Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Donald Trump er hann ræddi við hermenn í síma í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar nú að loka landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó um óákveðinn tíma ef ríkisstjórn hans kemst að þeirri niðurstöðu að mexíkóska ríkisstjórnin hafi „misst alla stjórn“. Forsetinn vísaði sérstaklega til ástandsins í mexíkósku landamæraborginni Tijuana. Þangað er stór hluti hinnar svokölluðu flóttamannalestar, sem Trump ræddi mikið um í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Hann sagði ástandið þar nú „afar slæmt“ og sagði samkvæmt fréttaveitu AP: „Ef við komumst að því að það er ekki hægt að hafa stjórn á ástandinu þarna þá munum við loka fyrir allan aðgang að Bandaríkjunum þar til hægt er að hafa stjórn á svæðinu á ný. Loka öllum landamærunum.“ Hundruð íbúa Tijuana hafa mótmælt komu flóttafólksins að undanförnu. Í vikunni var greint frá því að um 3.000 flóttamenn væru komnir til borgarinnar og að mótmælendur hefðu heyrst hrópa: „Út, út, út! Við viljum ykkur ekki í Tijuana.“ Trump fyrirskipaði í aðdraganda kosninganna fyrr í mánuðinum að senda skyldi þúsundir hermanna að landamærunum til þess að tryggja öryggi þar. Frá því að þeir komu að landamærunum hafa hermennirnir lítið haft að gera. Í viðtölum við Vice um miðjan mánuð sögðu hermenn að þeir hefðu verið að koma upp gaddavír en lítið annað gert. Aukinheldur sagði Trump í gær að ef nauðsyn krefur mættu hermenn beita banvænum vopnum gegn þeim sem reyna að komast yfir landamærin. „Ég vona að hermennirnir þurfi þess ekki. En ég á ekki annarra kosta völ. Við erum að fást við afar harðsvírað fólk.“ Alríkisdómari sagði á þriðjudag að Trump mætti ekki neita öllum sem fara yfir landamærin ólöglega um hæli. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað. Forsetinn sagði í tísti í gær að það væri ekki hlutverk dómara að reyna að setja lög um öryggismál og landamærin, né nokkuð annað. „Þeir vita ekkert um þetta og draga úr öryggi. Okkar frábæra löggæslufólk VERÐUR AÐ FÁ AÐ VINNA VINNUNA SÍNA. Ef það má ekki hættum við á glundroða, meiðslum og dauða.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Ameríka Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar nú að loka landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó um óákveðinn tíma ef ríkisstjórn hans kemst að þeirri niðurstöðu að mexíkóska ríkisstjórnin hafi „misst alla stjórn“. Forsetinn vísaði sérstaklega til ástandsins í mexíkósku landamæraborginni Tijuana. Þangað er stór hluti hinnar svokölluðu flóttamannalestar, sem Trump ræddi mikið um í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Hann sagði ástandið þar nú „afar slæmt“ og sagði samkvæmt fréttaveitu AP: „Ef við komumst að því að það er ekki hægt að hafa stjórn á ástandinu þarna þá munum við loka fyrir allan aðgang að Bandaríkjunum þar til hægt er að hafa stjórn á svæðinu á ný. Loka öllum landamærunum.“ Hundruð íbúa Tijuana hafa mótmælt komu flóttafólksins að undanförnu. Í vikunni var greint frá því að um 3.000 flóttamenn væru komnir til borgarinnar og að mótmælendur hefðu heyrst hrópa: „Út, út, út! Við viljum ykkur ekki í Tijuana.“ Trump fyrirskipaði í aðdraganda kosninganna fyrr í mánuðinum að senda skyldi þúsundir hermanna að landamærunum til þess að tryggja öryggi þar. Frá því að þeir komu að landamærunum hafa hermennirnir lítið haft að gera. Í viðtölum við Vice um miðjan mánuð sögðu hermenn að þeir hefðu verið að koma upp gaddavír en lítið annað gert. Aukinheldur sagði Trump í gær að ef nauðsyn krefur mættu hermenn beita banvænum vopnum gegn þeim sem reyna að komast yfir landamærin. „Ég vona að hermennirnir þurfi þess ekki. En ég á ekki annarra kosta völ. Við erum að fást við afar harðsvírað fólk.“ Alríkisdómari sagði á þriðjudag að Trump mætti ekki neita öllum sem fara yfir landamærin ólöglega um hæli. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað. Forsetinn sagði í tísti í gær að það væri ekki hlutverk dómara að reyna að setja lög um öryggismál og landamærin, né nokkuð annað. „Þeir vita ekkert um þetta og draga úr öryggi. Okkar frábæra löggæslufólk VERÐUR AÐ FÁ AÐ VINNA VINNUNA SÍNA. Ef það má ekki hættum við á glundroða, meiðslum og dauða.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Ameríka Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira