Ein stærsta stjarna NBA-deildarinnar, Kevin Durant, fékk að opna veskið í gær.
Þá ákvað NBA-deildin að sekta hann um þrjár milljónir króna fyrir það eitt að láta óþolandi áhorfanda heyra það.
Durant var að spila með liði sínu, Golden State Warriors, í Dallas og þar tókst einum dónalegum áhorfanda að fara verulega í taugarnar á Durant.
„Horfðu á helvítis leikinn og grjóthaltu kjafti,“ öskraði Durant reiður á áhorfandann. Hvert orð þar kostaði sitt.
Það hefur gefið á bátinn hjá Warriors upp á síðkastið en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð.
Þriggja milljóna króna sekt fyrir að láta áhorfanda heyra það
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
