Sport

„Ég mun muna eftir þessu kvöldi allt til æviloka“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kendrick Rogers var öflugur í leiknum.
Kendrick Rogers var öflugur í leiknum. Vísir/Getty
Úrslitin réðust ekki fyrr en í sjöundu framlengingu í leik í bandaríska háskólafótboltanum um helgina.

Þeir gerast varla meira spennandi en leikur Texas A&M og LSU í ameríska háskólafótboltanum um helgina en leikurinn endaði með 74-72 sigri Texas liðsins.

Áhorfendur fengu miklu meira en þeir borguðu fyrir því úrslitin réðust ekki fyrr en í sjöundu framlengingu. Þá voru liðin líka búin að spila í fjóra klukkutíma og 53 mínútur.

Þetta var metjöfnun en aðeins fjórum sinnum áður í sögu háskólafótboltans hafa farið fram sjö framlengingar.









LSU var ofar á styrkleikalistanum en Texas A&M og það héldu flestir að leikmenn LSU væru að fara að klára leikinn í venjulegum leiktíma þegar þeir snéru leiknum við í seinni hálfleik.

LSU náði 21-7 spretti í seinni hálfleiks og komst yfir í 31-24 þegar aðeins nokkrar mínútur voru eftir af leiknum. LSU náði boltanum aftur en tókst ekki að bæta við stigum og Texas A&M jafnaði.

Það var síðan endalaust af dramatík í öllum framlengingunm sjö.





„Ég mun muna eftir þessu kvöldi allt til æviloka,“ var haft eftir einum liðsmanni Texas A&M í leikslok og það er ljóst að það er ekki bara hann sem mun ekki gleyma þessu ótrúlega kvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×