Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2018 12:05 Kaup Icelandair á WOW air verða ein flóknasta sameining Íslandssögunnar að mati greinenda Landsbankans. Vísir/Vilhelm Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutafé í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en viðskipti með bréf félagsins voru stöðvuð í Kauphöllinni í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitisins. Var það gert til þess að „vernda jafnræði fjárfesta.“ Í tilkynningunni segir að í kaupsamningnum séu „ýmsir fyrirvarar“ sem þurfi að uppfylla en hluthafafundur Icelandair þar sem kaupsamningurinn verður tekinn fyrir er á dagskrá næstkomandi föstudag. „Miðað við stöðu málsins í dag telur Icelandair Group ólíklegt að allir fyrirvarar verði uppfylltir fyrir þann tímapunkt,“ segir enn fremur í tilkynningunni og að áfram verði unnið í málinu og að viðræður standi yfir á milli samningsaðila um framgang málsins.Í tilkynningu vegna hinna fyrirhuguðu kaupa á Icelandair á WOW sem gefin var út í byrjun nóvember sagði að kaupin væru meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Í tilkynningunni sem Icelandair sendi út í dag segir hins vegar ekkert um hvaða fyrirvara ólíklegt sé að verði uppfylltir, aðeins að útlit sé fyrir að þeir verði ekki allir uppfylltir. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Þyrfti allt að 31 milljarðs rekstrarbata Verði af samruna Icelandair og WOW air mun sameinað félag þurfa á allt að 31 milljarðs króna rekstrarbata að halda, samkvæmt nýrri greiningu. 22. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutafé í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en viðskipti með bréf félagsins voru stöðvuð í Kauphöllinni í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitisins. Var það gert til þess að „vernda jafnræði fjárfesta.“ Í tilkynningunni segir að í kaupsamningnum séu „ýmsir fyrirvarar“ sem þurfi að uppfylla en hluthafafundur Icelandair þar sem kaupsamningurinn verður tekinn fyrir er á dagskrá næstkomandi föstudag. „Miðað við stöðu málsins í dag telur Icelandair Group ólíklegt að allir fyrirvarar verði uppfylltir fyrir þann tímapunkt,“ segir enn fremur í tilkynningunni og að áfram verði unnið í málinu og að viðræður standi yfir á milli samningsaðila um framgang málsins.Í tilkynningu vegna hinna fyrirhuguðu kaupa á Icelandair á WOW sem gefin var út í byrjun nóvember sagði að kaupin væru meðal annars gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. Í tilkynningunni sem Icelandair sendi út í dag segir hins vegar ekkert um hvaða fyrirvara ólíklegt sé að verði uppfylltir, aðeins að útlit sé fyrir að þeir verði ekki allir uppfylltir.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Þyrfti allt að 31 milljarðs rekstrarbata Verði af samruna Icelandair og WOW air mun sameinað félag þurfa á allt að 31 milljarðs króna rekstrarbata að halda, samkvæmt nýrri greiningu. 22. nóvember 2018 07:00 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum. 26. nóvember 2018 10:50
Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52
Þyrfti allt að 31 milljarðs rekstrarbata Verði af samruna Icelandair og WOW air mun sameinað félag þurfa á allt að 31 milljarðs króna rekstrarbata að halda, samkvæmt nýrri greiningu. 22. nóvember 2018 07:00