Pólskættaðir sækja þjónustu heim til að forðast bið á Íslandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2018 09:00 Mun styttri bið er eftir læknisþjónustu í Póllandi en hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslendingar af pólskum ættum og Pólverjar búsettir hér á landi virðast að hluta sækja heilbrigðisþjónustu til gamla heimalandsins að sögn pólskættaðs hjúkrunarfræðings. Virðist það jafnt gilda um þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi og ósjúkratryggða. „Það býr engin rannsókn að baki ályktunum mínum heldur byggja þær á minni reynslu og frásögnum fólks sem ég þekki. Þetta virðist ekki vera í stórum stíl en það eru þó margir sem nota heilbrigðiskerfið úti,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Grazyna María Okuniewska. Grazyna flutti erindi um efnið á morgunverðarfundi Lyfjastofnunar um lestur lyfseðla í liðinni viku. Að sögn Grazynu eru ástæðurnar fyrir slíkum ferðum jafn misjafnar og fjöldi þeirra sem fer í þær. Tungumálið spili rullu en sumir tali takmarkaða íslensku og ensku. Því getur samtalið við lækni hér á landi reynst erfitt. Hið sama gildi um lestur fylgiseðla sem flestir eru á íslensku. Upplýsingar um aukaverkanir og meðhöndlun lyfja geti því misfarist.Grazyna María Okuniewska, hjúkrunarfræðingur„Þá hefur einnig áhrif hve auðvelt það er að komast að hjá lækni í Póllandi. Hér er víða langur biðtími eftir þjónustu. Ég þekki persónulega dæmi um einstaklinga sem höfðu beðið meira en þrjá mánuði eftir meðferð hér. Það tók nokkra daga að fá tíma í rannsókn með sérfræðingi í Póllandi,“ segir Grazyna. Framboð lyfja hér á landi spili einnig inn í. Í Póllandi búi 40 milljónir manna en Ísland er aðeins rúmlega 300 þúsund manna markaður. Sumir sem hingað koma hafi fengið lyf í ættlandinu sem ekki sé aðgengilegt hér. Þau lyf sem hér hafi fengist hafi ekki gefið jafn góða raun og því þekkist það að fólk sæki lyfin út. „Það hefur líka áhrif ef þú ert búsettur í 800 manna bæ á Íslandi. Þar eru sjaldnast sérfræðingar en úti er fjöldi sérfræðinga og biðtíminn styttri,“ segir Grazyna. Í Póllandi er heilbrigðiskerfið tvöfalt í þeim skilningi að fólk getur valið á milli niðurgreiddrar heilbrigðisþjónustu ríkisins eða að fara á einkareknar stöðvar lækna. Þá segir Grazyna að munurinn á verði á tíma hjá sérfræðingi ytra, að teknu tilliti til flugfargjalda, samanborið við verðið á Íslandi, sé oft þannig að fé sparist á ferð út. Ferðina megi síðan nýta til að heimsækja ættingja. „Flestir pólskættaðir sem ég þekki hér myndu frekar vilja nota þjónustuna á Íslandi en hún er ekki boðin á þeim forsendum sem við erum vön. Það hefur áhrif á val okkar,“ segir Grazyna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Íslendingar af pólskum ættum og Pólverjar búsettir hér á landi virðast að hluta sækja heilbrigðisþjónustu til gamla heimalandsins að sögn pólskættaðs hjúkrunarfræðings. Virðist það jafnt gilda um þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi og ósjúkratryggða. „Það býr engin rannsókn að baki ályktunum mínum heldur byggja þær á minni reynslu og frásögnum fólks sem ég þekki. Þetta virðist ekki vera í stórum stíl en það eru þó margir sem nota heilbrigðiskerfið úti,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Grazyna María Okuniewska. Grazyna flutti erindi um efnið á morgunverðarfundi Lyfjastofnunar um lestur lyfseðla í liðinni viku. Að sögn Grazynu eru ástæðurnar fyrir slíkum ferðum jafn misjafnar og fjöldi þeirra sem fer í þær. Tungumálið spili rullu en sumir tali takmarkaða íslensku og ensku. Því getur samtalið við lækni hér á landi reynst erfitt. Hið sama gildi um lestur fylgiseðla sem flestir eru á íslensku. Upplýsingar um aukaverkanir og meðhöndlun lyfja geti því misfarist.Grazyna María Okuniewska, hjúkrunarfræðingur„Þá hefur einnig áhrif hve auðvelt það er að komast að hjá lækni í Póllandi. Hér er víða langur biðtími eftir þjónustu. Ég þekki persónulega dæmi um einstaklinga sem höfðu beðið meira en þrjá mánuði eftir meðferð hér. Það tók nokkra daga að fá tíma í rannsókn með sérfræðingi í Póllandi,“ segir Grazyna. Framboð lyfja hér á landi spili einnig inn í. Í Póllandi búi 40 milljónir manna en Ísland er aðeins rúmlega 300 þúsund manna markaður. Sumir sem hingað koma hafi fengið lyf í ættlandinu sem ekki sé aðgengilegt hér. Þau lyf sem hér hafi fengist hafi ekki gefið jafn góða raun og því þekkist það að fólk sæki lyfin út. „Það hefur líka áhrif ef þú ert búsettur í 800 manna bæ á Íslandi. Þar eru sjaldnast sérfræðingar en úti er fjöldi sérfræðinga og biðtíminn styttri,“ segir Grazyna. Í Póllandi er heilbrigðiskerfið tvöfalt í þeim skilningi að fólk getur valið á milli niðurgreiddrar heilbrigðisþjónustu ríkisins eða að fara á einkareknar stöðvar lækna. Þá segir Grazyna að munurinn á verði á tíma hjá sérfræðingi ytra, að teknu tilliti til flugfargjalda, samanborið við verðið á Íslandi, sé oft þannig að fé sparist á ferð út. Ferðina megi síðan nýta til að heimsækja ættingja. „Flestir pólskættaðir sem ég þekki hér myndu frekar vilja nota þjónustuna á Íslandi en hún er ekki boðin á þeim forsendum sem við erum vön. Það hefur áhrif á val okkar,“ segir Grazyna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira