Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 18:32 Donald Trump hefur áður beðið um 25 milljarða dala til að byggja vegginn. Nú vill hann minnst fimm. AP/Carolyn Kaster Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. Trump vill minnst fimm milljarða dala til að byrja á vegg við landamæri Mexíkó og Demókratar vilja meðal annars löggjöf sem ætlað er að verja Robert Mueller, sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Þar að auki er útlit fyrir að hluta ríkisstofnana verði lokað eftir tvær vikur nái þingið og Trump ekki höndum saman. Þar að auki eru Repúblikanar að missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í byrjun næsta árs og er þetta því síðasta tækifæri þeirra í minnst nokkur ár, til að tryggja Trump fjármagn til veggjasmíðarinnar, samkvæmt Politico.Báðar fylkingar hafa heitið því að gefa ekki eftir. Trump hefur ekki viljað útiloka að loka hluta ríkisstofnanna en þingið tryggði um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Það eina sem virðist þó standa í vegi fyrir nýrri samþykkt nýrra fjárlaga er smíði veggjarins. Mögulegt samkomulag á milli þingmanna þarf því væntanlega að innihalda einhvers konar fjárútlát til veggjarins því annars gæti Trump ákveðið að staðfesta frumvarpið ekki. Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson sagði í gær að hann óskaði þess að Demókratar störfuðu með Repúblikönum. „Þeir segja allir að þeir vilji örugg landamæri. Þannig að, þau þarfnast veggja.“ Gerry Connolly, þingmaður Demókrataflokksins, sagði aftur á móti að hann teldi að ekki væri rætt að ræða vegginn þar sem Trump hefði heitið því að Mexíkó ætti að borga fyrir hann. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Rússarannsóknin Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. Trump vill minnst fimm milljarða dala til að byrja á vegg við landamæri Mexíkó og Demókratar vilja meðal annars löggjöf sem ætlað er að verja Robert Mueller, sérstakan saksóknara Dómsmálaráðuneytisins. Þar að auki er útlit fyrir að hluta ríkisstofnana verði lokað eftir tvær vikur nái þingið og Trump ekki höndum saman. Þar að auki eru Repúblikanar að missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í byrjun næsta árs og er þetta því síðasta tækifæri þeirra í minnst nokkur ár, til að tryggja Trump fjármagn til veggjasmíðarinnar, samkvæmt Politico.Báðar fylkingar hafa heitið því að gefa ekki eftir. Trump hefur ekki viljað útiloka að loka hluta ríkisstofnanna en þingið tryggði um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Það eina sem virðist þó standa í vegi fyrir nýrri samþykkt nýrra fjárlaga er smíði veggjarins. Mögulegt samkomulag á milli þingmanna þarf því væntanlega að innihalda einhvers konar fjárútlát til veggjarins því annars gæti Trump ákveðið að staðfesta frumvarpið ekki. Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson sagði í gær að hann óskaði þess að Demókratar störfuðu með Repúblikönum. „Þeir segja allir að þeir vilji örugg landamæri. Þannig að, þau þarfnast veggja.“ Gerry Connolly, þingmaður Demókrataflokksins, sagði aftur á móti að hann teldi að ekki væri rætt að ræða vegginn þar sem Trump hefði heitið því að Mexíkó ætti að borga fyrir hann.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Rússarannsóknin Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira