31 milljarð króna í óverðtryggðum ríkisskuldabréfum og 29 milljarða króna í íslenskum hlutabréfum. Að auki hafa sjóðirnir lánað Almenna leigufélaginu og Heimavöllum samtals ríflega átta milljarða króna. Samkvæmt yfirliti yfir fjárfestingar sjóða Eaton Vance, sem var nýlega birt á vef bandaríska verðbréfaeftirlitsins, áttu sjóðirnir hlutabréf í fimmtán skráðum félögum í lok júlí. Eru það einkum tveir sjóðir – Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio – sem hafa látið hvað mest til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði en þeir eru báðir áberandi á listum yfir stærstu hluthafa Kauphallarfélaga. Fjárfestingar sjóða Eaton Vance í íslenskum hlutabréfum námu samanlagt 232 milljónum dala, jafnvirði 28,6 milljarða króna miðað við núverandi gengi, í júlí en sem dæmi nam hlutabréfaeign þeirra í fasteignafélögunum þremur – Eik, Regin og Reitum – samtals 8,8 milljörðum. Þar af áttu sjóðirnir hlutabréf í Reitum fyrir 4,3 milljarða króna. Þá var eign sjóðanna í hlutabréfum tryggingafélaganna þriggja – Sjóvár, TM og VÍS – samanlagt tæplega 4 milljarðar króna í júlímánuði.Eign sjóðanna nam á sama tíma um 4,2 milljörðum króna í Högum og 4,1 milljarði króna í Símanum, svo nokkur dæmi séu tekin. Sjóðir Eaton Vance, sem hóf innreið sína á hérlendan hlutabréfamarkað fyrir um þremur árum, eiga einnig lítinn hlut í Kviku banka, sem var skráður á First North markaðinn snemma á þessu ári, en hluturinn var metinn á um 565 þúsund dali, um 70 milljónir króna, í lok júlímánaðar. Seldu sig úr Icelandair Nokkrar breytingar hafa orðið á eignasafni Eaton Vance hér á landi á síðari hluta ársins. Sem dæmi seldu sjóðir á vegum sjóðastýringarfyrirtækisins ríflega tveggja prósenta hlut í Icelandair Group í september en ætla má að söluverð hlutarins hafi verið rúmlega 900 milljónir króna ef miðað er við gengi hlutabréfa í flugfélaginu á þeim tíma þegar viðskiptin gengu í gegn. Sjóðirnir seldu jafnframt fyrr í þessum mánuði um 1,2 prósenta hlut í Regin, en verðið var um 435 milljónir sé tekið mið af gengi hlutabréfa í fasteignafélaginu við söluna, og þá hafa þeir einnig minnkað nokkuð við sig í tryggingafélögunum á undanförnum mánuðum. Á sama tíma hafa sjóðir Eaton Vance hins vegar bætt við hlut sinn í Arion banka og fara þeir nú með ríflega 2,6 prósenta hlut í bankanum. Til samanburðar áttu sjóðirnir um 1,2 prósenta hlut í kjölfar skráningar bankans á hlutabréfamarkað í júní. Stórir í löngum bréfum Sjóðastýringarfyrirtækið átti ríkisskuldabréf fyrir um 248 milljónir dala, jafnvirði 30,6 milljarða króna, í lok júlí og munaði þar mestu um eign sjóða félagsins í löngum bréfum. Þannig áttu þeir 17 milljarða króna í skuldabréfaflokknum RB31 og ríflega 6 milljarða í flokknum RB28. Því til viðbótar veittu sjóðir Eaton Vance Almenna leigufélaginu og Heimavöllum lán fyrr á árinu fyrir samanlagt ríflega átta milljarða króna, eins og Markaðurinn hefur áður upplýst um. Sjóðirnir lánuðu fyrrnefnda félaginu 38,4 milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða króna, og því síðarnefnda 28,7 milljónir dala eða sem jafngildir 3,5 milljörðum króna. Báðar fjárfestingarnar voru fyrir milligöngu Fossa markaða.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira