Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Donald Trump er hann ræddi við hermenn í síma í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar nú að loka landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó um óákveðinn tíma ef ríkisstjórn hans kemst að þeirri niðurstöðu að mexíkóska ríkisstjórnin hafi „misst alla stjórn“. Forsetinn vísaði sérstaklega til ástandsins í mexíkósku landamæraborginni Tijuana. Þangað er stór hluti hinnar svokölluðu flóttamannalestar, sem Trump ræddi mikið um í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Hann sagði ástandið þar nú „afar slæmt“ og sagði samkvæmt fréttaveitu AP: „Ef við komumst að því að það er ekki hægt að hafa stjórn á ástandinu þarna þá munum við loka fyrir allan aðgang að Bandaríkjunum þar til hægt er að hafa stjórn á svæðinu á ný. Loka öllum landamærunum.“ Hundruð íbúa Tijuana hafa mótmælt komu flóttafólksins að undanförnu. Í vikunni var greint frá því að um 3.000 flóttamenn væru komnir til borgarinnar og að mótmælendur hefðu heyrst hrópa: „Út, út, út! Við viljum ykkur ekki í Tijuana.“ Trump fyrirskipaði í aðdraganda kosninganna fyrr í mánuðinum að senda skyldi þúsundir hermanna að landamærunum til þess að tryggja öryggi þar. Frá því að þeir komu að landamærunum hafa hermennirnir lítið haft að gera. Í viðtölum við Vice um miðjan mánuð sögðu hermenn að þeir hefðu verið að koma upp gaddavír en lítið annað gert. Aukinheldur sagði Trump í gær að ef nauðsyn krefur mættu hermenn beita banvænum vopnum gegn þeim sem reyna að komast yfir landamærin. „Ég vona að hermennirnir þurfi þess ekki. En ég á ekki annarra kosta völ. Við erum að fást við afar harðsvírað fólk.“ Alríkisdómari sagði á þriðjudag að Trump mætti ekki neita öllum sem fara yfir landamærin ólöglega um hæli. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað. Forsetinn sagði í tísti í gær að það væri ekki hlutverk dómara að reyna að setja lög um öryggismál og landamærin, né nokkuð annað. „Þeir vita ekkert um þetta og draga úr öryggi. Okkar frábæra löggæslufólk VERÐUR AÐ FÁ AÐ VINNA VINNUNA SÍNA. Ef það má ekki hættum við á glundroða, meiðslum og dauða.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Ameríka Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar nú að loka landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó um óákveðinn tíma ef ríkisstjórn hans kemst að þeirri niðurstöðu að mexíkóska ríkisstjórnin hafi „misst alla stjórn“. Forsetinn vísaði sérstaklega til ástandsins í mexíkósku landamæraborginni Tijuana. Þangað er stór hluti hinnar svokölluðu flóttamannalestar, sem Trump ræddi mikið um í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Hann sagði ástandið þar nú „afar slæmt“ og sagði samkvæmt fréttaveitu AP: „Ef við komumst að því að það er ekki hægt að hafa stjórn á ástandinu þarna þá munum við loka fyrir allan aðgang að Bandaríkjunum þar til hægt er að hafa stjórn á svæðinu á ný. Loka öllum landamærunum.“ Hundruð íbúa Tijuana hafa mótmælt komu flóttafólksins að undanförnu. Í vikunni var greint frá því að um 3.000 flóttamenn væru komnir til borgarinnar og að mótmælendur hefðu heyrst hrópa: „Út, út, út! Við viljum ykkur ekki í Tijuana.“ Trump fyrirskipaði í aðdraganda kosninganna fyrr í mánuðinum að senda skyldi þúsundir hermanna að landamærunum til þess að tryggja öryggi þar. Frá því að þeir komu að landamærunum hafa hermennirnir lítið haft að gera. Í viðtölum við Vice um miðjan mánuð sögðu hermenn að þeir hefðu verið að koma upp gaddavír en lítið annað gert. Aukinheldur sagði Trump í gær að ef nauðsyn krefur mættu hermenn beita banvænum vopnum gegn þeim sem reyna að komast yfir landamærin. „Ég vona að hermennirnir þurfi þess ekki. En ég á ekki annarra kosta völ. Við erum að fást við afar harðsvírað fólk.“ Alríkisdómari sagði á þriðjudag að Trump mætti ekki neita öllum sem fara yfir landamærin ólöglega um hæli. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað. Forsetinn sagði í tísti í gær að það væri ekki hlutverk dómara að reyna að setja lög um öryggismál og landamærin, né nokkuð annað. „Þeir vita ekkert um þetta og draga úr öryggi. Okkar frábæra löggæslufólk VERÐUR AÐ FÁ AÐ VINNA VINNUNA SÍNA. Ef það má ekki hættum við á glundroða, meiðslum og dauða.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Ameríka Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira