Þau hafa bæði stofnað sprotafyrirtæki og „þekkja afar vel ferðalagið frá hugljómun til verðmætrar afurðar,“ eins og það er orðað á vef háskólans. Þau munu meðal annars varpa ljósi á þetta ferðalag í erindum sínum, en útsendingu frá Hátíðasal Háskóla Íslands má nálgast hér að neðan.
Viðburðurinn stendur yfir frá klukkan 12 til 13 og hefst útsendingin skömmu áður.
Söndru Mjöll er lýst sem einum efnilegasta frumkvöðli landsins. Hún hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir nýsköpun og vann ekki fyrir alls löngu aðalverðlaun Evrópudeildar GWIIN-samtakanna, sem veita viðurkenningu til kvenna í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Sandra Mjöll er lífeindafræðingur og hefur starfað sem aðjúnkt við læknadeild Háskóla Íslands og sem framkvæmdastjóri Platome líftækni.
Sjá einnig: Erfitt að innleiða heilbrigða og hagkvæma skynsemi
Þá er Einar Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands, og yfirlæknir á augndeild Landspítalans í hópi afkastamestu frumkvöðla Háskóla Íslands. Rétt eins og Sandra þá er Einar margverðlaunaður og hafa rannnsóknir hans margsinnis orðið kveikja að nýsköpun og sprotafyrirtækjum.
Nánar má fræðast um þau Einar og Söndru hér.
Viðburðurinn hefst sem fyrr segir klukkan 12 og má nálgast útsendinguna hér að neðan.