Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 12:45 Systir Berglindar tók þessa mynd er hún vitjaði móður sinnar í morgun. Þá lá hún enn inni á salerninu. Mynd/Aðsend Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans staðfestir að konan hafi verið flutt fyrir hádegi í dag.Greint var frá því í morgun að Dóru Maríu Ingólfsdóttur, konu á tíræðisaldri, hefði verið komið fyrir inni á salerni spítalans og gist þar næturlangt þegar ekki var lengur pláss fyrir hana á lyflækningadeild. Berglind Stefánsdóttir, dóttir Dóru, vakti athygli á málinu á Facebook og tjáði Vísi í kjölfarið að ástand móður sinnar færi hríðversnandi, eftir að hún hafði tekið að braggast verulega í kjölfar slæmrar byltu á heimili sínu um þarsíðustu helgi.Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir í samtali við Vísi nú eftir hádegi að móðir hennar sé komin á einkastofu á öldrunardeild. Hún segist ekki hafa búist við þeim miklu viðbrögðum sem færsla hennar vakti, en fjallað hefur verið um hana í fjölmörgum íslenskum fjölmiðlum í dag. „Henni var rúllað inn á einkastofu en okkur var líka sagt að ef það kæmi annar sjúklingur sem þyrfti þessa stofu, þá yrði henni vísað annað.“ Aðspurð segir Berglind móður sína enn sýna merki um nokkra vanlíðan. „Hún er dauf í dálkinn. Ég er ekki búin að hitta hana sjálf en hún var enn rugluð í morgun, dettur inn og út.“Starfsmenn gerðu athugasemdir við myndatökur Berglind hefur jafnframt eftir systur sinni, sem hefur verið hjá móður þeirra í morgun, að starfsmenn spítalans hafi komið og rætt sérstaklega við hana um birtingu mynda sem teknar voru af Dóru inni á salerninu. Þeir hafi gert athugasemdir við myndatökurnar, sem þeir segja ekki samræmast reglum spítalans. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, segir í samtali við Vísi að á öllum deildum spítalans gildi almennt bann við myndatökum. Slíkar reglur grundvallist á persónuvernd sjúklinga. Þá staðfestir hún jafnframt að Dóra hafi verið flutt af salerninu á einkastofu fyrir hádegi í dag. „Um leið leið og við getum fært fólk þá gerum við það, að sjálfsögðu,“ segir Anna Sigrún. Ekki sé þó víst hversu lengi Dóra mun geta legið á stofunni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans staðfestir að konan hafi verið flutt fyrir hádegi í dag.Greint var frá því í morgun að Dóru Maríu Ingólfsdóttur, konu á tíræðisaldri, hefði verið komið fyrir inni á salerni spítalans og gist þar næturlangt þegar ekki var lengur pláss fyrir hana á lyflækningadeild. Berglind Stefánsdóttir, dóttir Dóru, vakti athygli á málinu á Facebook og tjáði Vísi í kjölfarið að ástand móður sinnar færi hríðversnandi, eftir að hún hafði tekið að braggast verulega í kjölfar slæmrar byltu á heimili sínu um þarsíðustu helgi.Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir í samtali við Vísi nú eftir hádegi að móðir hennar sé komin á einkastofu á öldrunardeild. Hún segist ekki hafa búist við þeim miklu viðbrögðum sem færsla hennar vakti, en fjallað hefur verið um hana í fjölmörgum íslenskum fjölmiðlum í dag. „Henni var rúllað inn á einkastofu en okkur var líka sagt að ef það kæmi annar sjúklingur sem þyrfti þessa stofu, þá yrði henni vísað annað.“ Aðspurð segir Berglind móður sína enn sýna merki um nokkra vanlíðan. „Hún er dauf í dálkinn. Ég er ekki búin að hitta hana sjálf en hún var enn rugluð í morgun, dettur inn og út.“Starfsmenn gerðu athugasemdir við myndatökur Berglind hefur jafnframt eftir systur sinni, sem hefur verið hjá móður þeirra í morgun, að starfsmenn spítalans hafi komið og rætt sérstaklega við hana um birtingu mynda sem teknar voru af Dóru inni á salerninu. Þeir hafi gert athugasemdir við myndatökurnar, sem þeir segja ekki samræmast reglum spítalans. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, segir í samtali við Vísi að á öllum deildum spítalans gildi almennt bann við myndatökum. Slíkar reglur grundvallist á persónuvernd sjúklinga. Þá staðfestir hún jafnframt að Dóra hafi verið flutt af salerninu á einkastofu fyrir hádegi í dag. „Um leið leið og við getum fært fólk þá gerum við það, að sjálfsögðu,“ segir Anna Sigrún. Ekki sé þó víst hversu lengi Dóra mun geta legið á stofunni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11