Golden State aftur á sigurbraut en 54 stig James Harden dugðu ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 07:30 Kevin Durant skorar tvö af 49 stigum sínum í nótt. Vísir/Getty Fyrrum liðsfélagarnir Kevin Durant og James Harden áttu báðir frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en aðeins Durant fagnaði sigri með sínu liði. NBA-meistarar Golden State Warriors eru að komast aftur á skrið eftir slæma taphrinu.Kevin Durant var með 49 stig og 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 116-110 heimasigur á Orlando Magic í spennandi leik. Durant hitti úr 16 af 33 skotum utan af velli og öllum 13 vítaskotum sínum. Klay Thompson bætti við 29 stigum og sex þristum en enginn annar í Warriors-liðinu skoraði meira en tíu stig. Þeir félagar hafa verið að halda uppi sóknarleiknum undanfarið í fjarveru lykilmanna eins og Steph Curry. Þetta var annar fjörtíu stiga leikur Durant í röð en hann er með 41,7 stig, 9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í þessari þriggja leikja sigurgöngu liðsins.James Harden skoraði 54 stig fyrir Houston Rockets en liðið tapaði samt 135-131 í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Harden átti líka 13 stoðsendingar en var með 11 tapaða bolta og klikkaði á sex af átta skotum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingunni. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem Harden skorar 50 stig eða meira í leik og hann er aðeins níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem nær tíu fimmtíu stiga leikjum á ferlinum. John Wall var með 36 stig og 11 stoðsendingar fyrir Wizards-liðið, Bradley Beal skoraði 32 stig og Markieff Morris kom með 22 stig og 10 fráköst inn af bekknum. Þetta var þriðji tapleikur Houston-liðsins í röð en liðið hefur aðeins unnið 9 af 19 leikjum tímabilsins og er í þriðja neðsta sætinu í Vesturdeildinni. Chris Paul missti af öðrum leiknum í röð.Kyrie Irving og Jayson Tatum fóru fyrir góðum endakafla í 124-107 útisigri Boston Celtics á New Orleans Pelicans en þetta var bara sjötti útisigur Boston á tímabilinu. Kyrie Irving var með 26 stig, 10 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Jayson Tatum skoraði 20 stig. Anthony Davis skoraði 27 stig og tók 16 fráköst fyrir Pelíkanana.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 116-110 Utah Jazz - Indiana Pacers 88-121 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 107-124 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 110-107 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 95-102 Washington Wizards - Houston Rockets 135-131 (125-125) NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Fyrrum liðsfélagarnir Kevin Durant og James Harden áttu báðir frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en aðeins Durant fagnaði sigri með sínu liði. NBA-meistarar Golden State Warriors eru að komast aftur á skrið eftir slæma taphrinu.Kevin Durant var með 49 stig og 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 116-110 heimasigur á Orlando Magic í spennandi leik. Durant hitti úr 16 af 33 skotum utan af velli og öllum 13 vítaskotum sínum. Klay Thompson bætti við 29 stigum og sex þristum en enginn annar í Warriors-liðinu skoraði meira en tíu stig. Þeir félagar hafa verið að halda uppi sóknarleiknum undanfarið í fjarveru lykilmanna eins og Steph Curry. Þetta var annar fjörtíu stiga leikur Durant í röð en hann er með 41,7 stig, 9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í þessari þriggja leikja sigurgöngu liðsins.James Harden skoraði 54 stig fyrir Houston Rockets en liðið tapaði samt 135-131 í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Harden átti líka 13 stoðsendingar en var með 11 tapaða bolta og klikkaði á sex af átta skotum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingunni. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem Harden skorar 50 stig eða meira í leik og hann er aðeins níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem nær tíu fimmtíu stiga leikjum á ferlinum. John Wall var með 36 stig og 11 stoðsendingar fyrir Wizards-liðið, Bradley Beal skoraði 32 stig og Markieff Morris kom með 22 stig og 10 fráköst inn af bekknum. Þetta var þriðji tapleikur Houston-liðsins í röð en liðið hefur aðeins unnið 9 af 19 leikjum tímabilsins og er í þriðja neðsta sætinu í Vesturdeildinni. Chris Paul missti af öðrum leiknum í röð.Kyrie Irving og Jayson Tatum fóru fyrir góðum endakafla í 124-107 útisigri Boston Celtics á New Orleans Pelicans en þetta var bara sjötti útisigur Boston á tímabilinu. Kyrie Irving var með 26 stig, 10 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Jayson Tatum skoraði 20 stig. Anthony Davis skoraði 27 stig og tók 16 fráköst fyrir Pelíkanana.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 116-110 Utah Jazz - Indiana Pacers 88-121 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 107-124 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 110-107 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 95-102 Washington Wizards - Houston Rockets 135-131 (125-125)
NBA Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira