Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Sighvatur Jónsson skrifar 22. nóvember 2018 18:45 Á íbúafundi í Reykjanesbæ í gær mátti heyra að íbúar óttast að sagan um óþef og mengun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík endurtaki sig nú þegar undirbúningur er hafinn að enduropnun hennar á fyrri hluta ársins 2020. Stakksberg, dótturfélag Arion banka, tók við kísilverinu eftir að verksmiðjan varð gjaldþrota og henni var lokað fyrir rúmu ári. Nýir eigendur lofa íbúum að gera betur en forverar þeirra, United Silicon. Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs, talaði hreint út á fundinum í gær um undirbúning og rekstur United Silicon á kísilverinu á sínum tíma og vísaði nokkrum sinnum í skýrslu ríkisendurskoðunar um málið.„Við erum að glíma við það sem til stóð í upphafi. Að reisa verksmiðju í samræmi við skipulag sem samrýmist lögum og starfar í samræmi við öll þau mörk sem verksmiðjunni eru sett.“Ekki unnið með sama „rassgatinu“ og áður Þórður Ólafur sagði að nú væri ekki um það að ræða að hönnun verksmiðjunnar væri á höndum forsvarsmannsins sjálfs. Hann sagði engan treysta hvorki loftdreifilíkani né umhverfismati sem gert var áður. Nú séu málin unnin betur og í samstarfi við alþjóðlega ráðgjafa frá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult.„Þannig að því er ekki til að dreifa hér að það sé verið að gera hlutina, og þið afsakið orðbragðið, með sama rassgatinu og var gert þarna í upphafi. Við höfum gert allt sem við getum til þess að tryggja það að þetta ferli sé á engan hátt líkt því ferli sem átti sér stað hér þegar United Silicon fór af stað.“Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá Multiconsult.Vísir/SighvaturÞrír brennsluofnar til viðbótar Um tvö hundruð manns mættu í Hljómahöll í gær til að sjá og heyra af áætlunum um enduropnun kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Kynnt voru drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem er risinn. Verksmiðjan hefur leyfi til að framleiða 100.000 tonn af kísil á ári en hver ofn afkastar um 25.000 tonnum.Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar hefur verið birt en tekið er við athugasemdum til 5. desember næstkomandi.Horft til norskra kísilvera Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, fór vel yfir það sem betur hefði mátt fara í rekstri United Silicon á kísilverinu. Hann sagði að allar norskar kísilverksmiðjur væru í lagi, engin vandamál tengd heilsufari fólks hafi komið upp í tengslum við þær.Frá íbúafundinum í Hljómahöll í gær.Vísir/SighvaturMaría Magnúsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, hefur áhyggjur af mengun, heilsufari og lækkandi húsnæðisverði ef kísilverksmiðjan verður tekin aftur í gagnið. „Ég veit líka um sjúkdómana sem starfsmennirnir fá í þessum kísilverksmiðjum. Sjúkdómurinn heitir Silicosis. Þeir verða aldrei hinir sömu, það er engin lækning við þeim.“ Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, bar upp fyrirspurn á fundinum um hvað væri öðruvísi við ferlið nú en áður. Hann sagði að málið snerist allt um traust milli bæjarbúa og framkvæmdaraðila. „Það hefur ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem snýr að þessu ferli. Við verðum að hafa traust á þessu ferli ef það á að vera einhver glóra í helvíti að þetta fari í gegn.“Á íbúafundi í gær voru kynnt drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem fyrir er.Vísir/VerkísStefnt að opnun 2020 Haustið 2019 er gert ráð fyrir að mati á umhverfisáhrifum ljúki ásamt vinnu við skipulag vegna breyttrar framkvæmdar. Síðar um haustið 2019 er búist við að byggingarleyfi Reykjanesbæjar liggi fyrir. Á fyrri hluta ársins 2020 ættu starfsleyfi Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits að liggja fyrir. Í framhaldi verður hægt að endurræsa kísilverksmiðjuna og hefja rekstur hennar á ný. United Silicon Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Á íbúafundi í Reykjanesbæ í gær mátti heyra að íbúar óttast að sagan um óþef og mengun frá kísilverksmiðjunni í Helguvík endurtaki sig nú þegar undirbúningur er hafinn að enduropnun hennar á fyrri hluta ársins 2020. Stakksberg, dótturfélag Arion banka, tók við kísilverinu eftir að verksmiðjan varð gjaldþrota og henni var lokað fyrir rúmu ári. Nýir eigendur lofa íbúum að gera betur en forverar þeirra, United Silicon. Þórður Ólafur Þórðarson, stjórnarformaður Stakksbergs, talaði hreint út á fundinum í gær um undirbúning og rekstur United Silicon á kísilverinu á sínum tíma og vísaði nokkrum sinnum í skýrslu ríkisendurskoðunar um málið.„Við erum að glíma við það sem til stóð í upphafi. Að reisa verksmiðju í samræmi við skipulag sem samrýmist lögum og starfar í samræmi við öll þau mörk sem verksmiðjunni eru sett.“Ekki unnið með sama „rassgatinu“ og áður Þórður Ólafur sagði að nú væri ekki um það að ræða að hönnun verksmiðjunnar væri á höndum forsvarsmannsins sjálfs. Hann sagði engan treysta hvorki loftdreifilíkani né umhverfismati sem gert var áður. Nú séu málin unnin betur og í samstarfi við alþjóðlega ráðgjafa frá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult.„Þannig að því er ekki til að dreifa hér að það sé verið að gera hlutina, og þið afsakið orðbragðið, með sama rassgatinu og var gert þarna í upphafi. Við höfum gert allt sem við getum til þess að tryggja það að þetta ferli sé á engan hátt líkt því ferli sem átti sér stað hér þegar United Silicon fór af stað.“Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá Multiconsult.Vísir/SighvaturÞrír brennsluofnar til viðbótar Um tvö hundruð manns mættu í Hljómahöll í gær til að sjá og heyra af áætlunum um enduropnun kísilverksmiðjunnar í Helguvík. Kynnt voru drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem er risinn. Verksmiðjan hefur leyfi til að framleiða 100.000 tonn af kísil á ári en hver ofn afkastar um 25.000 tonnum.Tillaga að matsáætlun fyrir nýtt umhverfismat verksmiðjunnar hefur verið birt en tekið er við athugasemdum til 5. desember næstkomandi.Horft til norskra kísilvera Tom Arild Olsen, deildarstjóri hjá norska ráðgjafafyrirtækinu Multiconsult, fór vel yfir það sem betur hefði mátt fara í rekstri United Silicon á kísilverinu. Hann sagði að allar norskar kísilverksmiðjur væru í lagi, engin vandamál tengd heilsufari fólks hafi komið upp í tengslum við þær.Frá íbúafundinum í Hljómahöll í gær.Vísir/SighvaturMaría Magnúsdóttir, íbúi í Reykjanesbæ, hefur áhyggjur af mengun, heilsufari og lækkandi húsnæðisverði ef kísilverksmiðjan verður tekin aftur í gagnið. „Ég veit líka um sjúkdómana sem starfsmennirnir fá í þessum kísilverksmiðjum. Sjúkdómurinn heitir Silicosis. Þeir verða aldrei hinir sömu, það er engin lækning við þeim.“ Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, bar upp fyrirspurn á fundinum um hvað væri öðruvísi við ferlið nú en áður. Hann sagði að málið snerist allt um traust milli bæjarbúa og framkvæmdaraðila. „Það hefur ekki staðið steinn yfir steini í neinu sem snýr að þessu ferli. Við verðum að hafa traust á þessu ferli ef það á að vera einhver glóra í helvíti að þetta fari í gegn.“Á íbúafundi í gær voru kynnt drög að endanlegu útliti verksmiðjunnar með þremur bræðsluofnum til viðbótar við þann eina sem fyrir er.Vísir/VerkísStefnt að opnun 2020 Haustið 2019 er gert ráð fyrir að mati á umhverfisáhrifum ljúki ásamt vinnu við skipulag vegna breyttrar framkvæmdar. Síðar um haustið 2019 er búist við að byggingarleyfi Reykjanesbæjar liggi fyrir. Á fyrri hluta ársins 2020 ættu starfsleyfi Umhverfisstofnunar og Vinnueftirlits að liggja fyrir. Í framhaldi verður hægt að endurræsa kísilverksmiðjuna og hefja rekstur hennar á ný.
United Silicon Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira